Conor sagðist vilja borða börnin hans Khabibs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2021 11:01 Conor McGregor tapaði fyrir Khabib Nurmagomedov í UFC 229 í byrjun október 2018. getty/Hans Gutknecht Í færslu á Twitter, sem hann hefur nú eytt, sagðist Conor McGregor vilja borða börn Khabibs Nurmagomedov. Conor og Khabib eru litlir vinir og hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina. Þeir mættust í UFC 229 í október 2018 þar sem Khabib vann sannfærandi sigur. Í nýlegu viðtali í hlaðvarpi Mikes Tyson sagði Khabib að Conor væri illur og lágkúrulegur eftir að hann gerði grín að fráfalli föður hans. Eftir tap Conors fyrir Dustin Poirier í UFC 264 í síðasta mánuði tísti Khabib að hið góða myndi alltaf sigra hið illa. „Covid gott en pabbinn illur,“ svaraði Conor á Twitter og vísaði þar til þess að faðir Khabibs lést af völdum kórónuveirunnar. Hann eyddi svo færslunni. Khabib ræddi þessi ummæli Conors í hlaðvarpi Tysons og sagði Conor illan og að orð hans hefðu sýnt hans innri mann. Írinn tók þetta óstinnt upp, lét gamminn geysa á Twitter og fór langt yfir strikið. „Ég vil borða börnin hans!!!! Hvenær sá hann þau síðast? Konuna sína? Mömmu sína?“ skrifaði Conor. Færslunni hefur nú verið eytt. Conor Mcgregor tells Khabib that he wants to eat his children and speaks about his family in a deleted tweet pic.twitter.com/zhPcg0OCFl— My Mixtapez (@mymixtapez) August 6, 2021 Hinn umdeildi Conor fótbrotnaði í bardaganum gegn Poirier og búist er við því að hann verði frá keppni í allt að ár. Conor hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Khabib er hættur keppni en hann vann alla 29 bardaga sína á ferlinum. MMA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Conor og Khabib eru litlir vinir og hafa verið duglegir að skjóta á hvorn annan í gegnum tíðina. Þeir mættust í UFC 229 í október 2018 þar sem Khabib vann sannfærandi sigur. Í nýlegu viðtali í hlaðvarpi Mikes Tyson sagði Khabib að Conor væri illur og lágkúrulegur eftir að hann gerði grín að fráfalli föður hans. Eftir tap Conors fyrir Dustin Poirier í UFC 264 í síðasta mánuði tísti Khabib að hið góða myndi alltaf sigra hið illa. „Covid gott en pabbinn illur,“ svaraði Conor á Twitter og vísaði þar til þess að faðir Khabibs lést af völdum kórónuveirunnar. Hann eyddi svo færslunni. Khabib ræddi þessi ummæli Conors í hlaðvarpi Tysons og sagði Conor illan og að orð hans hefðu sýnt hans innri mann. Írinn tók þetta óstinnt upp, lét gamminn geysa á Twitter og fór langt yfir strikið. „Ég vil borða börnin hans!!!! Hvenær sá hann þau síðast? Konuna sína? Mömmu sína?“ skrifaði Conor. Færslunni hefur nú verið eytt. Conor Mcgregor tells Khabib that he wants to eat his children and speaks about his family in a deleted tweet pic.twitter.com/zhPcg0OCFl— My Mixtapez (@mymixtapez) August 6, 2021 Hinn umdeildi Conor fótbrotnaði í bardaganum gegn Poirier og búist er við því að hann verði frá keppni í allt að ár. Conor hefur tapað þremur af síðustu fjórum bardögum sínum. Khabib er hættur keppni en hann vann alla 29 bardaga sína á ferlinum.
MMA Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira