Trump: Konan með fjólubláa hárið spilaði hræðilega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 12:01 Konan með fjólubláa hárið, Megan Rapinoe, í leik Bandaríkjanna og Ástralíu um bronsið á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hún skoraði tvö mörk í 4-3 sigri bandaríska liðsins. getty/Francois Nel Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, segir að Megan Rapinoe og vinstri sinnuðu brjálæðingarnir í bandaríska kvennalandsliðinu í fótbolta hafi kostað það gullið á Ólympíuleikunum í Tókýó. Bandaríkin töpuðu fyrir Kanada, 1-0, í undanúrslitum Ólympíuleikanna en unnu Ástralíu í leiknum um bronsið í gær, 4-3. Trump var ekki sáttur með niðurstöðuna og var alveg með það á hreinu hvað varð bandaríska liðinu að falli í Tókýó. „Ef fótboltaliðið okkar, sem er leitt af öfgahópi vinstri sinnaðra brjálæðinga, væri ekki vökult (e. woke) hefðu það unnið gull en ekki brons,“ sagði Trump. „Vökult þýðir að þú tapar, allt sem er þannig endar illa eins og gerðist fyrir fótboltaliðið okkar.“ Trump hélt því svo ranglega fram að bandarísku leikmennirnir hefðu ekki staðið meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leiki. Leikmenn krupu hins vegar á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttamisrétti. „Nokkrir ættjarðarvinir stóðu. En því miður þarf meira til þegar þú keppir fyrir hönd Bandaríkjanna. Það ætti að skipta þeim vökulu út fyrir ættjarðarvini og þá byrja þær að vinna aftur,“ sagði Trump. Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.EPA/CRISTOBAL HERRERA Forsetinn fyrrverandi sendi Rapinoe svo tóninn og sagði að hún hefði spilað skelfilega í leiknum gegn Ástralíu. Hún skoraði reyndar tvö mörk en það virðist hafa farið framhjá Trump. „Konan með fjólubláa hárið spilaði hræðilega og eyðir of miklum tíma að hugsa um öfga vinstrið og vinnur ekki vinnuna sína,“ sagði Trump. Hann hefur áður átt í orðaskaki við Rapinoe en hann var afar ósáttur þegar hún sagðist ekki ætla að fara í heimsókn Hvíta húsið ef bandaríska liðið yrði heimsmeistari fyrir tveimur árum. Bandaríska liðið vann gullið á HM en fór ekki í heimsókn í Hvíta húsið eins og venjan er með sigurlið Bandaríkjanna í íþróttum. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Sjá meira
Bandaríkin töpuðu fyrir Kanada, 1-0, í undanúrslitum Ólympíuleikanna en unnu Ástralíu í leiknum um bronsið í gær, 4-3. Trump var ekki sáttur með niðurstöðuna og var alveg með það á hreinu hvað varð bandaríska liðinu að falli í Tókýó. „Ef fótboltaliðið okkar, sem er leitt af öfgahópi vinstri sinnaðra brjálæðinga, væri ekki vökult (e. woke) hefðu það unnið gull en ekki brons,“ sagði Trump. „Vökult þýðir að þú tapar, allt sem er þannig endar illa eins og gerðist fyrir fótboltaliðið okkar.“ Trump hélt því svo ranglega fram að bandarísku leikmennirnir hefðu ekki staðið meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var spilaður fyrir leiki. Leikmenn krupu hins vegar á hné fyrir leiki til stuðnings baráttunnar gegn kynþáttamisrétti. „Nokkrir ættjarðarvinir stóðu. En því miður þarf meira til þegar þú keppir fyrir hönd Bandaríkjanna. Það ætti að skipta þeim vökulu út fyrir ættjarðarvini og þá byrja þær að vinna aftur,“ sagði Trump. Donald Trump tapaði fyrir Joe Biden í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra.EPA/CRISTOBAL HERRERA Forsetinn fyrrverandi sendi Rapinoe svo tóninn og sagði að hún hefði spilað skelfilega í leiknum gegn Ástralíu. Hún skoraði reyndar tvö mörk en það virðist hafa farið framhjá Trump. „Konan með fjólubláa hárið spilaði hræðilega og eyðir of miklum tíma að hugsa um öfga vinstrið og vinnur ekki vinnuna sína,“ sagði Trump. Hann hefur áður átt í orðaskaki við Rapinoe en hann var afar ósáttur þegar hún sagðist ekki ætla að fara í heimsókn Hvíta húsið ef bandaríska liðið yrði heimsmeistari fyrir tveimur árum. Bandaríska liðið vann gullið á HM en fór ekki í heimsókn í Hvíta húsið eins og venjan er með sigurlið Bandaríkjanna í íþróttum.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fleiri fréttir Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti