„Nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2021 11:50 Gylfi Þór Þorsteinsson er umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Vísir/Einar Undanfarið hefur fólki í sóttkví og einangrun hjá farsóttarhúsum fjölgað mikið. Forstöðumaður húsanna segir óbólusetta ferðamenn farna að valda vandræðum, og gott væri ef þeir gætu haldið til annars staðar, þar sem lausum einangrunarplássum fari fljótt fækkandi. Yfir 200 manns eru nú í einangrun í farsóttarhúsi og hátt í 50 í sóttkví. Þá eru 150 ferðamenn í skimunarsóttkví, en það eru óbólusettir ferðamenn sem farið hafa í skimun á landamærum og þurfa að sæta nokkurra daga sóttkví áður en þeir geta farið ferða sinna um landið. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, segir þann hóp gera starfið erfiðara en ella.„Það er svona sá hópur sem er svolítið að gera okkur erfitt fyrir, vegna þess að við erum að verða plásslaus fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Þannig að nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur, til þess að losa um plássið.“ Gylfi Þór segir hvaða hótel geta tekið við umræddum gestum, að uppfylltum nokkrum skilyrðum frá ferðamálastofu. Margir ferðamenn kjósi hins vegar dvöl á farsóttarhúsi til að losna við að borga fyrir hóteldvöl. „Nú er alveg spurning hvort að ríkisstjórnin taki sig ekki til og leggi það úrræði bara niður, þannig að við getum einbeitt okkur að þeim sem þurfa að vera í sóttkví eða einangrun.“ Gengur hægt en gengur þó Gylfi Þór segir að erfiðlega hafi gengið að manna í störf á farsóttarhúsunum. Starfið gangi, en mikið álag sé á starfsfólki. „Við erum að reyna að bæta við fólki eins hratt og við mögulega getum. Það er kannski ekki auðvelt heldur, að finna fólk á miðju sumri. Fólk er í sumarleyfum sínum og aðrir líta svo á að það sé stutt í að þeir byrji í skóla, þannig að það taki þessu ekki. Það gengur hægar en við vorum að vona, en gengur þó,“ segir Gylfi Þór. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12 Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Yfir 200 manns eru nú í einangrun í farsóttarhúsi og hátt í 50 í sóttkví. Þá eru 150 ferðamenn í skimunarsóttkví, en það eru óbólusettir ferðamenn sem farið hafa í skimun á landamærum og þurfa að sæta nokkurra daga sóttkví áður en þeir geta farið ferða sinna um landið. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, segir þann hóp gera starfið erfiðara en ella.„Það er svona sá hópur sem er svolítið að gera okkur erfitt fyrir, vegna þess að við erum að verða plásslaus fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Þannig að nú væri gott ef þessir ferðamenn gætu verið annarsstaðar en hjá okkur, til þess að losa um plássið.“ Gylfi Þór segir hvaða hótel geta tekið við umræddum gestum, að uppfylltum nokkrum skilyrðum frá ferðamálastofu. Margir ferðamenn kjósi hins vegar dvöl á farsóttarhúsi til að losna við að borga fyrir hóteldvöl. „Nú er alveg spurning hvort að ríkisstjórnin taki sig ekki til og leggi það úrræði bara niður, þannig að við getum einbeitt okkur að þeim sem þurfa að vera í sóttkví eða einangrun.“ Gengur hægt en gengur þó Gylfi Þór segir að erfiðlega hafi gengið að manna í störf á farsóttarhúsunum. Starfið gangi, en mikið álag sé á starfsfólki. „Við erum að reyna að bæta við fólki eins hratt og við mögulega getum. Það er kannski ekki auðvelt heldur, að finna fólk á miðju sumri. Fólk er í sumarleyfum sínum og aðrir líta svo á að það sé stutt í að þeir byrji í skóla, þannig að það taki þessu ekki. Það gengur hægar en við vorum að vona, en gengur þó,“ segir Gylfi Þór.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12 Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Enginn kemst um borð hjá Play án neikvæðs Covid-19 prófs Frá og með fimmtudeginum 29. júlí mun Play ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki geta framvísað vottorði um neikvætt Covid-19 próf við innritun. 28. júlí 2021 11:12
Ekki búið að ljúka greiningu sýna: Minnst 115 greindust innanlands í gær Í gær greindust minnst 115 einstaklingar innanlands með Covid-19. Af þeim voru 24 óbólusettir og tveir hálfbólusettir. 89 voru utan sóttkvíar við greiningu. 28. júlí 2021 10:44
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent