Voru ekki send strax í sóttkví þrátt fyrir fjölda smitaðra um borð Eiður Þór Árnason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 27. júlí 2021 18:00 Hópur stúdenta frá Flensborgarskólanum greindist með Covid-19 eftir heimkomu frá Krít. Samsett Mistök leiddu til þess að hluti farþega um borð í flugi frá Krít var ekki sendur strax í sóttkví þegar fjöldi útskriftarnema frá Flensborgarskólanum greindist með Covid-19. Yfir 30 stúdentar hafa greinst eftir heimkomuna úr útskriftarferðinni á föstudag. Hópurinn flaug til landsins á vegum Heimsferða og deildi leiguvél með öðrum farþegum ferðaskrifstofunnar og Úrval Útsýns. Heimsferðir upplýstu farþega sína um það á laugardag að þeir þyrftu að fara í sóttkví vegna smitanna. Á svipuðum tíma voru um tuttugu farþegar Úrval Útsýns einungis hvattir til að fara í sýnatöku. Það var loks seint á sunnudagskvöld sem réttum skilaboðum var komið áleiðis til þeirra. Ekki upplýst um hina farþeganna Samkvæmt heimildum fréttastofu var rakningateymið ekki upplýst um það strax í upphafi að farþegar frá Úrval Útsýn hafi verið um borð í umræddri vél. Leiddi þetta misræmi til mikillar óvissu meðal viðskiptavina ferðaskrifstofunnar. Tveir farþegar sem Vísir ræddi við fóru í sjálfskipaða sóttkví eftir að þeir fréttu að sessunautur þeirra hafi greinst með Covid-19. Þeir fengu loks tilkynningu frá Úrval Útsýn á ellefta tímanum á sunnudagskvöld um að þeim bæri að fara í sóttkví. Áttu ekki eftir að fá símtal Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir um að ræða misskilning sem búið sé að leiðrétta en ekki stóð til að rakningateymið myndi hringja í umrædda farþega. Samkvæmt núgildandi verklagi teymisins er það látið duga við slíkar aðstæður að koma boðum um sóttkví áfram í gegnum ferðaskrifstofu eða flugfélag. Hjördís telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því að töfin auki hættuna á því að stærsta hópsmit þessarar bylgju nái frekari útbreiðslu. „Við höfum ekki beint áhyggjur af því en auðvitað hefði verði gott ef allir hefðu fengið sömu skilaboð strax.” Umfang smitrakningar að aukast Hjördís segir gríðarlegt vera á rakningateyminu þessa daganna en fjölgun innanlandssmita náði hámarki í gær þegar 123 smit greindust. Hafa aldrei fleiri greinst hérlendis á einum degi frá því að faraldurinn braust út. Almannavarnir vonast til að nýlegar samkomutakmarkanir komi til með að einfalda smitrakningu. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýns, hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins. Ekki hefur náðst í Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóra Heimsferða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðalög Tengdar fréttir Minnst 30 nemendur Flensborgar með Covid-19 eftir útskriftarferð Síðustu daga hafa 30 útskriftarnemendur Flensborgarskólans greinst með Covid-19 eftir heimkomu þeirra úr 80 manna útskriftarferð á Krít. Allir nemendurnir eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun en hópurinn kom til landsins á föstudagskvöld. 25. júlí 2021 17:41 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Yfir 30 stúdentar hafa greinst eftir heimkomuna úr útskriftarferðinni á föstudag. Hópurinn flaug til landsins á vegum Heimsferða og deildi leiguvél með öðrum farþegum ferðaskrifstofunnar og Úrval Útsýns. Heimsferðir upplýstu farþega sína um það á laugardag að þeir þyrftu að fara í sóttkví vegna smitanna. Á svipuðum tíma voru um tuttugu farþegar Úrval Útsýns einungis hvattir til að fara í sýnatöku. Það var loks seint á sunnudagskvöld sem réttum skilaboðum var komið áleiðis til þeirra. Ekki upplýst um hina farþeganna Samkvæmt heimildum fréttastofu var rakningateymið ekki upplýst um það strax í upphafi að farþegar frá Úrval Útsýn hafi verið um borð í umræddri vél. Leiddi þetta misræmi til mikillar óvissu meðal viðskiptavina ferðaskrifstofunnar. Tveir farþegar sem Vísir ræddi við fóru í sjálfskipaða sóttkví eftir að þeir fréttu að sessunautur þeirra hafi greinst með Covid-19. Þeir fengu loks tilkynningu frá Úrval Útsýn á ellefta tímanum á sunnudagskvöld um að þeim bæri að fara í sóttkví. Áttu ekki eftir að fá símtal Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir um að ræða misskilning sem búið sé að leiðrétta en ekki stóð til að rakningateymið myndi hringja í umrædda farþega. Samkvæmt núgildandi verklagi teymisins er það látið duga við slíkar aðstæður að koma boðum um sóttkví áfram í gegnum ferðaskrifstofu eða flugfélag. Hjördís telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því að töfin auki hættuna á því að stærsta hópsmit þessarar bylgju nái frekari útbreiðslu. „Við höfum ekki beint áhyggjur af því en auðvitað hefði verði gott ef allir hefðu fengið sömu skilaboð strax.” Umfang smitrakningar að aukast Hjördís segir gríðarlegt vera á rakningateyminu þessa daganna en fjölgun innanlandssmita náði hámarki í gær þegar 123 smit greindust. Hafa aldrei fleiri greinst hérlendis á einum degi frá því að faraldurinn braust út. Almannavarnir vonast til að nýlegar samkomutakmarkanir komi til með að einfalda smitrakningu. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýns, hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins. Ekki hefur náðst í Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóra Heimsferða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Ferðalög Tengdar fréttir Minnst 30 nemendur Flensborgar með Covid-19 eftir útskriftarferð Síðustu daga hafa 30 útskriftarnemendur Flensborgarskólans greinst með Covid-19 eftir heimkomu þeirra úr 80 manna útskriftarferð á Krít. Allir nemendurnir eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun en hópurinn kom til landsins á föstudagskvöld. 25. júlí 2021 17:41 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Minnst 30 nemendur Flensborgar með Covid-19 eftir útskriftarferð Síðustu daga hafa 30 útskriftarnemendur Flensborgarskólans greinst með Covid-19 eftir heimkomu þeirra úr 80 manna útskriftarferð á Krít. Allir nemendurnir eru nú ýmist í sóttkví eða einangrun en hópurinn kom til landsins á föstudagskvöld. 25. júlí 2021 17:41