„Í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. júlí 2021 18:27 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Egill Ísland verður ekki lengur grænt á korti sóttvarnastofnunar Evrópu þegar það verður uppfært næsta fimmtudag. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það áhyggjuefni. „Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að Ísland detti inn á rauðan lista og verði talið hættulegt land til að ferðast til,“ segir Bjarnheiður, en kortið er uppfært vikulega og breytist eftir nýgengi smita. Ef nýgengi er minna en 75 á hverja 100 þúsund íbúa þá helst landið grænt. Smitum hefur fjölgað það mikið að undanförnu að útilokað er að Ísland muni teljast örugg þjóð í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta myndi að sjálfsögðu geta haft miklar afleiðingar, það er að segja ef skilgreiningar á þessum listum verða áfram eins og þær voru. Nú eru bólusetningar orðnar útbreiddari alls staðar um heiminn og því spurning hvort það verða áfram sömu takmarkanir,“ segir Bjarnheiður. „En ef svo verður erum við í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista, það er engin spurning, þar sem það verður þá væntanlega varað við ferðalögum til Íslands frá ákveðnum ríkjum og þau jafn vel bönnuð.“ Hún segir þær aðgerðir sem gripið verður til innanlands nú á miðnætti ekki hafa nein stórkostleg áhrif á ferðaþjónustuna, þó vissulega einhverjir muni bera skarðan hlut frá borði. „Fólk var orðið mjög bjartsýnt og farið að sjá út úr þessum gríðarlega erfiða tíma sem þetta hefur verið fyrir ferðaþjónustuna, þannig að auðvitað er þetta bakslag og vonbrigði fyrir alla sem í greininni starfa. En við verðum bara að taka einn dag í einu, það eru nýjar tölur og nýjar staðreyndir og nýjar upplýsingar á hverjum degi og verðum að vinna með það sem er sett fyrir framan okkur hverju sinni. Við erum svo sem orðin vön því.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
„Það sem við höfum mestar áhyggjur af er að Ísland detti inn á rauðan lista og verði talið hættulegt land til að ferðast til,“ segir Bjarnheiður, en kortið er uppfært vikulega og breytist eftir nýgengi smita. Ef nýgengi er minna en 75 á hverja 100 þúsund íbúa þá helst landið grænt. Smitum hefur fjölgað það mikið að undanförnu að útilokað er að Ísland muni teljast örugg þjóð í kórónuveirufaraldrinum. „Þetta myndi að sjálfsögðu geta haft miklar afleiðingar, það er að segja ef skilgreiningar á þessum listum verða áfram eins og þær voru. Nú eru bólusetningar orðnar útbreiddari alls staðar um heiminn og því spurning hvort það verða áfram sömu takmarkanir,“ segir Bjarnheiður. „En ef svo verður erum við í vondum málum ef Ísland kemst á rauðan lista, það er engin spurning, þar sem það verður þá væntanlega varað við ferðalögum til Íslands frá ákveðnum ríkjum og þau jafn vel bönnuð.“ Hún segir þær aðgerðir sem gripið verður til innanlands nú á miðnætti ekki hafa nein stórkostleg áhrif á ferðaþjónustuna, þó vissulega einhverjir muni bera skarðan hlut frá borði. „Fólk var orðið mjög bjartsýnt og farið að sjá út úr þessum gríðarlega erfiða tíma sem þetta hefur verið fyrir ferðaþjónustuna, þannig að auðvitað er þetta bakslag og vonbrigði fyrir alla sem í greininni starfa. En við verðum bara að taka einn dag í einu, það eru nýjar tölur og nýjar staðreyndir og nýjar upplýsingar á hverjum degi og verðum að vinna með það sem er sett fyrir framan okkur hverju sinni. Við erum svo sem orðin vön því.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent