Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍA 4-0 | Skínandi fyrri hálfleikur Stjörnunnar tryggði þeim stigin þrjú Andri Már Eggertsson skrifar 4. ágúst 2021 22:00 Stjörnumenn þurfa sigur á ÍA til að fara ekki á bólakaf í fallbaráttuna. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan svaraði fyrir sig eftir þrjá tapleiki í röð með góðum sigri á botnliði ÍA. Skínandi fyrri hálfleikur lagði grunninn af góðum 4-0 sigri Stjörnunnar. Eggert Aron Guðmundsson gerði fyrsta mark leiksins snemma leiks. Tveir þrumufleygar frá Hilmari Árna og Magnus Anbo Clausen fylgdu síðan í kjölfarið og því staðan 3-0 í hálfleik. Stjarnan vann að lokum verðskuldaðan 4-0 sigur. Það var mikið undir þegar liðin í fall baráttunni mættust á Samsungvellinum. Stjarnan hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð á meðan ÍA var í neðsta sæti deildarinnar. Það voru tæplega fimm mínútur liðnar af leiknum þegar hinn 17 ára Eggert Aron Guðmundsson kom Stjörnunni yfir með góðum spretti þar sem hann labbaði framhjá varnarmönnum ÍA og skaut síðan gegnum Árna Marínó Einarsson sem hefði átt að gera talsvert betur í markinu. Það virtist vera stress í leikmönnum ÍA þar sem Sindri Snær Magnússon var hársbreidd frá því að gefa Stjörnunni annað mark skömmu síðar þegar þversending hans á Árna Marínó var á sama stað og Emil Atlason stóð. Hilmar Árni Halldórsson skaut Stjörnunni í tveggja marka forystu þegar Þorsteinn Már Ragnarsson lagði boltann út í teiginn þar sem Hilmar Árni þrumaði boltanum viðstöðulaust í netið. Magnus Anbo Clausen kórónaði síðan frábæran fyrri hálfleik Stjörnunnar með laglegu skoti eftir góðan samleik með Eggerti Aron sem átti hæl sendingu í svæði sem Magnus mætti í og þrumaði boltanum í þaknetið. Stjörnumenn leiddu 3-0 þegar haldið var til hálfleiks. Síðari hálfleikurinn var ekki sama skemmtunin og fyrri hálfleikurinn bauð upp á. Eðli máli samkvæmt datt leikurinn niður eftir að úrslitin voru ráðin í hálfleik. Þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma gerði Magnus Anbo Clausen annað mark sitt þegar hann fór illa með varnarmenn ÍA og innsiglaði 4-0 sigur Stjörnunnar. Af hverju vann Stjarnan? Fyrri hálfleikur Stjörnunnar var nánast óaðfinnanlegur. Þeir beittu mikið löngum boltum fram á við sem Emil Atlason oftar en ekki skallaði og setti liðsfélaga sína í góðar stöður á síðasta þriðjungi. Eggert Aron kom sínum mönnum á bragðið snemma leiks. Eftir mark Eggerts var fjandinn laus hjá Stjörnunni sem gengu á lagið og gerðu þrjú góð mörk í fyrri hálfeik sem ÍA náði aldrei að svara fyrir. Hverjir stóðu upp úr? Eggert Aron Guðmundsson byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild í kvöld. Hann þakkaði traustið með fyrsta marki leiksins ásamt því að leggja upp það þriðja á ansi smekklegan hátt. Þorsteinn Már Ragnarsson átti góðan leik þar sem hann ógnaði mikið á kantinum sem skilaði sér í tveimur stoðsendingum. Mikið rót hefur verið á varnarlínu Stjörnunnar. Björn Berg Bryde hefur verið í vörninni í öllum fjórum sigurleikjum Stjörnunnar á tímabilinu og átti hann góðan leik í hafsentinum í kvöld. Hvað gekk illa? Þetta var risa stórt próf fyrir Skagamenn í kvöld. Þeir virtust hins vegar vera afar smeykir við verkefnið þar sem mátti sjá mikinn taugaóstyrk í fyrri hálfleik. Stjarnan beitti mörgum löngum boltum fram sem ÍA réði engan veginn við og fékk á sig tvö mörk beint upp úr því þar sem þeir unnu hvorki fyrsta né annan bolta. Hvað gerist næst? ÍA fer næst í Kórinn þar sem þeir mæta HK næsta sunnudag klukkan 19:15. Næsta mánudag er baráttan um Arnarneshæðina þar sem Blikar mæta Stjörnunni á Samsungvellinum og verður leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 19:15. Jóhannes Karl: Stjarnan jarðaði okkur í fyrri hálfleik Jóhannes Karl var svekktur í leiks lokVísir/Bára Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur með leik sinna manna í kvöld. „Ég er mjög ósáttur með fyrri hálfleikinn. Stjarnan jarðaði okkur snemma leiks, þeir spiluðu mikið af löngum boltum á Emil Atlason sem er góður í loftinu og þeir jörðuðu okkur síðan í seinni boltanum." „Við bjuggum okkur til ágætis stöður í fyrri hálfleik, allar okkar gegnum brot sendingar fóru þó á bláar treyjur sem voru vonbrigði því við getum betur," sagði Jóhannes Karl svekktur. Leikmenn ÍA réðu mjög illa við löngu boltana frá Stjörnunni og virkuðu gestirnir linir þegar kom að því að berjast um boltann. „Það sem vantaði upp á hjá okkur var að þegar Emil vann fyrsta boltann, þá töpuðum við seinni boltanum líka, þeir komust því í góðar stöður. „Þetta voru mikil vonbrigði þar sem við töldum okkur geta leyst miðsvæðið töluvert betur en við gerðum í kvöld." Skagamenn voru þremur mörkum undir þegar haldið var til hálfleiks og reyndi Jóhannes Karl að berja trú í sitt lið. „Við breyttum um leikkerfi í hálfleik. Við vildum loka betur á löngu boltana hjá þeim sem mér fannst ganga vel hjá okkur en það skipti engu máli því leikurinn var búinn." „Ég hafði þó alltaf trú á að við gætum sett eins og eitt mark sem myndi hleypa lífi í leikinn. Við fengum gott færi til þess að koma inn einu marki en svo var ekki," sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Stjarnan ÍA
Stjarnan svaraði fyrir sig eftir þrjá tapleiki í röð með góðum sigri á botnliði ÍA. Skínandi fyrri hálfleikur lagði grunninn af góðum 4-0 sigri Stjörnunnar. Eggert Aron Guðmundsson gerði fyrsta mark leiksins snemma leiks. Tveir þrumufleygar frá Hilmari Árna og Magnus Anbo Clausen fylgdu síðan í kjölfarið og því staðan 3-0 í hálfleik. Stjarnan vann að lokum verðskuldaðan 4-0 sigur. Það var mikið undir þegar liðin í fall baráttunni mættust á Samsungvellinum. Stjarnan hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð á meðan ÍA var í neðsta sæti deildarinnar. Það voru tæplega fimm mínútur liðnar af leiknum þegar hinn 17 ára Eggert Aron Guðmundsson kom Stjörnunni yfir með góðum spretti þar sem hann labbaði framhjá varnarmönnum ÍA og skaut síðan gegnum Árna Marínó Einarsson sem hefði átt að gera talsvert betur í markinu. Það virtist vera stress í leikmönnum ÍA þar sem Sindri Snær Magnússon var hársbreidd frá því að gefa Stjörnunni annað mark skömmu síðar þegar þversending hans á Árna Marínó var á sama stað og Emil Atlason stóð. Hilmar Árni Halldórsson skaut Stjörnunni í tveggja marka forystu þegar Þorsteinn Már Ragnarsson lagði boltann út í teiginn þar sem Hilmar Árni þrumaði boltanum viðstöðulaust í netið. Magnus Anbo Clausen kórónaði síðan frábæran fyrri hálfleik Stjörnunnar með laglegu skoti eftir góðan samleik með Eggerti Aron sem átti hæl sendingu í svæði sem Magnus mætti í og þrumaði boltanum í þaknetið. Stjörnumenn leiddu 3-0 þegar haldið var til hálfleiks. Síðari hálfleikurinn var ekki sama skemmtunin og fyrri hálfleikurinn bauð upp á. Eðli máli samkvæmt datt leikurinn niður eftir að úrslitin voru ráðin í hálfleik. Þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma gerði Magnus Anbo Clausen annað mark sitt þegar hann fór illa með varnarmenn ÍA og innsiglaði 4-0 sigur Stjörnunnar. Af hverju vann Stjarnan? Fyrri hálfleikur Stjörnunnar var nánast óaðfinnanlegur. Þeir beittu mikið löngum boltum fram á við sem Emil Atlason oftar en ekki skallaði og setti liðsfélaga sína í góðar stöður á síðasta þriðjungi. Eggert Aron kom sínum mönnum á bragðið snemma leiks. Eftir mark Eggerts var fjandinn laus hjá Stjörnunni sem gengu á lagið og gerðu þrjú góð mörk í fyrri hálfeik sem ÍA náði aldrei að svara fyrir. Hverjir stóðu upp úr? Eggert Aron Guðmundsson byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild í kvöld. Hann þakkaði traustið með fyrsta marki leiksins ásamt því að leggja upp það þriðja á ansi smekklegan hátt. Þorsteinn Már Ragnarsson átti góðan leik þar sem hann ógnaði mikið á kantinum sem skilaði sér í tveimur stoðsendingum. Mikið rót hefur verið á varnarlínu Stjörnunnar. Björn Berg Bryde hefur verið í vörninni í öllum fjórum sigurleikjum Stjörnunnar á tímabilinu og átti hann góðan leik í hafsentinum í kvöld. Hvað gekk illa? Þetta var risa stórt próf fyrir Skagamenn í kvöld. Þeir virtust hins vegar vera afar smeykir við verkefnið þar sem mátti sjá mikinn taugaóstyrk í fyrri hálfleik. Stjarnan beitti mörgum löngum boltum fram sem ÍA réði engan veginn við og fékk á sig tvö mörk beint upp úr því þar sem þeir unnu hvorki fyrsta né annan bolta. Hvað gerist næst? ÍA fer næst í Kórinn þar sem þeir mæta HK næsta sunnudag klukkan 19:15. Næsta mánudag er baráttan um Arnarneshæðina þar sem Blikar mæta Stjörnunni á Samsungvellinum og verður leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 19:15. Jóhannes Karl: Stjarnan jarðaði okkur í fyrri hálfleik Jóhannes Karl var svekktur í leiks lokVísir/Bára Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var afar svekktur með leik sinna manna í kvöld. „Ég er mjög ósáttur með fyrri hálfleikinn. Stjarnan jarðaði okkur snemma leiks, þeir spiluðu mikið af löngum boltum á Emil Atlason sem er góður í loftinu og þeir jörðuðu okkur síðan í seinni boltanum." „Við bjuggum okkur til ágætis stöður í fyrri hálfleik, allar okkar gegnum brot sendingar fóru þó á bláar treyjur sem voru vonbrigði því við getum betur," sagði Jóhannes Karl svekktur. Leikmenn ÍA réðu mjög illa við löngu boltana frá Stjörnunni og virkuðu gestirnir linir þegar kom að því að berjast um boltann. „Það sem vantaði upp á hjá okkur var að þegar Emil vann fyrsta boltann, þá töpuðum við seinni boltanum líka, þeir komust því í góðar stöður. „Þetta voru mikil vonbrigði þar sem við töldum okkur geta leyst miðsvæðið töluvert betur en við gerðum í kvöld." Skagamenn voru þremur mörkum undir þegar haldið var til hálfleiks og reyndi Jóhannes Karl að berja trú í sitt lið. „Við breyttum um leikkerfi í hálfleik. Við vildum loka betur á löngu boltana hjá þeim sem mér fannst ganga vel hjá okkur en það skipti engu máli því leikurinn var búinn." „Ég hafði þó alltaf trú á að við gætum sett eins og eitt mark sem myndi hleypa lífi í leikinn. Við fengum gott færi til þess að koma inn einu marki en svo var ekki," sagði Jóhannes Karl að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti