Þarf að framlengja hlutabótaleið og önnur úrræði verði takmarkanir viðvarandi ástand Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. ágúst 2021 13:42 Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að tryggja þurfi afkomu fólks og öryggi framlínustarfsfólks Vísir/ArnarHalldórs Forseti Alþýðusambandsins óttast að ákvörðun um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði pólitískari en áður. Verði takmarkanir viðvarandi þurfi að framlengja úrræði á borð við hlutabótaleiðina og sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær. Af þeim 116 sem greindust með veiruna í gær voru 74 utan sóttkvíar og 43 óbólusettir. Sextán eru nú á sjúkrahúsi. Í tilkynningu frá Grund segir að annar tveggja heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Minni Grund sem greindust smitaðir í vikunni sé með nokkur einkenni en hinn einkennalaus. Skimun útsettra íbúa er nú lokið og skimun starfsmanna stendur yfir. Núgildandi aðgerðir innanlands renna út 13. ágúst en ákvörðun um þær næstu verður frábrugðin því sem verið hefur þar sem sóttvarnalæknir mun ekki senda heilbrigðisráðherra hefðbundið minnisblað með tillögum að ítarlegum aðgerðum og stjórnvöld taka matskenndari ákvörðun en áður. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði á Bylgjunni í morgun að þjóðin stæði á krossgötum. Stjórnvöld fundi nú með sérfræðingum og hagðilum og nýti næstu daga í að safna upplýsingum. „Um það hvernig við getum komist út úr því að vera í niðurbælingu á veiru í óbólusettu landi yfir í það að lifa með veiru í bólusettu landi,“ sagði Sigurður Ingi. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að stjórnvöldum hafi verið send skýr skilaboð á fundi þeirra í gær um að tryggja þurfi afkomu fólks og öryggi framlínustarfsfólks. „Ef þetta verður viðvarandi ástand með hertar og lausar aðgerðir að þá þarf að sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika,“ segir Drífa. Hún bendir á að úrræði stjórnvalda sem hafi verið ætlað að taka á stöðunni séu ýmist útrunnin eða við það að renna út. „Hlutabótaleiðin er runnin sitt skeið og það er kannski það sem virkaði hvað best. Og ef við erum að fara inn í svona viðvarandi óvissuástand myndi ég telja að það ætti að endurvekja hana. Síðan er átakið hefjum störf líka að renna sitt skeið,“ segir hún og bætir við að einnig þurfi að festa í sessi réttindi launafólks í sóttkví og vegna sóttkvíar barna. En þessi breyting - sóttvarnarlæknir hefur gefið boltann á stjórnvöld sem þurfa nú að taka matskenndari ákvörðun en áður. Hvernig leggst það í þig? „Það leggst ekkert rosalega vel í mig að þetta sé orðið að pólitískri ákvörðun frekar en heilsufarslegri. Við skulum orða það þannig. Okkur hefur borið sú gæfa hingað til að fara að ráðum sérfræðinga. Nú virðast vera einhver straumhvörf í þeirri umræðu þannig þetta er orðið meira pólitískt bitbein en áður og mér finnst það ekki góðri lukku stýra,“ segir Drífa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Af þeim 116 sem greindust með veiruna í gær voru 74 utan sóttkvíar og 43 óbólusettir. Sextán eru nú á sjúkrahúsi. Í tilkynningu frá Grund segir að annar tveggja heimilismanna á hjúkrunarheimilinu Minni Grund sem greindust smitaðir í vikunni sé með nokkur einkenni en hinn einkennalaus. Skimun útsettra íbúa er nú lokið og skimun starfsmanna stendur yfir. Núgildandi aðgerðir innanlands renna út 13. ágúst en ákvörðun um þær næstu verður frábrugðin því sem verið hefur þar sem sóttvarnalæknir mun ekki senda heilbrigðisráðherra hefðbundið minnisblað með tillögum að ítarlegum aðgerðum og stjórnvöld taka matskenndari ákvörðun en áður. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði á Bylgjunni í morgun að þjóðin stæði á krossgötum. Stjórnvöld fundi nú með sérfræðingum og hagðilum og nýti næstu daga í að safna upplýsingum. „Um það hvernig við getum komist út úr því að vera í niðurbælingu á veiru í óbólusettu landi yfir í það að lifa með veiru í bólusettu landi,“ sagði Sigurður Ingi. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að stjórnvöldum hafi verið send skýr skilaboð á fundi þeirra í gær um að tryggja þurfi afkomu fólks og öryggi framlínustarfsfólks. „Ef þetta verður viðvarandi ástand með hertar og lausar aðgerðir að þá þarf að sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika,“ segir Drífa. Hún bendir á að úrræði stjórnvalda sem hafi verið ætlað að taka á stöðunni séu ýmist útrunnin eða við það að renna út. „Hlutabótaleiðin er runnin sitt skeið og það er kannski það sem virkaði hvað best. Og ef við erum að fara inn í svona viðvarandi óvissuástand myndi ég telja að það ætti að endurvekja hana. Síðan er átakið hefjum störf líka að renna sitt skeið,“ segir hún og bætir við að einnig þurfi að festa í sessi réttindi launafólks í sóttkví og vegna sóttkvíar barna. En þessi breyting - sóttvarnarlæknir hefur gefið boltann á stjórnvöld sem þurfa nú að taka matskenndari ákvörðun en áður. Hvernig leggst það í þig? „Það leggst ekkert rosalega vel í mig að þetta sé orðið að pólitískri ákvörðun frekar en heilsufarslegri. Við skulum orða það þannig. Okkur hefur borið sú gæfa hingað til að fara að ráðum sérfræðinga. Nú virðast vera einhver straumhvörf í þeirri umræðu þannig þetta er orðið meira pólitískt bitbein en áður og mér finnst það ekki góðri lukku stýra,“ segir Drífa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Vinnumarkaður Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent