Ofnæmistíminn í hámarki en varanleg lækning möguleg Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2021 19:47 Frjókornin herja á marga landsmenn þessa dagana en ekki er öll von úti. Vísir/Vilhelm Landsmenn hafa kannski margir tekið eftir asparfræjum á sveimi um landið en þau líkjast helst snjókornum, stór og hvít. Fræin eru þó enginn ofnæmisvaldur, eins og margir hafa kannski haldið, heldur eru það frjóin sem ráðast á ónæmiskerfi fólks. Þetta segir Mikael Valur Clausen, ofnæmislæknir barna, en hann ræddi ofnæmi í Reykjavík síðdegis í dag. „Asparfrjóin geta valdið ofnæmiseinkennum. Þau eru minni og léttari og svífa um. Það er svoleiðis snemma á vorin að þá er öspin með frjó og það eru alltaf einhverjir sem hafa ofnæmi fyrir öspinni,“ segir Mikael. En hvers vegna finna margir landsmenn fyrir frjókornaofnæmi þessa dagana? „Núna er grasið, sem er algengasti ofnæmisvaldurinn, í hámarki. Þannig að þeir sem eru með mikið ofnæmi þeim líður ekki vel núna,“ segir Mikael. „Þetta er sá tími þar sem grasið springur mest út og dreifir frjóum mest, það er í kring um Verslunarmannahelgina, síðla júlí. Grasið er algengasti ofnæmisvaldurinn en það er hægt að vera með ofnæmi fyrir margskonar frjóum, eins og asparfrjóum og birki. Birkið er í maí og fram í miðjan júní en þetta kom heldur seinna í vor því það var heldur svalt,“ segir Mikael. Um tuttugu prósent fullorðinna eru með ofnæmi fyrir frjókornum en það er talsvert minna hjá börnum, ellefu til tólf prósent barna eru með slíkt ofnæmi. Mikael segir að lyfjaframboð við frjókornaofnæmi hafi lítið breyst á síðustu tveimur áratugum en nú sé hægt að afnæma fyrir grasi með mun einfaldari hætti en áður. „Áður voru það sprautur, þá fékk maður eina sprautu á viku í kannski þrjá til fjóra mánuði og svo eina sprautu á mánaðarfresti í þrjú til fimm ár. En núna er þetta tafla, þú tekur eina töflu daglega í þrjú ár en þú þarft ekki að fara upp á spítala til að fá sprauturnar þínar,“ segir Mikael svo að ekki er öll von úti. Langflestir þeirra sem fara í slíka meðferð fá verulegan bata og þurfa jafnvel ekki að taka ofnæmislyf þegar frjóin svífa um landið. Margir kannast kannski við að vera svo slæmir að þeir hætti sér ekki úr húsi á góðviðrisdögum en Mikael segir að von sé enn fyrir þá allra verstu. „Það er til fólk sem er það slæmt að það heldur sig inni og fer alls ekki í ferðalög í tjald og annað. En þetta er fólk sem getur fengið mikinn bata af afnæmingu.“ Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Biðst afsökunar á sleggjudómum um dómstóla Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Þetta segir Mikael Valur Clausen, ofnæmislæknir barna, en hann ræddi ofnæmi í Reykjavík síðdegis í dag. „Asparfrjóin geta valdið ofnæmiseinkennum. Þau eru minni og léttari og svífa um. Það er svoleiðis snemma á vorin að þá er öspin með frjó og það eru alltaf einhverjir sem hafa ofnæmi fyrir öspinni,“ segir Mikael. En hvers vegna finna margir landsmenn fyrir frjókornaofnæmi þessa dagana? „Núna er grasið, sem er algengasti ofnæmisvaldurinn, í hámarki. Þannig að þeir sem eru með mikið ofnæmi þeim líður ekki vel núna,“ segir Mikael. „Þetta er sá tími þar sem grasið springur mest út og dreifir frjóum mest, það er í kring um Verslunarmannahelgina, síðla júlí. Grasið er algengasti ofnæmisvaldurinn en það er hægt að vera með ofnæmi fyrir margskonar frjóum, eins og asparfrjóum og birki. Birkið er í maí og fram í miðjan júní en þetta kom heldur seinna í vor því það var heldur svalt,“ segir Mikael. Um tuttugu prósent fullorðinna eru með ofnæmi fyrir frjókornum en það er talsvert minna hjá börnum, ellefu til tólf prósent barna eru með slíkt ofnæmi. Mikael segir að lyfjaframboð við frjókornaofnæmi hafi lítið breyst á síðustu tveimur áratugum en nú sé hægt að afnæma fyrir grasi með mun einfaldari hætti en áður. „Áður voru það sprautur, þá fékk maður eina sprautu á viku í kannski þrjá til fjóra mánuði og svo eina sprautu á mánaðarfresti í þrjú til fimm ár. En núna er þetta tafla, þú tekur eina töflu daglega í þrjú ár en þú þarft ekki að fara upp á spítala til að fá sprauturnar þínar,“ segir Mikael svo að ekki er öll von úti. Langflestir þeirra sem fara í slíka meðferð fá verulegan bata og þurfa jafnvel ekki að taka ofnæmislyf þegar frjóin svífa um landið. Margir kannast kannski við að vera svo slæmir að þeir hætti sér ekki úr húsi á góðviðrisdögum en Mikael segir að von sé enn fyrir þá allra verstu. „Það er til fólk sem er það slæmt að það heldur sig inni og fer alls ekki í ferðalög í tjald og annað. En þetta er fólk sem getur fengið mikinn bata af afnæmingu.“
Heilbrigðismál Ferðalög Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Biðst afsökunar á sleggjudómum um dómstóla Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira