Kveðst hafa fengið 200 morðhótanir á dag Valur Páll Eiríksson skrifar 4. ágúst 2021 07:15 Jack Grealish Sasha Attwood Mynd/Twitter Sasha Attwood, kærasta Jack Grealish, leikmanns Aston Villa og enska karlalandsliðsins í fótbolta, sagði áskrifendum sínum á YouTube frá því gær hversu ógeðfelldu rafrænu ofbeldi hún hefði orðið fyrir á meðan Evrópumóti karla í fótbolta stóð í sumar. Attwood er 25 ára og hafa þau Grealish átt í sambandi síðan þau voru 16 ára. Hún ræddi rafrænt ofbeldi og svokölluð nettröll á YouTube-rás sinni í gær þar sem hún sagði samfélagsmiðla vera eitraða (e. toxic) og hversu sorglegt það væri að ungt fólk eldist upp við það að ofbeldi í gegnum slíka miðla væri eðlilegt. „Allt þetta hefur sýnt mér að fólk er bókstaflega svo kvikindislegt,“ sagði Attwood. „Ég var raunverulega að fá um 200 morðhótanir á dag. Ég er ekki einu sinni að ýkja þegar ég segi það. „Það eru svo mörg skilaboð, á hverjum einasta degi, og ég fæ þau enn núna, allan daginn, alla daga: 'Ég vona að þú deyir', 'Ég vona að þú fáir krabbamein og deyir', 'Ég vona að öll fjölskyldan þín deyi',“ segir Attwood og bætir við: „Ég áttaði mig aldrei á hversu slæmt þetta er í raun, og það versta er að þetta eru ungar stelpur. Ég hef skoðað aðganga þessara stelpna sem hafa sent mér þetta og þær eru bókstaflega 13, 14 ára, og það er svo sorglegt.“ The Independent hefur eftir Imran Ahmed, forstjóra miðstöðvar sem vinnur gegn hatursorðræðu á internetinu, að stjórnendum samfélagsmiðlafyrirtækjanna sé um að kenna. „Þessi menning refsingarleysis fyrir ofbeldi er til vegna þess að samfélagsmiðlafyrirtækin neita að fara í afgerandi aðgerðir og að setja fram einhvers konar afleiðingar fyrir þá sem dreifa hatri á miðlum þeirra,“ segir Ahmed. Mikið hefur verið rætt um hvort Grealish og Attwood séu á faraldsfæti í sumar en Grealish hefur mikið verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City. Fregnir frá Englandi síðustu daga herma hins vegar að hann vilji halda kyrru fyrir í Birmingham og muni endursemja við uppeldisfélag sitt, Aston Villa. Enski boltinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Attwood er 25 ára og hafa þau Grealish átt í sambandi síðan þau voru 16 ára. Hún ræddi rafrænt ofbeldi og svokölluð nettröll á YouTube-rás sinni í gær þar sem hún sagði samfélagsmiðla vera eitraða (e. toxic) og hversu sorglegt það væri að ungt fólk eldist upp við það að ofbeldi í gegnum slíka miðla væri eðlilegt. „Allt þetta hefur sýnt mér að fólk er bókstaflega svo kvikindislegt,“ sagði Attwood. „Ég var raunverulega að fá um 200 morðhótanir á dag. Ég er ekki einu sinni að ýkja þegar ég segi það. „Það eru svo mörg skilaboð, á hverjum einasta degi, og ég fæ þau enn núna, allan daginn, alla daga: 'Ég vona að þú deyir', 'Ég vona að þú fáir krabbamein og deyir', 'Ég vona að öll fjölskyldan þín deyi',“ segir Attwood og bætir við: „Ég áttaði mig aldrei á hversu slæmt þetta er í raun, og það versta er að þetta eru ungar stelpur. Ég hef skoðað aðganga þessara stelpna sem hafa sent mér þetta og þær eru bókstaflega 13, 14 ára, og það er svo sorglegt.“ The Independent hefur eftir Imran Ahmed, forstjóra miðstöðvar sem vinnur gegn hatursorðræðu á internetinu, að stjórnendum samfélagsmiðlafyrirtækjanna sé um að kenna. „Þessi menning refsingarleysis fyrir ofbeldi er til vegna þess að samfélagsmiðlafyrirtækin neita að fara í afgerandi aðgerðir og að setja fram einhvers konar afleiðingar fyrir þá sem dreifa hatri á miðlum þeirra,“ segir Ahmed. Mikið hefur verið rætt um hvort Grealish og Attwood séu á faraldsfæti í sumar en Grealish hefur mikið verið orðaður við Englandsmeistara Manchester City. Fregnir frá Englandi síðustu daga herma hins vegar að hann vilji halda kyrru fyrir í Birmingham og muni endursemja við uppeldisfélag sitt, Aston Villa.
Enski boltinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira