„Við megum ekki beita þeim aðferðum sem endanlega koma okkur öllum í gröfina“ Árni Sæberg skrifar 27. júlí 2021 07:24 Kári Stefánsson segir næstu viku skipta sköpum í baráttunni við Covid-19. Vísir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir munu koma í ljós á næstu viku hver næstu skref í baráttunni gegn Covid-19 þurfi að vera. „Ég held að næsta vika eða svo komi til með að vera mjög þrungin af upplýsingum fyrir okkur. Vegna þess að ansi margir af þeim sem hafa smitast hafa verið bólusettir og við vitum raunverulega ekki hversu stór hundraðshluti af þeim verður raunverulega lasinn,“ segir Kári í viðtali við Fréttablaðið í gær. Kári segir að ef hluti smitaðra sem veikjast alvarlega komi til með að verða lítill muni þurfa að breyta nálgun okkar á tilraunir til að lifa með veirunni. Hann vill þá frekar vernda elliheimilin og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma en að beita samskonar sóttvarnaraðgerðum og gert hefur verið hingað til. „Það er ómögulegt að segja hversu lengi við þurfum að standa í þessu og við megum ekki beita þeim aðferðum sem endanlega koma okkur öllum í gröfina. Við verðum að geta haldið áfram að lifa í þessu landi,“ segir Kári. Fjöldi smitaðra síðustu daga gæti verið toppurinn á ísjakanum „Við höfum verið að skima í dag aðallega einkennaskimun sem þýðir að þeir sem eru einkennalausir eru mjög ólíklegir til að koma í skimun. Þannig að veiran gæti verið miklu útbreiddari í samfélaginu en þessar tölur gefa til kynna. Það voru 88 smit í dag sem greinast á einkennum, það gæti verið toppurinn á ísjakanum. Það gætu verið tíu sinnum fleiri sýktir úti í samfélaginu, einkennalausir,“ segir Kári. Kári segir stöðuna sem nú er uppi vera mjög spennandi og að við verðum að halda niðri í okkur andanum og endurmeta síðan nálgun okkar á faraldurinn. „Ef að spítalinn fyllist ekki og menn eru tiltölulega lítið lasnir þá er þetta eitthvað sem við verðum að læra búa við,“ bætir hann við. Aðspurður af blaðamanni Fréttablaðsins segir Kári það ekki vera sitt að segja til um hversu hátt hlutfall smitaðra sem þurfi að leggjast inn á spítala væri ásættanlegt. „Það get ég ekki sagt. Við þurfum bara að kíkja á og meta það. Númer eitt er bara fjöldi þeirra sem leggjast inn á spítala. Númer tvö er viðbrögð heilbrigðisstarfsmanna við þessum innlögnum og hvernig þeir ráða við þetta. Í þriðja lagi er það viðbrögð samfélagsins. Hvernig bregst samfélagið við þessu?“ Markmið bólusetninga sé ekki einungis að koma í veg fyrir smit „Þegar menn réðust í það að búa til bóluefni gegn þessari veiru þá var ljóst að markmiðið væri að gera annað af tvennu eða hvort tveggja. Sem er að búa til að bóluefni sem kæmi í veg fyrir að menn smituðust, bóluefni sem kæmi í veg fyrir að menn sýktust eða hvort tveggja,“ segir Kári. „Ef að menn eru ósáttir með hversu lítil þessi bóluefni komi í veg fyrir smit en kemur bara í veg fyrir að þeir sem smitast verði sjúkir. Þá væri ekki út í hött að búa til sérstök slímhimnumótefni eins og nefsprey og svo framvegis,“ bætir hann við. Allt tal um svikin loforð ríkisstjórnarinnar sé kjaftæði „Staðreyndin er sú, í sóttvörnum að þessari gerð, er að þú breytir þinni stefnu frá degi til dags. Þú bregst við gögnum. Ríkisstjórnin er að haga sér af fullri ábyrgð með því að bregðast við breyttum aðstæðum,“ segir Kári og bætir við að það sé bara kjaftæði að tala um að ríkisstjórnin hafi gengið á bak orða sinna með því að herða sóttvarnaraðgerðir á ný. Kári vill að öllum þeim sem hafa fengið bóluefni Janssen verði gefinn annar skammtur um leið og sumarleyfi starfsmanna heilsugæslunnar er lokið. Þá vill hann að eldra fólk og þau sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma fái þriðja skammt bóluefnis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Ég held að næsta vika eða svo komi til með að vera mjög þrungin af upplýsingum fyrir okkur. Vegna þess að ansi margir af þeim sem hafa smitast hafa verið bólusettir og við vitum raunverulega ekki hversu stór hundraðshluti af þeim verður raunverulega lasinn,“ segir Kári í viðtali við Fréttablaðið í gær. Kári segir að ef hluti smitaðra sem veikjast alvarlega komi til með að verða lítill muni þurfa að breyta nálgun okkar á tilraunir til að lifa með veirunni. Hann vill þá frekar vernda elliheimilin og þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma en að beita samskonar sóttvarnaraðgerðum og gert hefur verið hingað til. „Það er ómögulegt að segja hversu lengi við þurfum að standa í þessu og við megum ekki beita þeim aðferðum sem endanlega koma okkur öllum í gröfina. Við verðum að geta haldið áfram að lifa í þessu landi,“ segir Kári. Fjöldi smitaðra síðustu daga gæti verið toppurinn á ísjakanum „Við höfum verið að skima í dag aðallega einkennaskimun sem þýðir að þeir sem eru einkennalausir eru mjög ólíklegir til að koma í skimun. Þannig að veiran gæti verið miklu útbreiddari í samfélaginu en þessar tölur gefa til kynna. Það voru 88 smit í dag sem greinast á einkennum, það gæti verið toppurinn á ísjakanum. Það gætu verið tíu sinnum fleiri sýktir úti í samfélaginu, einkennalausir,“ segir Kári. Kári segir stöðuna sem nú er uppi vera mjög spennandi og að við verðum að halda niðri í okkur andanum og endurmeta síðan nálgun okkar á faraldurinn. „Ef að spítalinn fyllist ekki og menn eru tiltölulega lítið lasnir þá er þetta eitthvað sem við verðum að læra búa við,“ bætir hann við. Aðspurður af blaðamanni Fréttablaðsins segir Kári það ekki vera sitt að segja til um hversu hátt hlutfall smitaðra sem þurfi að leggjast inn á spítala væri ásættanlegt. „Það get ég ekki sagt. Við þurfum bara að kíkja á og meta það. Númer eitt er bara fjöldi þeirra sem leggjast inn á spítala. Númer tvö er viðbrögð heilbrigðisstarfsmanna við þessum innlögnum og hvernig þeir ráða við þetta. Í þriðja lagi er það viðbrögð samfélagsins. Hvernig bregst samfélagið við þessu?“ Markmið bólusetninga sé ekki einungis að koma í veg fyrir smit „Þegar menn réðust í það að búa til bóluefni gegn þessari veiru þá var ljóst að markmiðið væri að gera annað af tvennu eða hvort tveggja. Sem er að búa til að bóluefni sem kæmi í veg fyrir að menn smituðust, bóluefni sem kæmi í veg fyrir að menn sýktust eða hvort tveggja,“ segir Kári. „Ef að menn eru ósáttir með hversu lítil þessi bóluefni komi í veg fyrir smit en kemur bara í veg fyrir að þeir sem smitast verði sjúkir. Þá væri ekki út í hött að búa til sérstök slímhimnumótefni eins og nefsprey og svo framvegis,“ bætir hann við. Allt tal um svikin loforð ríkisstjórnarinnar sé kjaftæði „Staðreyndin er sú, í sóttvörnum að þessari gerð, er að þú breytir þinni stefnu frá degi til dags. Þú bregst við gögnum. Ríkisstjórnin er að haga sér af fullri ábyrgð með því að bregðast við breyttum aðstæðum,“ segir Kári og bætir við að það sé bara kjaftæði að tala um að ríkisstjórnin hafi gengið á bak orða sinna með því að herða sóttvarnaraðgerðir á ný. Kári vill að öllum þeim sem hafa fengið bóluefni Janssen verði gefinn annar skammtur um leið og sumarleyfi starfsmanna heilsugæslunnar er lokið. Þá vill hann að eldra fólk og þau sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma fái þriðja skammt bóluefnis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent