Fótbolti

Elísabet Gunnarsdóttir: Það er svona fram og til baka spil og færi á báða bóga

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristanstad, er stödd á Íslandi á meðan frí er í sænsku deildinni. Hún ræddi stuttlega um liðin í Pepsi Max deild kvenna.
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristanstad, er stödd á Íslandi á meðan frí er í sænsku deildinni. Hún ræddi stuttlega um liðin í Pepsi Max deild kvenna. Mynd/Skjáskot

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari kvennaliðs Kristianstads í sænsku úrvalsdeildinni, fór yfir stöðu liðanna í Pepsi Max deild kvenna. Elísabet fylgdist með leik Vals og Breiðabliks í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum.

„Þetta var hörkuleikur og mér finnst það einkenna svo marga leiki hérna að það er svona fram og til baka spil og færi á báða bóga og þannig var þessi leikur.“

„Maður hélt nú að Valur væri búinn að næla sér í framlengingu þarna í lokin, en svo kemur bara einhver 60 metra sending og frábær klárun frá Mundu og svona hefur þetta verið svolítið í sumar.“

Viðtal Helenu Ólafsdóttur við Elísabetu má sjá í spilaranum að neðan.„Þetta hafa verið spennandi leikir og mikið að gerast og þessi leikur var náttúrulega alveg einstaklega skemmtilegur. Góð auglýsing fyrir kvennaboltann.“

Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×