Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. ágúst 2021 17:00 Aukið álag er á heilbrigðisstofnunum vegna faraldursins. Vísir/vilhelm Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. Nú eru þó færri inniliggjandi á spítala en þá og ljóst að bólusetningarnar gera okkur kleift að lifa við mun vægari samkomutakmarkanir en í fyrri bylgjunum. Heilbrigðisráðherra segir að líklega væri hér 10 manna samkomubann í gildi ef ekki væri fyrir bólusetningar. Búast má við að þeim fari jafnvel enn fjölgandi næstu daga sem eru í einangrun með virkt smit hér á landi því ekkert bendir til þess að faraldurinn sé í nokkurri rénun. Metfjöldi smitaðra hefur nú greinst nokkrum sinnum á síðustu tveimur vikum en í gær greindust allavega 108 með veiruna. Hápunktar stærstu bylgnanna: 5. apríl 2020 (1. bylgja): 1096 í einangrun 20. október 2020 (3. bylgja): 1252 í einangrun 3. ágúst 2021 (4. bylgja): 1304 í einangrun Mun verri staða í fyrri bylgjum Þegar verst lét í fyrstu bylgju voru 1.096 skráðir í einangrun, þann 5. apríl 2020. Þá var tuttugu manna samkomubann í gildi og í kring um 40 manns inniliggjandi á spítala með Covid-19. Í næstu stóru bylgju, sem hefur yfirleitt verið talað um sem þriðju bylgjuna, voru svo 1.252 í einangrun samtímis þegar hún náði hápunkti sínum þann 20. október 2020. Þann sama dag tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir sem staðfesti áframhaldandi 20 manna samkomutakmörk og breytti eins metra reglu í tíu metra reglu utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins viku síðar, þann 27. október, voru samtals 56 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19. Sextán liggja inni á spítalanum í dag með virkt smit, tveir þeirra á gjörgæslu. Það eru mun færri en þegar verst lét í fyrri bylgjunum og það þrátt fyrir að mun fleiri séu smitaðir í einangrun en þá. Gagnsemi bólusetninga greinileg Ljóst er að bólusetningar á stærstum hluta þjóðarinnar komi hér í veg fyrir að alvarleg veikindi leggist á eins marga og eru grundvöllurinn fyrir því að hér er nú 200 manna samkomubann en ekki tíu manna. „Bólusetningarnar eru að hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að ef við værum ekki bólusett værum við komin í örugglega 10 manna samkomubann,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. „Samt erum við ekki að ná því markmiði með delta-afbrigðinu að ná hjarðónæmi í samfélaginu.“ Örvunarbólusetningar fyrir þá sem fengu aðeins einn skammt af Janssen fyrr í ár hófust í dag. Byrjað er á kennurum og skólastarfsfólki en skipulegar fjöldabólusetningar fyrir þennan hóp eru á dagskrá einhvern tíma á dögunum 17. til 19. ágúst. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Nú eru þó færri inniliggjandi á spítala en þá og ljóst að bólusetningarnar gera okkur kleift að lifa við mun vægari samkomutakmarkanir en í fyrri bylgjunum. Heilbrigðisráðherra segir að líklega væri hér 10 manna samkomubann í gildi ef ekki væri fyrir bólusetningar. Búast má við að þeim fari jafnvel enn fjölgandi næstu daga sem eru í einangrun með virkt smit hér á landi því ekkert bendir til þess að faraldurinn sé í nokkurri rénun. Metfjöldi smitaðra hefur nú greinst nokkrum sinnum á síðustu tveimur vikum en í gær greindust allavega 108 með veiruna. Hápunktar stærstu bylgnanna: 5. apríl 2020 (1. bylgja): 1096 í einangrun 20. október 2020 (3. bylgja): 1252 í einangrun 3. ágúst 2021 (4. bylgja): 1304 í einangrun Mun verri staða í fyrri bylgjum Þegar verst lét í fyrstu bylgju voru 1.096 skráðir í einangrun, þann 5. apríl 2020. Þá var tuttugu manna samkomubann í gildi og í kring um 40 manns inniliggjandi á spítala með Covid-19. Í næstu stóru bylgju, sem hefur yfirleitt verið talað um sem þriðju bylgjuna, voru svo 1.252 í einangrun samtímis þegar hún náði hápunkti sínum þann 20. október 2020. Þann sama dag tók gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir sem staðfesti áframhaldandi 20 manna samkomutakmörk og breytti eins metra reglu í tíu metra reglu utan höfuðborgarsvæðisins. Aðeins viku síðar, þann 27. október, voru samtals 56 sjúklingar inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19. Sextán liggja inni á spítalanum í dag með virkt smit, tveir þeirra á gjörgæslu. Það eru mun færri en þegar verst lét í fyrri bylgjunum og það þrátt fyrir að mun fleiri séu smitaðir í einangrun en þá. Gagnsemi bólusetninga greinileg Ljóst er að bólusetningar á stærstum hluta þjóðarinnar komi hér í veg fyrir að alvarleg veikindi leggist á eins marga og eru grundvöllurinn fyrir því að hér er nú 200 manna samkomubann en ekki tíu manna. „Bólusetningarnar eru að hafa gríðarlega mikil áhrif vegna þess að ef við værum ekki bólusett værum við komin í örugglega 10 manna samkomubann,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. „Samt erum við ekki að ná því markmiði með delta-afbrigðinu að ná hjarðónæmi í samfélaginu.“ Örvunarbólusetningar fyrir þá sem fengu aðeins einn skammt af Janssen fyrr í ár hófust í dag. Byrjað er á kennurum og skólastarfsfólki en skipulegar fjöldabólusetningar fyrir þennan hóp eru á dagskrá einhvern tíma á dögunum 17. til 19. ágúst.
5. apríl 2020 (1. bylgja): 1096 í einangrun 20. október 2020 (3. bylgja): 1252 í einangrun 3. ágúst 2021 (4. bylgja): 1304 í einangrun
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44 108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Til skoðunar að gefa þriðja skammtinn Til skoðunar er að gefa þriðja bóluefnaskammtinn, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Um verður að ræða svokallaðan örvunarskammt og sérstaklega verður horft til viðkvæmra hópa. 3. ágúst 2021 15:44
108 greindust smitaðir af Covid-19 og sjötíu utan sóttkvíar Að minnsta kosti 108 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greindust innanlands í gær voru 70 utan sóttkvíar og 38 í sóttkví við greiningu. 3. ágúst 2021 10:43