Anníe Mist vonast til að verða stoltari af þessum heimsleikum en þegar hún varð heimsmeistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2021 09:00 Vinkonurnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hittust á ný þegar þær skráðu sig til leiks. Þær keppa síðan við hvora aðra frá og með deginum í dag. Instagram/@anniethorisdottir Það er komið að því. Anníe Mist Þórisdóttir hefur í dag keppni á heimsleikunum í CrossFit innan við einu ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Anníe Mist kom til baka og tryggði sér sæti á heimsleikunum og verður nú með í ellefta sinn á leikunum á síðustu þrettán árum. Það er þegar orðið mikið afrek hjá henni að vinna sér þátttökurétt meðal hraustustu CrossFit kvenna heims þar sem aðeins fjörutíu komust alla leið á leikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sagði aðeins frá hugarástandi sínu kvöldið fyrir keppnina en fyrsta greinin fer fram í vatninu við Madison borg í dag eitthvað sem var mjög erfitt fyrir Anníe að undirbúa sig fyrir í kuldanum á Íslandi. „Síðustu tólf mánuðir hafa reynt meira á mig en nokkuð annað tímabil í mínu lífi. Á sama tíma hafa þetta einnig verið, án nokkurs vafa, tólf bestu mánuðirnir í mínu lífi,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína. „Ég er að byrja mína ellefu heimsleika á þrettán tímabilum. Ég missti af leikunum 2013 vegna meiðsla og af leikunum 2020 af því að ég var ófrísk. Ég vona það að í lok þessarar helgar þá muni 2014 (silfur) og 2021 (?) standa upp úr sem þau ár sem ég er stoltust af,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) Anníe nefnir þar hvorki árið 2011 né árið 2012 þegar hún varð heimsmeistari heldur árið 2014 þegar hún kom til baka eftir mjög erfið bakmeiðsli og náði öðru sætinu á heimsleikunum. „Það er auðvelt að brosa þegar leiðin er greið en sigrarnir sem skila manni mestu eru þeir þar sem þú þarft að berjast fyrir öllu þínu,“ skrifaði Anníe. „Ég er að gera þetta fyrir Freyju og mig sjálfa. Ég ætla mér að sanna það að þú getir allt sem þú ætlar þér. Leggja á þig vinnuna og vera stolt af þér og þínu. 3…2…1… og af stað. Gerum þetta,“ skrifaði Anníe Mist. CrossFit Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Anníe Mist kom til baka og tryggði sér sæti á heimsleikunum og verður nú með í ellefta sinn á leikunum á síðustu þrettán árum. Það er þegar orðið mikið afrek hjá henni að vinna sér þátttökurétt meðal hraustustu CrossFit kvenna heims þar sem aðeins fjörutíu komust alla leið á leikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Anníe Mist sagði aðeins frá hugarástandi sínu kvöldið fyrir keppnina en fyrsta greinin fer fram í vatninu við Madison borg í dag eitthvað sem var mjög erfitt fyrir Anníe að undirbúa sig fyrir í kuldanum á Íslandi. „Síðustu tólf mánuðir hafa reynt meira á mig en nokkuð annað tímabil í mínu lífi. Á sama tíma hafa þetta einnig verið, án nokkurs vafa, tólf bestu mánuðirnir í mínu lífi,“ skrifaði Anníe Mist á Instagram síðu sína. „Ég er að byrja mína ellefu heimsleika á þrettán tímabilum. Ég missti af leikunum 2013 vegna meiðsla og af leikunum 2020 af því að ég var ófrísk. Ég vona það að í lok þessarar helgar þá muni 2014 (silfur) og 2021 (?) standa upp úr sem þau ár sem ég er stoltust af,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Dottir (@dottiraudio) Anníe nefnir þar hvorki árið 2011 né árið 2012 þegar hún varð heimsmeistari heldur árið 2014 þegar hún kom til baka eftir mjög erfið bakmeiðsli og náði öðru sætinu á heimsleikunum. „Það er auðvelt að brosa þegar leiðin er greið en sigrarnir sem skila manni mestu eru þeir þar sem þú þarft að berjast fyrir öllu þínu,“ skrifaði Anníe. „Ég er að gera þetta fyrir Freyju og mig sjálfa. Ég ætla mér að sanna það að þú getir allt sem þú ætlar þér. Leggja á þig vinnuna og vera stolt af þér og þínu. 3…2…1… og af stað. Gerum þetta,“ skrifaði Anníe Mist.
CrossFit Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti