Verulegar áhyggjur eftir að tveir starfsmenn greindust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 14:58 Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans og hluti af viðbragðsstjórn spítalans. Landspítalinn er á hættustigi en ástæðuna má meðal annars rekja til takmarkaðrar mönnunar á spítalanum yfir sumarið. Vísir/vilhelm Fjórir eru inniliggjandi á legudeildum Landspítala með Covid-19 en spítalinn er sem kunnugt er á hættustigi. 461 er í eftirliti á COVID göngudeild þar af 41 barn. Níu starfsmenn eru í einangrun, 15 eru í heimasóttkví samkvæmt leiðbeiningum landlæknis og 242 eru í vinnusóttkví. Skilgreiningar á sóttkví á Landspítala má lesa hér. Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að tveir starfsmenn og einn inniliggjandi sjúklingur hafi greinst með Covid-19 í gær. „Að venju fór fram umfangsmikil rakning sem leiddi til þess að tveir sjúklingar og níu starfsmenn voru settir í sóttkví A og 11 starfsmenn í vinnusóttkví C. Uppákomur af þessu tagi, þ.e. að smit greinist óvænt inni í starfseminni eru verulegt áhyggjuefni nú þegar veiran hefur náð mikilli útbreiðslu og tugir smitaðra eru utan sóttkvíar við greiningu.“ Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala brýnir enn og aftur fyrir starfsfólki Landspítala að fara í skimun ef þeir finna fyrir einkennum. „Starfsfólk COVID-göngudeildar beitir tvenns konar flokkun við mat á áhættu smitaðra einstaklinga á að veikjast alvarlega af völdum COVID-19. Annars vegar er það svokölluð litakóðun einkenna þar sem grænn litur táknar fremur væg einkenni, gulur litur miðlungssvæsin einkenni og rauður litur svæsin einkenni. Hafa ber í huga að einkenni geta versnað mjög hratt þannig að einstaklingur sem fær græna litakóðun getur skyndilega orðið gulur eða jafnvel rauður síðar sama dag. Hins vegar er áhætta einstaklinga flokkuð byggt á aldri og undirliggjandi sjúkdómum í lága, meðal og mikla áhættu. Við mat á einstaklingum með kórónuveirusmit er notast við báðar þessar flokkanir. Þannig getur einstaklingur sem flokkast grænn vegna einkenna engu að síður verið í mikilli hættu á að veikjast alvarlega vegna undirliggjandi áhættuþátta í hæsta flokki,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. „Hótelúrræði fyrir starfsfólk Landspítala sem þarfnast aðstöðu annaðhvort vegna vinnusóttkvíar eða vegna smits/sóttkvíar á heimili er í höfn. Beiðnir um hóteldvöl berist á netfangið monnunarteymi@landspitali.is.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Níu starfsmenn eru í einangrun, 15 eru í heimasóttkví samkvæmt leiðbeiningum landlæknis og 242 eru í vinnusóttkví. Skilgreiningar á sóttkví á Landspítala má lesa hér. Í tilkynningu frá Landspítalanum kemur fram að tveir starfsmenn og einn inniliggjandi sjúklingur hafi greinst með Covid-19 í gær. „Að venju fór fram umfangsmikil rakning sem leiddi til þess að tveir sjúklingar og níu starfsmenn voru settir í sóttkví A og 11 starfsmenn í vinnusóttkví C. Uppákomur af þessu tagi, þ.e. að smit greinist óvænt inni í starfseminni eru verulegt áhyggjuefni nú þegar veiran hefur náð mikilli útbreiðslu og tugir smitaðra eru utan sóttkvíar við greiningu.“ Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala brýnir enn og aftur fyrir starfsfólki Landspítala að fara í skimun ef þeir finna fyrir einkennum. „Starfsfólk COVID-göngudeildar beitir tvenns konar flokkun við mat á áhættu smitaðra einstaklinga á að veikjast alvarlega af völdum COVID-19. Annars vegar er það svokölluð litakóðun einkenna þar sem grænn litur táknar fremur væg einkenni, gulur litur miðlungssvæsin einkenni og rauður litur svæsin einkenni. Hafa ber í huga að einkenni geta versnað mjög hratt þannig að einstaklingur sem fær græna litakóðun getur skyndilega orðið gulur eða jafnvel rauður síðar sama dag. Hins vegar er áhætta einstaklinga flokkuð byggt á aldri og undirliggjandi sjúkdómum í lága, meðal og mikla áhættu. Við mat á einstaklingum með kórónuveirusmit er notast við báðar þessar flokkanir. Þannig getur einstaklingur sem flokkast grænn vegna einkenna engu að síður verið í mikilli hættu á að veikjast alvarlega vegna undirliggjandi áhættuþátta í hæsta flokki,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum. „Hótelúrræði fyrir starfsfólk Landspítala sem þarfnast aðstöðu annaðhvort vegna vinnusóttkvíar eða vegna smits/sóttkvíar á heimili er í höfn. Beiðnir um hóteldvöl berist á netfangið monnunarteymi@landspitali.is.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent