Þröngt á deildinni eins og annars staðar á spítalanum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 29. júlí 2021 15:32 Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Krabbameinsþjónustu Landspítala. Skjáskot/Stöð 2 Blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans við Hringbraut hefur verið lokað tímabundið fyrir innlögnum á meðan allir sjúklingar og starfsfólk deildarinnar bíða eftir niðurstöðum skimunar. Þrír hafa greinst smitaðir á deildinni, einn sjúklingur og tveir starfsmenn. Spurð hvort hún sé bjartsýn á að tekist hafi að koma í veg fyrir að veiran dreifði sér frekar á deildinni og til annarra sjúklinga segir Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður krabbameinsþjónustu Landspítalans: „Við getum náttúrulega ekkert sagt til um það. En já, já, við verðum að vera bjartsýn. Hér hafa allir verið í þessum viðeigandi búnaði, með grímur og hanska og svona á meðan þeir sinna sjúklingum.“ Gæti hafa komið smitaður á deildina Hópurinn sem liggur inni á deildinni er eðlilega afar viðkvæmur: „Krabbameinsveikir eru náttúrulega í áhættuhópi, sérstaklega ef þeir eru á ónæmisbælandi lyfjum,“ segir Vigdís. En er hér annað Landakotssmit í uppsiglingu? Eða hvernig eru aðstæður á deildinni? „Þetta er auðvitað dæmigert Landspítalahúsnæði og auðvitað er þröngt hér á deildinni eins og annars staðar. En eins og ég segi þá hafa allir hér fylgt viðeigandi smitvörnum og starfsfólkið hefur verið í hlífðarbúnaði í öllum samskiptum við sjúklinga.“ Ákveðið var að skima alla sjúklinga deildarinnar fyrir veirunni í morgun og 70 starfsmenn, eða alla þá sem hafa verið í vinnu frá því að smitin komu upp. Niðurstöður úr þeim sýnatökum liggja enn ekki fyrir. Á meðan þeirra er beðið var ákveðið að loka deildinni fyrir innlögnum. „Okkur þykir líklegt að þessi þrjú smit á deildinni séu ótengd,“ segir Vigdís. Spurð hvers vegna segir hún að lítill sem enginn samgangur hafi verið milli starfsmannanna tveggja og sjúklingsins og að tímasetningar smitanna bendi í þá átt. Sjúklingurinn sem greindist í gær var lagður inn á deildina á mánudag og gæti því mjög vel hafa smitast utan deildarinnar áður en hann var lagður inn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Sjá meira
Spurð hvort hún sé bjartsýn á að tekist hafi að koma í veg fyrir að veiran dreifði sér frekar á deildinni og til annarra sjúklinga segir Vigdís Hallgrímsdóttir, forstöðumaður krabbameinsþjónustu Landspítalans: „Við getum náttúrulega ekkert sagt til um það. En já, já, við verðum að vera bjartsýn. Hér hafa allir verið í þessum viðeigandi búnaði, með grímur og hanska og svona á meðan þeir sinna sjúklingum.“ Gæti hafa komið smitaður á deildina Hópurinn sem liggur inni á deildinni er eðlilega afar viðkvæmur: „Krabbameinsveikir eru náttúrulega í áhættuhópi, sérstaklega ef þeir eru á ónæmisbælandi lyfjum,“ segir Vigdís. En er hér annað Landakotssmit í uppsiglingu? Eða hvernig eru aðstæður á deildinni? „Þetta er auðvitað dæmigert Landspítalahúsnæði og auðvitað er þröngt hér á deildinni eins og annars staðar. En eins og ég segi þá hafa allir hér fylgt viðeigandi smitvörnum og starfsfólkið hefur verið í hlífðarbúnaði í öllum samskiptum við sjúklinga.“ Ákveðið var að skima alla sjúklinga deildarinnar fyrir veirunni í morgun og 70 starfsmenn, eða alla þá sem hafa verið í vinnu frá því að smitin komu upp. Niðurstöður úr þeim sýnatökum liggja enn ekki fyrir. Á meðan þeirra er beðið var ákveðið að loka deildinni fyrir innlögnum. „Okkur þykir líklegt að þessi þrjú smit á deildinni séu ótengd,“ segir Vigdís. Spurð hvers vegna segir hún að lítill sem enginn samgangur hafi verið milli starfsmannanna tveggja og sjúklingsins og að tímasetningar smitanna bendi í þá átt. Sjúklingurinn sem greindist í gær var lagður inn á deildina á mánudag og gæti því mjög vel hafa smitast utan deildarinnar áður en hann var lagður inn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Sjá meira