Stærsta bylgjan til þessa: Bólusetningar hafa ekki leitt til hjarðónæmis Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. ágúst 2021 11:19 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir Við erum nú stödd í stærstu bylgju Covid-19 frá því að faraldur kórónuveirunnar skall á heimsbyggðinni. Víðtækar bólusetningar virðast hins vegar draga úr alvarlegum veikindum og hlutfall innlagna er lægra en áður. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Þórólfur sagði að af þeim 1.470 sem hefðu greinst með Covid-19 síðustu vikur hefðu 24 þurft að leggjast inn á sjúkrahús, eða um 1,6 prósent. Í fyrri bylgjum hefði hlutfallið verið 4 til 5 prósent. Hlutfall fullbólusettra af greindum frá 1. júlí væri 70 prósent og aðeins 1 prósent þeirra hefðu þurft að leggjast inn. Hins vegar hefðu 2,4 prósent óbólusettra þurft á innlögn að halda. Ótrúlega hröð útbreiðsla Þórólfur sagði að ráðist hefði verið í tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á landamærunum og innanlands vegna fárra innanlandssmita og lítillar áhættu á landamærunum. Þá hefði gengið vel að bólusetja þjóðina en 95 prósent 60 ára og eldri væru nú fullbólusett og 90 prósent 50 til 60 ára. Helst vantaði upp á bólusetningu yngstu aldurshópanna en 10 prósent barna á aldrinum 12 til 15 ára hafa verið bólusett. Það sem hefði hins vegar gerst frá mánaðamótum væri að svokallað delta-afbrigði hefði tekið algjörlega yfir. Komið hefði í ljós að bólusettir gætu smitast nokkuð auðveldlega og smitað aðra. Bólusetningin væri því ekki að skapa það hjarðónæmi sem beðið var eftir. Þórólfur sagði að útbreiðslan innanlands hefði verið ótrúlega hröð en uppruna flesta smitanna mætti rekja til nokkurra hópviðburða, svo sem hópsmits á skemmtistað og hópferða til Lundúna og Krítar. Um 100 þúsund Íslendingar enn óbólusettir Sóttvarnalæknir sagði að þrátt fyrir hraða útbreiðslu stæðu vonir til að bólusetningar myndu koma í veg fyrir alvarleg veikindi og spítalainnlagnir. Bólusetningarnar virtust sannarlega vera að draga úr alvarlegum veikindum en óvissa væri uppi um hversu lengi þau virkuðu og hversu vel á aldraða og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Verið væri að kanna að bjóða umræddum hópum þriðja skammtinn en öllum sem fengið hefðu bóluefnið frá Janssen yrði boðinn örvunarskammtur frá Pfizer eða Moderna, þar sem smit væru tíðari hjá þeim en öðrum. Þórólfur sagði að enn væru 30 þúsund Íslendingar 16 ára og eldri og 70 þúsund yngri en 16 ára óbólusettir. Ef útbreiðslan yrði mikil gætu því enn margir orðið veikir. Hafa þyrfti í huga það álag sem það myndi hafa á heilbrigðiskerfið. Sóttvarnalæknir sagðist að lokum gera sér grein fyrir því að tíðindin væru ekki góð; nú þegar menn hefðu vonast til að vera á leiðinni út úr Covid. Faraldrinum lyki hins vegar ekki hér fyrr en honum lyki alls staðar í heiminum og menn þyrftu að vera undirbúnir undir hið óvænta, svo sem ný afbrigði og nýjar upplýsingar um virkni bóluefnanna. Sagði hann það vera ákvörðun stjórnvalda til hvaða aðgerða yrði gripið og það væri þeirra að taka tillit til annarra hagsmuna en heilbrigðissjónarmiða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi rétt í þessu. Þórólfur sagði að af þeim 1.470 sem hefðu greinst með Covid-19 síðustu vikur hefðu 24 þurft að leggjast inn á sjúkrahús, eða um 1,6 prósent. Í fyrri bylgjum hefði hlutfallið verið 4 til 5 prósent. Hlutfall fullbólusettra af greindum frá 1. júlí væri 70 prósent og aðeins 1 prósent þeirra hefðu þurft að leggjast inn. Hins vegar hefðu 2,4 prósent óbólusettra þurft á innlögn að halda. Ótrúlega hröð útbreiðsla Þórólfur sagði að ráðist hefði verið í tilslakanir á sóttvarnaraðgerðum á landamærunum og innanlands vegna fárra innanlandssmita og lítillar áhættu á landamærunum. Þá hefði gengið vel að bólusetja þjóðina en 95 prósent 60 ára og eldri væru nú fullbólusett og 90 prósent 50 til 60 ára. Helst vantaði upp á bólusetningu yngstu aldurshópanna en 10 prósent barna á aldrinum 12 til 15 ára hafa verið bólusett. Það sem hefði hins vegar gerst frá mánaðamótum væri að svokallað delta-afbrigði hefði tekið algjörlega yfir. Komið hefði í ljós að bólusettir gætu smitast nokkuð auðveldlega og smitað aðra. Bólusetningin væri því ekki að skapa það hjarðónæmi sem beðið var eftir. Þórólfur sagði að útbreiðslan innanlands hefði verið ótrúlega hröð en uppruna flesta smitanna mætti rekja til nokkurra hópviðburða, svo sem hópsmits á skemmtistað og hópferða til Lundúna og Krítar. Um 100 þúsund Íslendingar enn óbólusettir Sóttvarnalæknir sagði að þrátt fyrir hraða útbreiðslu stæðu vonir til að bólusetningar myndu koma í veg fyrir alvarleg veikindi og spítalainnlagnir. Bólusetningarnar virtust sannarlega vera að draga úr alvarlegum veikindum en óvissa væri uppi um hversu lengi þau virkuðu og hversu vel á aldraða og einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma. Verið væri að kanna að bjóða umræddum hópum þriðja skammtinn en öllum sem fengið hefðu bóluefnið frá Janssen yrði boðinn örvunarskammtur frá Pfizer eða Moderna, þar sem smit væru tíðari hjá þeim en öðrum. Þórólfur sagði að enn væru 30 þúsund Íslendingar 16 ára og eldri og 70 þúsund yngri en 16 ára óbólusettir. Ef útbreiðslan yrði mikil gætu því enn margir orðið veikir. Hafa þyrfti í huga það álag sem það myndi hafa á heilbrigðiskerfið. Sóttvarnalæknir sagðist að lokum gera sér grein fyrir því að tíðindin væru ekki góð; nú þegar menn hefðu vonast til að vera á leiðinni út úr Covid. Faraldrinum lyki hins vegar ekki hér fyrr en honum lyki alls staðar í heiminum og menn þyrftu að vera undirbúnir undir hið óvænta, svo sem ný afbrigði og nýjar upplýsingar um virkni bóluefnanna. Sagði hann það vera ákvörðun stjórnvalda til hvaða aðgerða yrði gripið og það væri þeirra að taka tillit til annarra hagsmuna en heilbrigðissjónarmiða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent