Íslenski boltinn

Missti stöðu sína til Jon Flanagan og er nú mættur til KA

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnar Grétarsson er þjálfari KA.
Arnar Grétarsson er þjálfari KA. vísir/stefán

Pepsi-Max deildarlið KA þéttir raðirnar fyrir lokasprettinn á Íslandsmótinu og sóttu norðanmenn sér liðsstyrk til Danmerkur í dag.

Danski varnarmaðurinn Mark Gundelach hefur fengið félagaskipti til KA og gerir samning til haustsins en hann var án félags og verður því strax löglegur í Pepsi-Max deildinni.

Gundelach er 29 ára gamall hægri bakvörður sem var síðast á mála hjá danska B-deildarliðinu HB Köge.

Hann var fastamaður hjá liðinu í B-deildinni á síðustu leiktíð en fékk samningi sínum ekki endurnýjað þegar nýr þjálfari, sjálfur Daniel Agger, tók við stjórnartaumunum hjá HB Köge í sumar. Í hans stað leitaði Agger til fyrrum liðsfélaga síns frá Liverpool þar sem hægri bakvörðurinn Jon Flanagan leikur nú með HB Köge.

Gundelach þótti efnilegur leikmaður á sínum yngri árum en hann hefur leikið fyrir öll yngri landslið Danmerkur.

KA-menn hafa verið nokkuð stórtækir á leikmannamarkaðnum í sumarglugganum en félagið fyllti skarð Brynjars Inga Bjarnasonar með því að fá danska varnarmanninn Mikkel Qvist að láni frá Horsens. Á lokadegi félagaskiptagluggans í síðustu viku keypti KA svo Jakob Snæ Árnason frá nágrönnum sínum í Þór.

KA í 5.sæti Pepsi Max deildarinnar, sjö stigum á eftir toppliði Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×