Bið, end(ómetríósu)alaus bið Heiða Ingimarsdóttir skrifar 28. júlí 2021 13:31 Stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn. Er þetta eitthvað sem við getum verið sammála um að sé ákjósanlegt og í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt? Þeir sem þjást af endómetríósu þurfa að berjast við langa biðlista, takmarkað val og skerta þjónustu. Sem í sjálfu sér er algjörlega galið. Þegar þetta er síðan sett í samhengi við það að endómetríósa er sjúkdómur sem 1 af hverjum 10 konum fá þá verður þetta enn óskiljanlegra. Ég sit á spítala í Rúmeníu þar sem systir mín er í aðgerð. Hún er í aðgerð í þessum töluðu orðum. Hún er í aðgerð sem hún gat ekki fengið heima því þar vantar sérþekkingu. Þar var henni sagt af lækni að ef hún hefði ekkert leg þá hefði hún enga endómetríósu. Þetta er ekki rétt, hún er undirlögð af endómetríósu. Hún er því hjá sérfræðingi hér í Rúmenínu, sem sérhæfir sig í endómetríósu einmitt á því svæði sem hún er með hana. Íslendingar eru ekki svo margir og því skiljanlegt að við getum ekki verið með bestu og færustu sérfræðingana í öllu. Það er þó illu verra ef þeir læknar sem við höfum eru ekki tilbúnir að senda fólkið okkar til þeirra sem hafa sérþekkinguna. Með því að segja henni að hún gæti ekki verði með endómetríósu stóð hann í vegi fyrir því að hún kæmist að hjá endómetríósuteymi Landspítalans. Þar sem læknirinn á Íslandi vildi ekki viðurkenna þörfina á aðgerð þá má hún síðan punga út fyrir þessari aðgerðinni alveg sjálf. Ferðakostnaði, aðgerðinni sjálfri og spítaladvölinni. Sjúkratryggingar eru stikkfríar. Með því að greina ekki systur mína bauð læknirinn henni í raun og veru upp á áframhaldandi verkjaköst þar sem hún er svo kvalin að hún liggur í fósturstellingu með hitapoka upp í rúmi um það bil 8 daga í mánuði, hann bauð henni áframhaldandi skerta starfsgetu þrátt fyrir vilja til að vinna og nýta alla þá menntun sem hún hefur á bakinu og hann bauð henni upp á takmarkaða orku fyrir börnin sem hún elskar svo ósköp mikið. Hann bauð henni upp á óbreytt ástand. Hún er heppin, hún hefur val. Hún hefur stuðningsnet sem getur hjálpað henni í gegnum þetta fjárhagslega. Það hafa það því miður ekki allir og því er mikilvægt að við höfum kerfi sem grípur inn í og styður þá sem þurfa slíka þjónustu. Kerfi sem miðar að því að hjálpa fólki að ná heilsu, hjálpar þeim sem hægt er að komast af örorkubótum og hjálpar fólki að sækja þjónustu þangað sem hana er að fá. Þær konur sem þjást af endómetríósu sem hægt er að vinna með á Íslandi sækja síðan til teymis á landsspítalanum sem kallast Endóteymið. Þetta teymi samanstendur af 7 sérfræðingum, af þeim eru 2 – 3 læknar. Setjum þessar tölur aðeins í samhengi. Ef 1 af hverjum 10 konum er með endómetríósu þá gerir það 17975 konur á Íslandi. Það þýðir að meðaltali 8987 endókona á lækni miðað við að læknarnir í teyminu séu tveir eins og raunin er núna. Fjöldi kvenna með endómetríósu er nálægt íbúatölu Garðabæjar en m.v. tölur Hagstofu Íslands þá eru þeir 17693. Á heilsugæslustöðinni í Garðabæ starfa 11 læknar. Það þýðir að meðaltali 1608 sjúklingar á lækni í Garðabæ. Flestir af læknunum í Garðabæ eru heimilislæknar og því hægt að fara á aðrar heilsugæslustöðvar ef allt er fullt hjá þeim. Læknarnir í endóteyminu eru sérhæfðustu læknar Íslands í málefnum kvenna með endómetríósu. Því mega konur bíða frá 12 – 18 mánuði eftir því að fá fyrsta viðtal við teymið. Ferlið sem tekur síðan við er einnig langt og oft vantar næga þekkingu til þess að þessar konur fái bót sinna meina. Því segi ég enn og aftur stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn er það of mikið þegar kemur að heilsu og lífi fólks? Höfundur er kynningarstýra Samtaka um endómetríósu og systir einnar af hverjum tíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvenheilsa Heilbrigðismál Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn. Er þetta eitthvað sem við getum verið sammála um að sé ákjósanlegt og í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt? Þeir sem þjást af endómetríósu þurfa að berjast við langa biðlista, takmarkað val og skerta þjónustu. Sem í sjálfu sér er algjörlega galið. Þegar þetta er síðan sett í samhengi við það að endómetríósa er sjúkdómur sem 1 af hverjum 10 konum fá þá verður þetta enn óskiljanlegra. Ég sit á spítala í Rúmeníu þar sem systir mín er í aðgerð. Hún er í aðgerð í þessum töluðu orðum. Hún er í aðgerð sem hún gat ekki fengið heima því þar vantar sérþekkingu. Þar var henni sagt af lækni að ef hún hefði ekkert leg þá hefði hún enga endómetríósu. Þetta er ekki rétt, hún er undirlögð af endómetríósu. Hún er því hjá sérfræðingi hér í Rúmenínu, sem sérhæfir sig í endómetríósu einmitt á því svæði sem hún er með hana. Íslendingar eru ekki svo margir og því skiljanlegt að við getum ekki verið með bestu og færustu sérfræðingana í öllu. Það er þó illu verra ef þeir læknar sem við höfum eru ekki tilbúnir að senda fólkið okkar til þeirra sem hafa sérþekkinguna. Með því að segja henni að hún gæti ekki verði með endómetríósu stóð hann í vegi fyrir því að hún kæmist að hjá endómetríósuteymi Landspítalans. Þar sem læknirinn á Íslandi vildi ekki viðurkenna þörfina á aðgerð þá má hún síðan punga út fyrir þessari aðgerðinni alveg sjálf. Ferðakostnaði, aðgerðinni sjálfri og spítaladvölinni. Sjúkratryggingar eru stikkfríar. Með því að greina ekki systur mína bauð læknirinn henni í raun og veru upp á áframhaldandi verkjaköst þar sem hún er svo kvalin að hún liggur í fósturstellingu með hitapoka upp í rúmi um það bil 8 daga í mánuði, hann bauð henni áframhaldandi skerta starfsgetu þrátt fyrir vilja til að vinna og nýta alla þá menntun sem hún hefur á bakinu og hann bauð henni upp á takmarkaða orku fyrir börnin sem hún elskar svo ósköp mikið. Hann bauð henni upp á óbreytt ástand. Hún er heppin, hún hefur val. Hún hefur stuðningsnet sem getur hjálpað henni í gegnum þetta fjárhagslega. Það hafa það því miður ekki allir og því er mikilvægt að við höfum kerfi sem grípur inn í og styður þá sem þurfa slíka þjónustu. Kerfi sem miðar að því að hjálpa fólki að ná heilsu, hjálpar þeim sem hægt er að komast af örorkubótum og hjálpar fólki að sækja þjónustu þangað sem hana er að fá. Þær konur sem þjást af endómetríósu sem hægt er að vinna með á Íslandi sækja síðan til teymis á landsspítalanum sem kallast Endóteymið. Þetta teymi samanstendur af 7 sérfræðingum, af þeim eru 2 – 3 læknar. Setjum þessar tölur aðeins í samhengi. Ef 1 af hverjum 10 konum er með endómetríósu þá gerir það 17975 konur á Íslandi. Það þýðir að meðaltali 8987 endókona á lækni miðað við að læknarnir í teyminu séu tveir eins og raunin er núna. Fjöldi kvenna með endómetríósu er nálægt íbúatölu Garðabæjar en m.v. tölur Hagstofu Íslands þá eru þeir 17693. Á heilsugæslustöðinni í Garðabæ starfa 11 læknar. Það þýðir að meðaltali 1608 sjúklingar á lækni í Garðabæ. Flestir af læknunum í Garðabæ eru heimilislæknar og því hægt að fara á aðrar heilsugæslustöðvar ef allt er fullt hjá þeim. Læknarnir í endóteyminu eru sérhæfðustu læknar Íslands í málefnum kvenna með endómetríósu. Því mega konur bíða frá 12 – 18 mánuði eftir því að fá fyrsta viðtal við teymið. Ferlið sem tekur síðan við er einnig langt og oft vantar næga þekkingu til þess að þessar konur fái bót sinna meina. Því segi ég enn og aftur stytting biðlista, val einstaklingsins og besta mögulega þjónustuna fyrir hvern og einn er það of mikið þegar kemur að heilsu og lífi fólks? Höfundur er kynningarstýra Samtaka um endómetríósu og systir einnar af hverjum tíu.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar