Björgvin Karl fjórði og Katrín Tanja sjötta eftir fyrsta daginn Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 23:45 Björgvin Karl Guðmundsson féll úr öðru sætinu niður í það fjórða en stutt er upp í næstu menn. Mynd af Instagram-síðu hans Björgvin Karl Guðmundsson er fjórði í einstaklingskeppni karla eftir fyrsta keppnisdaginn á heimsleikunum í CrossFit í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir stendur best af íslensku konunum þremur, og er í sjötta sæti. Fjórða og síðasta grein kvöldsins var strembin. Þar byrjuðu keppendur á því að vinna sig upp vegg með fótunum úr armbeygjustöðu, þar til þeir stóðu á höndum upp við vegginn (e. wall walk) áður en þeir lyftu 84 kílógramma stöng upp fyrir haus (e. thrusters). Gera átti hvora æfingu um sig tíu sinnum fyrst, svo níu sinnum, næst átta sinnum og þar fram eftir götunum þar til einni af hvorri var lokið, og þar með fjórðu greininni í heild. Karlarnir fóru að venju fyrst á gólfið og var Björgvin Karl Guðmundsson í öðru sæti fyrir fjórðu greinina með 237 stig, eftir að hafa lenti í sjötta sæti í fyrstu grein og níunda sæti í næstu tveimur á eftir. Hann var 30 stigum á eftir Finnanum Jonne Koski sem var í forystu. Björgvin náði ekki að minnka bilið í Koski á toppnum þar sem sá finnski var fyrri til að klára greinina. Koski var níundi í röðinni á 16:32,51 mínútu en Björgvin var tæpum tuttugu sekúndum lengur að klára á 16:51,86 og var tólfti að klára. Bandaríkjamaðurinn Scott Panchik var langfyrstur í greininni á 13:39,61 mínútu. Rúmri mínútu á eftir honum var landi hans Justin Medeiros á 14:50,28 og þriðji var Kanadamaðurinn Brent Fikowski á 15:05,03. Medeiros og Fikowski fóru með þeim góða árangri upp fyrir Björgvin í stigatöflunni og fer hann niður í fjórða sæti. Koski leiðir með 343 stig, Fikowski er annar með 319 stig, Medeiros er með 310 stig og næstur er Björgin Karl, fjórði með 304 stig. Staðan í karlaflokki eftir fyrsta daginn á heimsleikunum 2021 1. Jonne Koski 343 stig 2. Brent Fikowski 319 stig 3. Justin Medeiros 310 stig 4. Björgvin Karl Guðmundsson 304 stig 5. Patrick Vellner 285 stig 6. Saxon Panchik 283 stig 7. André Houdet 262 stig 8. Lazar Djuric 256 stig 9. Guilherme Malheiros 251 stig 10. Samuel Cournover 250 stig 17 ára best kvennamegin og Katrín Tanja sjöunda til að klára Fjórfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey hafði fagnað sigri í fyrstu þremur greinunum og var því með fullt hús stiga á toppnum kvennamegin fyrir síðustu greinina. Hún gat orðið sú fyrsta í sögu leikanna til að vinna fyrstu fjórar greinarnar á leikunum. Henni tókst ekki að fullkomna daginn með fjórða sigrinum þar sem hin 17 ára gamla Mallory O'Brien kom, sá og sigraði. Hún kláraði greinina á mögnuðum tíma, 13:41,22 mínútum, og varð þar með sú yngsta í sögunni til að vinna grein á leikunum. Toomey var önnur á 14:15,83. Katrín Tanja Davíðsdóttir var fyrst af þeim íslensku. Hún var fimmta í sínum riðli en sjöunda í heildina á 15:04,08. Annie Mist Þórisdóttir var skammt á eftir henni í níunda sæti í greininni á 16:15,51. Þuríður Erla Helgadóttir var fimmta klára greinina í sínum riðli á 17:09,18, sem dugði henni í þrettánda sæti í greininni í heildina. Katrín Tanja Davíðsdóttir stendur best íslensku kvennanna með 283 stig í sjötta sæti. Stutt er upp í næstu konur fyrir ofan í töflunni. Annie Mist er með 243 stig í tólfta sæti og þá Þuríður Erla með 206 stig í 19. sæti. Hin ástralska Tia-Clair Toomey er með algjöra yfirburði í keppni kvenna með 397 stig af 400 mögulegum og er 57 stigum á undan Bandaríkjakonunni Haley Adams sem er önnur. Staðan í kvennaflokki eftir fyrsta daginn á heimsleikunum 2021: 1. Tia-Clair Toomey 397 stig 2. Haley Adams 340 stig 3. Kristin Holte 331 stig 4. Kristi Eramo O'Connell 295 stig 5. Danielle Brandon 286 stig 6. Katrín Tanja Davíðsdóttir 283 stig 7. Amanda Barnhart 280 stig 8. Laura Horváth 277 stig 9. Brooke Wells 274 stig 10. Mallory O'Brien 272 stig 12. Annie Mist Þórisdóttir 243 stig 19. Þuríður Erla Helgadóttir 206 stig CrossFit Tengdar fréttir Björgvin Karl náði sjötta sætinu í mjög krefjandi fyrstu grein á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir náðu bestum árangri íslenska CrossFit fólksins í opnunargrein heimsleikanna í CrossFit sem fóru af stað í dag en framundan eru þrjár greinar í viðbót áður en fyrsti dagurinn er úti. 28. júlí 2021 15:35 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Sjá meira
Fjórða og síðasta grein kvöldsins var strembin. Þar byrjuðu keppendur á því að vinna sig upp vegg með fótunum úr armbeygjustöðu, þar til þeir stóðu á höndum upp við vegginn (e. wall walk) áður en þeir lyftu 84 kílógramma stöng upp fyrir haus (e. thrusters). Gera átti hvora æfingu um sig tíu sinnum fyrst, svo níu sinnum, næst átta sinnum og þar fram eftir götunum þar til einni af hvorri var lokið, og þar með fjórðu greininni í heild. Karlarnir fóru að venju fyrst á gólfið og var Björgvin Karl Guðmundsson í öðru sæti fyrir fjórðu greinina með 237 stig, eftir að hafa lenti í sjötta sæti í fyrstu grein og níunda sæti í næstu tveimur á eftir. Hann var 30 stigum á eftir Finnanum Jonne Koski sem var í forystu. Björgvin náði ekki að minnka bilið í Koski á toppnum þar sem sá finnski var fyrri til að klára greinina. Koski var níundi í röðinni á 16:32,51 mínútu en Björgvin var tæpum tuttugu sekúndum lengur að klára á 16:51,86 og var tólfti að klára. Bandaríkjamaðurinn Scott Panchik var langfyrstur í greininni á 13:39,61 mínútu. Rúmri mínútu á eftir honum var landi hans Justin Medeiros á 14:50,28 og þriðji var Kanadamaðurinn Brent Fikowski á 15:05,03. Medeiros og Fikowski fóru með þeim góða árangri upp fyrir Björgvin í stigatöflunni og fer hann niður í fjórða sæti. Koski leiðir með 343 stig, Fikowski er annar með 319 stig, Medeiros er með 310 stig og næstur er Björgin Karl, fjórði með 304 stig. Staðan í karlaflokki eftir fyrsta daginn á heimsleikunum 2021 1. Jonne Koski 343 stig 2. Brent Fikowski 319 stig 3. Justin Medeiros 310 stig 4. Björgvin Karl Guðmundsson 304 stig 5. Patrick Vellner 285 stig 6. Saxon Panchik 283 stig 7. André Houdet 262 stig 8. Lazar Djuric 256 stig 9. Guilherme Malheiros 251 stig 10. Samuel Cournover 250 stig 17 ára best kvennamegin og Katrín Tanja sjöunda til að klára Fjórfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey hafði fagnað sigri í fyrstu þremur greinunum og var því með fullt hús stiga á toppnum kvennamegin fyrir síðustu greinina. Hún gat orðið sú fyrsta í sögu leikanna til að vinna fyrstu fjórar greinarnar á leikunum. Henni tókst ekki að fullkomna daginn með fjórða sigrinum þar sem hin 17 ára gamla Mallory O'Brien kom, sá og sigraði. Hún kláraði greinina á mögnuðum tíma, 13:41,22 mínútum, og varð þar með sú yngsta í sögunni til að vinna grein á leikunum. Toomey var önnur á 14:15,83. Katrín Tanja Davíðsdóttir var fyrst af þeim íslensku. Hún var fimmta í sínum riðli en sjöunda í heildina á 15:04,08. Annie Mist Þórisdóttir var skammt á eftir henni í níunda sæti í greininni á 16:15,51. Þuríður Erla Helgadóttir var fimmta klára greinina í sínum riðli á 17:09,18, sem dugði henni í þrettánda sæti í greininni í heildina. Katrín Tanja Davíðsdóttir stendur best íslensku kvennanna með 283 stig í sjötta sæti. Stutt er upp í næstu konur fyrir ofan í töflunni. Annie Mist er með 243 stig í tólfta sæti og þá Þuríður Erla með 206 stig í 19. sæti. Hin ástralska Tia-Clair Toomey er með algjöra yfirburði í keppni kvenna með 397 stig af 400 mögulegum og er 57 stigum á undan Bandaríkjakonunni Haley Adams sem er önnur. Staðan í kvennaflokki eftir fyrsta daginn á heimsleikunum 2021: 1. Tia-Clair Toomey 397 stig 2. Haley Adams 340 stig 3. Kristin Holte 331 stig 4. Kristi Eramo O'Connell 295 stig 5. Danielle Brandon 286 stig 6. Katrín Tanja Davíðsdóttir 283 stig 7. Amanda Barnhart 280 stig 8. Laura Horváth 277 stig 9. Brooke Wells 274 stig 10. Mallory O'Brien 272 stig 12. Annie Mist Þórisdóttir 243 stig 19. Þuríður Erla Helgadóttir 206 stig
Staðan í karlaflokki eftir fyrsta daginn á heimsleikunum 2021 1. Jonne Koski 343 stig 2. Brent Fikowski 319 stig 3. Justin Medeiros 310 stig 4. Björgvin Karl Guðmundsson 304 stig 5. Patrick Vellner 285 stig 6. Saxon Panchik 283 stig 7. André Houdet 262 stig 8. Lazar Djuric 256 stig 9. Guilherme Malheiros 251 stig 10. Samuel Cournover 250 stig
Staðan í kvennaflokki eftir fyrsta daginn á heimsleikunum 2021: 1. Tia-Clair Toomey 397 stig 2. Haley Adams 340 stig 3. Kristin Holte 331 stig 4. Kristi Eramo O'Connell 295 stig 5. Danielle Brandon 286 stig 6. Katrín Tanja Davíðsdóttir 283 stig 7. Amanda Barnhart 280 stig 8. Laura Horváth 277 stig 9. Brooke Wells 274 stig 10. Mallory O'Brien 272 stig 12. Annie Mist Þórisdóttir 243 stig 19. Þuríður Erla Helgadóttir 206 stig
CrossFit Tengdar fréttir Björgvin Karl náði sjötta sætinu í mjög krefjandi fyrstu grein á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir náðu bestum árangri íslenska CrossFit fólksins í opnunargrein heimsleikanna í CrossFit sem fóru af stað í dag en framundan eru þrjár greinar í viðbót áður en fyrsti dagurinn er úti. 28. júlí 2021 15:35 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Ná gestirnir þriðja sigrinum í röð? Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Sjá meira
Björgvin Karl náði sjötta sætinu í mjög krefjandi fyrstu grein á heimsleikunum Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir náðu bestum árangri íslenska CrossFit fólksins í opnunargrein heimsleikanna í CrossFit sem fóru af stað í dag en framundan eru þrjár greinar í viðbót áður en fyrsti dagurinn er úti. 28. júlí 2021 15:35