Ekki hægt að leysa vandamálið með stórum tékka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2021 14:30 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur lausnina á vanda Landspítalans og heilbrigðiskerfisins ekki vera þá að finna til meiri peninga. Vandinn sé annars eðlis þó fjármagn gæti þurfti til. Vísir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að vandamál Landspítalans verði ekki leyst með því að skrifa stóran tékka. Spyrja þurfi hvers vegna ekki náist meiri framleiðni í heilbrigðiskerfinu þrátt fyrir aukna fjármögnun og mönnun. Bjarni ræddi við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti að loknum fundi að byrjað yrði að skima bólusetta einstaklinga sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Íslands. Breytingin tekur gildi 16. ágúst. Landspítalinn er á hættustigi og lýsti staðgengill sóttvarnalæknis og forstjóri spítalans yfir miklum áhyggjum yrði ekki gripið til aðgerða. Fólk sé ekki að verða alvarlega veikt „Heilbrigðisráðherra er að kynna til sögunnar aðgerðir sem eiga að létta álaginu af heilbrigðiskerfinu. Við hljótum að vilja grípa fyrst til allra ráða að létta álaginu á kerfinu áður en við förum að leggja byrðar á alla landsmenn,“ segir Bjarni Benediktsson. Staðan í íslensku heilbrigðiskerfi sé ákveðin vonbrigði. Ráðist hafi verið í hvert átaksverkefnið á fætur öðru á undanförnum árum. Enn þurfi að styrkja viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. „Við hljótum að vilja byggja á þessum góða árangri sem bólusetningin hefur skilað. Bólusett fólk sem er ekki með undirliggjandi sjúkdóma er ekki að verða veikt alvarlega,“ segir Bjarni. Fráflæði af Landspítalanum sé enn vandamál. Fólk sem lokið hefur meðferð á spítalanum og þurfi ekki að vera þar þurfi að komast á annan stað. „Það er greinilegt að stóraukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið er ekki svarið eitt og sér,“ segir Bjarni. Margt annað þurfi að gera. Rekstrarfé hafi verið aukið í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega til Landspítalans, og sömuleiðis hafi langar kjaralotur skilað miklum breytingum á vaktafyrirkomulagi og öðru slíku. Af hverju næst ekki meiri framleiðni? „Við hljótum að þurfa að spyrja spurninga sem er reyndar búið að velta upp í skýrslum sérfræðinga. Hvað veldur því að við náum ekki meiri framleiðni í kerfinu þrátt fyrir að við séum að fjármagna kerfið betur og við höfum verið að bæta mönnun?“ spyr Bjarni. Mönnunarvandi sé viðvarandi en hann sé líka fyrir hendi í nágrannalöndum þar sem fjölda hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. „Svarið getur ekki eingöngu legið í því að setja fleiri krónur inn í kerfið. Við þurfum að svara því hvernig við getum fengið meiri afköst,“ segir Bjarni. „Ef krónur geta hjálpað í því eigum við að sjálfsögðu ekki að láta stranda á því.“ Ekki nýtt vandamál Eitthvað kerfislægt valdi vandræðunum. Það hafi komið fram áður, í aðgerðaráætlun heilbrigðisráðherra sem var kynnt í janúar 2020. „Ég held að einstaka einingar í kerfinu séu ekki að verka saman þannig að flæðið er óeðlilegt. Sem birtist okkur meðal annars í því að það myndast stíflur, til að mynda inni á Landspítalanum. Þetta eru hlutir sem við verðum að taka mjög alvarlega og gera okkur grein fyrir því að það er ekki bara hægt að leysa svona mál með því að skrifa stóran tékka,“ segir Bjarni. Innbyrðisharmóníu þurfi í heilbrigðiskerfið sem skili meiri árangri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bjarni ræddi við Sunnu Sæmundsdóttur, fréttamann Stöðvar 2, að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í Ráðherrabústaðnum í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti að loknum fundi að byrjað yrði að skima bólusetta einstaklinga sem koma hingað til lands og hafa tengsl við Íslands. Breytingin tekur gildi 16. ágúst. Landspítalinn er á hættustigi og lýsti staðgengill sóttvarnalæknis og forstjóri spítalans yfir miklum áhyggjum yrði ekki gripið til aðgerða. Fólk sé ekki að verða alvarlega veikt „Heilbrigðisráðherra er að kynna til sögunnar aðgerðir sem eiga að létta álaginu af heilbrigðiskerfinu. Við hljótum að vilja grípa fyrst til allra ráða að létta álaginu á kerfinu áður en við förum að leggja byrðar á alla landsmenn,“ segir Bjarni Benediktsson. Staðan í íslensku heilbrigðiskerfi sé ákveðin vonbrigði. Ráðist hafi verið í hvert átaksverkefnið á fætur öðru á undanförnum árum. Enn þurfi að styrkja viðnámsþrótt heilbrigðiskerfisins. „Við hljótum að vilja byggja á þessum góða árangri sem bólusetningin hefur skilað. Bólusett fólk sem er ekki með undirliggjandi sjúkdóma er ekki að verða veikt alvarlega,“ segir Bjarni. Fráflæði af Landspítalanum sé enn vandamál. Fólk sem lokið hefur meðferð á spítalanum og þurfi ekki að vera þar þurfi að komast á annan stað. „Það er greinilegt að stóraukið fjármagn inn í heilbrigðiskerfið er ekki svarið eitt og sér,“ segir Bjarni. Margt annað þurfi að gera. Rekstrarfé hafi verið aukið í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega til Landspítalans, og sömuleiðis hafi langar kjaralotur skilað miklum breytingum á vaktafyrirkomulagi og öðru slíku. Af hverju næst ekki meiri framleiðni? „Við hljótum að þurfa að spyrja spurninga sem er reyndar búið að velta upp í skýrslum sérfræðinga. Hvað veldur því að við náum ekki meiri framleiðni í kerfinu þrátt fyrir að við séum að fjármagna kerfið betur og við höfum verið að bæta mönnun?“ spyr Bjarni. Mönnunarvandi sé viðvarandi en hann sé líka fyrir hendi í nágrannalöndum þar sem fjölda hjúkrunarfræðinga vanti til starfa. „Svarið getur ekki eingöngu legið í því að setja fleiri krónur inn í kerfið. Við þurfum að svara því hvernig við getum fengið meiri afköst,“ segir Bjarni. „Ef krónur geta hjálpað í því eigum við að sjálfsögðu ekki að láta stranda á því.“ Ekki nýtt vandamál Eitthvað kerfislægt valdi vandræðunum. Það hafi komið fram áður, í aðgerðaráætlun heilbrigðisráðherra sem var kynnt í janúar 2020. „Ég held að einstaka einingar í kerfinu séu ekki að verka saman þannig að flæðið er óeðlilegt. Sem birtist okkur meðal annars í því að það myndast stíflur, til að mynda inni á Landspítalanum. Þetta eru hlutir sem við verðum að taka mjög alvarlega og gera okkur grein fyrir því að það er ekki bara hægt að leysa svona mál með því að skrifa stóran tékka,“ segir Bjarni. Innbyrðisharmóníu þurfi í heilbrigðiskerfið sem skili meiri árangri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira