Naeher varði tvö víti í vítakeppninni og eitt í leiknum: Rapinoe með sigurvítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 13:56 Megan Rapinoe fagnar sigurvítinu með liðsfélögum sínum í bandaríska landsliðinu. AP/Kiichiro Sato Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta varð fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Ólympíukeppninnar í Tókýó eftir sigur á Evrópumeisturum Hollands í vítakeppni. Bandaríkin og Holland gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik en bandarísku heimsmeistararnir unnu 4-2 sigur í vítakeppninni. Megan Rapinoe skoraði af miklu öryggi úr síðasta vítinu en áður hafði markvörðurinn Alyssa Naeher varið tvö af fjórum vítum hollenska liðsins. Naeher hafði einnig varið vítið tíu mínútum fyrir leikslok sem hefði væntanlega tryggt hollenska liðinu sigurinn. ALYSSA NAEHER pic.twitter.com/okGRkYklBS— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alex Morgan og Christen Press klikkuðu báðar á vítum þegar bandaríska liðið tapaði í vítakeppni í átta liða úrslitum á síðustu Ólympíuleikum en sýndu mikinn karakter með að taka víti núna og skora. Vivianne Miedema kom hollenska liðinu í 1-0 á 18. mínútu en bandarísku stelpurnar svöruðu með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili. Það fyrra skoraði Sam Mewis eftir stoðsendingu Lynn Williams og Willams skoraði síðan hitt markið sjálf eftir stoðsendingu frá Mewis. Bandaríska liðið var 2-1 yfir í hálfleik en Miedema tókst að jafna metin á 54. skoti með skoti sem markvörðurinn Alyssa Naeher átti líklega að verja. 2019: beat in the World Cup final2021: end chances of a #Tokyo2020 medalUSWNT get the better of the Netherlands again pic.twitter.com/UDV6gQruP3— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alyssa Naeher bætti aftur á móti fyrir það tíu mínútum fyrir leikslok þegar hún varði vítaspyrnu frá Lieke Martens. Staðan var því enn 2-2 þegar venjulegum leiktíma lauk og því þurfti að framlengja. Hollenska liðið skoraði mark í upphafi seinni hálfleiks þegar Martens skallaði boltann í netið af marklínunni en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin breytti ekki þeim dóm. Það var líka dæmt mark af Christen Press þeim Alex Morgan í framlengingunni vegna rangstöðu en þetta voru þriðja og fjórða bandaríska markið í leiknum þar sem veifuð var rangstæða á bandaríska liðið. Ekkert löglegt mark var því skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Vítakeppnin: Holland - Bandaríkin 2-4 Vivianne Miedema, víti varið af Alyssu Naeher 0-1 Rose Lavelle, mark 1-1 Dominique Janssen, mark 1-2 Alex Morgan, mark 2-2 Stefanie van der Gragt, mark 2-3 Christen Press, mark Aniek Nouwen, víti varið af Alyssu Naeher 2-4 Megan Rapinoe, mark Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema hefur verið algjörlega óstöðvandi á þessum Ólympíuleikum og hefur skorað tíu mörk í fjórum leikjum. Mörkin hennar verða ekki fleiri og hún klikkaði einmitt á fyrsta víti hollenska í vítakeppninni. Bandaríska liðið mætir Kanada í undanúrslitum keppninnar en í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Ástralía og Svíþjóð. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Bandaríkin og Holland gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik en bandarísku heimsmeistararnir unnu 4-2 sigur í vítakeppninni. Megan Rapinoe skoraði af miklu öryggi úr síðasta vítinu en áður hafði markvörðurinn Alyssa Naeher varið tvö af fjórum vítum hollenska liðsins. Naeher hafði einnig varið vítið tíu mínútum fyrir leikslok sem hefði væntanlega tryggt hollenska liðinu sigurinn. ALYSSA NAEHER pic.twitter.com/okGRkYklBS— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alex Morgan og Christen Press klikkuðu báðar á vítum þegar bandaríska liðið tapaði í vítakeppni í átta liða úrslitum á síðustu Ólympíuleikum en sýndu mikinn karakter með að taka víti núna og skora. Vivianne Miedema kom hollenska liðinu í 1-0 á 18. mínútu en bandarísku stelpurnar svöruðu með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili. Það fyrra skoraði Sam Mewis eftir stoðsendingu Lynn Williams og Willams skoraði síðan hitt markið sjálf eftir stoðsendingu frá Mewis. Bandaríska liðið var 2-1 yfir í hálfleik en Miedema tókst að jafna metin á 54. skoti með skoti sem markvörðurinn Alyssa Naeher átti líklega að verja. 2019: beat in the World Cup final2021: end chances of a #Tokyo2020 medalUSWNT get the better of the Netherlands again pic.twitter.com/UDV6gQruP3— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alyssa Naeher bætti aftur á móti fyrir það tíu mínútum fyrir leikslok þegar hún varði vítaspyrnu frá Lieke Martens. Staðan var því enn 2-2 þegar venjulegum leiktíma lauk og því þurfti að framlengja. Hollenska liðið skoraði mark í upphafi seinni hálfleiks þegar Martens skallaði boltann í netið af marklínunni en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin breytti ekki þeim dóm. Það var líka dæmt mark af Christen Press þeim Alex Morgan í framlengingunni vegna rangstöðu en þetta voru þriðja og fjórða bandaríska markið í leiknum þar sem veifuð var rangstæða á bandaríska liðið. Ekkert löglegt mark var því skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Vítakeppnin: Holland - Bandaríkin 2-4 Vivianne Miedema, víti varið af Alyssu Naeher 0-1 Rose Lavelle, mark 1-1 Dominique Janssen, mark 1-2 Alex Morgan, mark 2-2 Stefanie van der Gragt, mark 2-3 Christen Press, mark Aniek Nouwen, víti varið af Alyssu Naeher 2-4 Megan Rapinoe, mark Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema hefur verið algjörlega óstöðvandi á þessum Ólympíuleikum og hefur skorað tíu mörk í fjórum leikjum. Mörkin hennar verða ekki fleiri og hún klikkaði einmitt á fyrsta víti hollenska í vítakeppninni. Bandaríska liðið mætir Kanada í undanúrslitum keppninnar en í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Ástralía og Svíþjóð.
Vítakeppnin: Holland - Bandaríkin 2-4 Vivianne Miedema, víti varið af Alyssu Naeher 0-1 Rose Lavelle, mark 1-1 Dominique Janssen, mark 1-2 Alex Morgan, mark 2-2 Stefanie van der Gragt, mark 2-3 Christen Press, mark Aniek Nouwen, víti varið af Alyssu Naeher 2-4 Megan Rapinoe, mark
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira