Sjáðu enn eina markaveisluna sem Blikar buðu til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2021 15:01 Breiðablik hefur skorað 22 mörk í sjö heimaleikjum í Pepsi Max-deild karla í sumar. vísir/Hafliði Breiðfjörð Breiðablik bauð upp á enn eina markaveisluna á Kópavogsvelli þegar liðið sigraði Víking, 4-0, í fyrsta leik 15. umferðar Pepsi Max-deildar karla í gær. Þetta var fimmti 4-0 sigur Blika á heimavelli í sjö deildarleikjum í sumar. Breiðablik er langmarkahæsta lið deildarinnar með 33 mörk. Víkingur hefði getað komist á topp deildarinnar með sigri í leiknum í gær og gestirnir byrjuðu betur. En um miðbik fyrri hálfleik náðu heimamenn tökum á leiknum og þeir komust yfir á 34. mínútu þegar Jason Daði Svanþórsson skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Mosfellingurinn ungi var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar hann skoraði af stuttu færi eftir að Þórður Ingason varði aukaspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar. Jason Daði er orðinn markahæsti leikmaður Blika í deildinni með sex mörk. Klippa: Breiðablik 4-0 Víkingur Breiðablik kláraði svo leikinn með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks. Á 48. mínútu skoraði Viktor Örn Margeirsson með skalla eftir fyrirgjöf Höskuldar og sjö mínútum síðar ýtti Gísli Eyjólfsson boltanum yfir línuna eftir undirbúning Jasons Daða. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 3. sæti deildarinnar. Blikar eru með 26 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Valsmanna sem mæta KR-ingum annað kvöld. Víkingar eru áfram í 2. sætinu með 29 stig. Mörkin úr leik Breiðabliks og Víkings má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Blikar búnir að vinna síðustu sex hundruð mínútur í Smáranum 22-0 Blikar héldu áfram í gær ótrúlegri sigurgöngu sinni á Kópavogsvellinum þegar Víkingar steinlágu 4-0 í fyrsta leik fimmtándu umferðar Pepsi Max deildar karla. 3. ágúst 2021 12:01 Arnar: Þetta er yndislegur leikur smáatriða Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði að sínir menn hefðu misst móðinn eftir að Breiðablik náði forystunni í leik liðanna í kvöld. Hann hélt þó í jákvæðnina og hrósaði Blikum fyrir frammistöðu sína. 2. ágúst 2021 22:13 Óskar Hrafn: Jason hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var virkilega sáttur eftir 4-0 sigurinn á Víkingi, bæði með úrslitin og spilamennskuna. Blikar byrjuðu leikinn þó ekkert sérstaklega vel en unnu sig síðan inn í hann og tóku öll völd á vellinum. 2. ágúst 2021 22:01 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:51 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Þetta var fimmti 4-0 sigur Blika á heimavelli í sjö deildarleikjum í sumar. Breiðablik er langmarkahæsta lið deildarinnar með 33 mörk. Víkingur hefði getað komist á topp deildarinnar með sigri í leiknum í gær og gestirnir byrjuðu betur. En um miðbik fyrri hálfleik náðu heimamenn tökum á leiknum og þeir komust yfir á 34. mínútu þegar Jason Daði Svanþórsson skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Mosfellingurinn ungi var aftur á ferðinni fjórum mínútum síðar þegar hann skoraði af stuttu færi eftir að Þórður Ingason varði aukaspyrnu Höskuldar Gunnlaugssonar. Jason Daði er orðinn markahæsti leikmaður Blika í deildinni með sex mörk. Klippa: Breiðablik 4-0 Víkingur Breiðablik kláraði svo leikinn með tveimur mörkum í upphafi seinni hálfleiks. Á 48. mínútu skoraði Viktor Örn Margeirsson með skalla eftir fyrirgjöf Höskuldar og sjö mínútum síðar ýtti Gísli Eyjólfsson boltanum yfir línuna eftir undirbúning Jasons Daða. Með sigrinum komst Breiðablik upp í 3. sæti deildarinnar. Blikar eru með 26 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Valsmanna sem mæta KR-ingum annað kvöld. Víkingar eru áfram í 2. sætinu með 29 stig. Mörkin úr leik Breiðabliks og Víkings má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Blikar búnir að vinna síðustu sex hundruð mínútur í Smáranum 22-0 Blikar héldu áfram í gær ótrúlegri sigurgöngu sinni á Kópavogsvellinum þegar Víkingar steinlágu 4-0 í fyrsta leik fimmtándu umferðar Pepsi Max deildar karla. 3. ágúst 2021 12:01 Arnar: Þetta er yndislegur leikur smáatriða Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði að sínir menn hefðu misst móðinn eftir að Breiðablik náði forystunni í leik liðanna í kvöld. Hann hélt þó í jákvæðnina og hrósaði Blikum fyrir frammistöðu sína. 2. ágúst 2021 22:13 Óskar Hrafn: Jason hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var virkilega sáttur eftir 4-0 sigurinn á Víkingi, bæði með úrslitin og spilamennskuna. Blikar byrjuðu leikinn þó ekkert sérstaklega vel en unnu sig síðan inn í hann og tóku öll völd á vellinum. 2. ágúst 2021 22:01 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:51 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Blikar búnir að vinna síðustu sex hundruð mínútur í Smáranum 22-0 Blikar héldu áfram í gær ótrúlegri sigurgöngu sinni á Kópavogsvellinum þegar Víkingar steinlágu 4-0 í fyrsta leik fimmtándu umferðar Pepsi Max deildar karla. 3. ágúst 2021 12:01
Arnar: Þetta er yndislegur leikur smáatriða Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, sagði að sínir menn hefðu misst móðinn eftir að Breiðablik náði forystunni í leik liðanna í kvöld. Hann hélt þó í jákvæðnina og hrósaði Blikum fyrir frammistöðu sína. 2. ágúst 2021 22:13
Óskar Hrafn: Jason hefur eiginleika sem fáir íslenskir fótboltamenn hafa Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var virkilega sáttur eftir 4-0 sigurinn á Víkingi, bæði með úrslitin og spilamennskuna. Blikar byrjuðu leikinn þó ekkert sérstaklega vel en unnu sig síðan inn í hann og tóku öll völd á vellinum. 2. ágúst 2021 22:01
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Glansleikur hjá Blikum sem stimpluðu sig aftur inn í toppbaráttuna Breiðablik stimplaði sig aftur af fullum krafti inn í toppbaráttuna í Pepsi Max-deild karla með 4-0 stórsigri á Víkingi í fyrsta leik 15. umferðar í kvöld. 2. ágúst 2021 21:51
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti