Mömmurnar Anníe Mist og Kara báðar barnlausar á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir hefur eytt síðustu dögum í Bandaríkjunum til að venjast aðstæðum. Instagram/@anniethorisdottir Tvær af reyndustu keppendunum á heimsleikunum í CrossFit eru að kynnast nýrri tilfinningu í Madison í ár þar sem heimsmeistaramótið hefst á miðvikudaginn kemur. CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir frá Íslandi og Kara Saunders frá Ástralíu eru sterkari fyrirmyndir fyrir íþróttamömmur alls staðar í heiminum enda báðar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit sem hefjast í vikunni. Anníe Mist keppir á heimsleikunum innan við ári að hún eignaðist Freyju Mist og Kara er að keppa á sínum öðrum heimsleikunum eftir að hún eignaðist Scottie fyrir rúmum tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Báðar er þær aftur á móti að keppa í fyrsta sinn í Madison sem mömmur því úrslitin í fyrra fóru fram í gegnum netið og Köru tókst þá ekki að tryggja sér sæti í fimm manna ofurúrslitum. Anníe Mist og Kara hafa þurft að fórna miklu á leið sinni á leikana enda annað en að segja það að komast aftur í hóp þeirra hraustustu í heimi eftir að hafa eignast barn. Ef þær væru spurðar sjálfar þá er kannski stærsta fórnin þessar vikur sem eru núna í gangi. Þær eru nefnilega mættar barnlausar til Madison. Anníe Mist fékk bara vegabréfsáritun til Bandaríkjanna fyrir sig og þjálfara sinn en ekki fyrir manninn sinn Frederik Ægidius. Anníe mátti taka hina ellefu mánaða Freyju Mist með sér en ekki neinn af sínum nánustu til að sjá um hana með hún væri að keppa. Anníe Mist reyndi að finna leiðir til að geta tekið Freyju Mist með sér en gafst upp á endanum og fór ein út. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Svipaða sögu er að segja af Köru. Hún ákvað að skilja Scottie sína eftir heims í Ástralíu enda myndu mikill tímamismunur og löng sóttkví við heimkomuna gera hinni 26 mánaða gömlu dóttur hennar erfitt fyrir. Þær Freyja Mist og Scottie eru því heima hjá pöbbum sínum og CrossFit drottningarnar munu bara geta séð þær í gegnum netið þann tíma sem þær eru í Bandaríkjunum. Þetta er skiljanlega mjög erfitt andlega fyrir mömmurnar sem þær hafa báðar sagt frá á samfélagsmiðlum. CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
CrossFit konurnar Anníe Mist Þórisdóttir frá Íslandi og Kara Saunders frá Ástralíu eru sterkari fyrirmyndir fyrir íþróttamömmur alls staðar í heiminum enda báðar búnar að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit sem hefjast í vikunni. Anníe Mist keppir á heimsleikunum innan við ári að hún eignaðist Freyju Mist og Kara er að keppa á sínum öðrum heimsleikunum eftir að hún eignaðist Scottie fyrir rúmum tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Báðar er þær aftur á móti að keppa í fyrsta sinn í Madison sem mömmur því úrslitin í fyrra fóru fram í gegnum netið og Köru tókst þá ekki að tryggja sér sæti í fimm manna ofurúrslitum. Anníe Mist og Kara hafa þurft að fórna miklu á leið sinni á leikana enda annað en að segja það að komast aftur í hóp þeirra hraustustu í heimi eftir að hafa eignast barn. Ef þær væru spurðar sjálfar þá er kannski stærsta fórnin þessar vikur sem eru núna í gangi. Þær eru nefnilega mættar barnlausar til Madison. Anníe Mist fékk bara vegabréfsáritun til Bandaríkjanna fyrir sig og þjálfara sinn en ekki fyrir manninn sinn Frederik Ægidius. Anníe mátti taka hina ellefu mánaða Freyju Mist með sér en ekki neinn af sínum nánustu til að sjá um hana með hún væri að keppa. Anníe Mist reyndi að finna leiðir til að geta tekið Freyju Mist með sér en gafst upp á endanum og fór ein út. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Svipaða sögu er að segja af Köru. Hún ákvað að skilja Scottie sína eftir heims í Ástralíu enda myndu mikill tímamismunur og löng sóttkví við heimkomuna gera hinni 26 mánaða gömlu dóttur hennar erfitt fyrir. Þær Freyja Mist og Scottie eru því heima hjá pöbbum sínum og CrossFit drottningarnar munu bara geta séð þær í gegnum netið þann tíma sem þær eru í Bandaríkjunum. Þetta er skiljanlega mjög erfitt andlega fyrir mömmurnar sem þær hafa báðar sagt frá á samfélagsmiðlum.
CrossFit Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira