Nóg af spritti á Bræðslunni til að sökkva heilli skútu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. júlí 2021 13:01 Mærudagar og Bræðslan halda að mestu sínu striki þessa helgi, en með einhverjum tilfærslum og breytingum á dagskrárliðum. Vísir/Kolbeinn Tumi Bæjarhátíðir helgarinnar halda að mestu sínu striki þó aflýsa hafi þurft einhverjum dagskrárliðum í kjölfar nýrrar reglugerðar um hertar samkomutakmarkanir. Takmarkanirnar hafa lítil áhrif á Mærudaga á Húsavík og tónleikum Bræðslunnar á Borgarfirði eystri hefur verið flýtt um klukkustund. Druslugöngunni í Reykjavík hefur verið frestað. „Þetta að sjálfsögðu setur okkur í aðeins aðra stöðu en tónleikarnir okkar rúmast innan rammans,“ segir Magni Ásgeirsson Bræðslustjóri. Uppselt er á tónleikana í kvöld en þar munu meðal annars Stuðmenn, Bríet og Mugison stíga á svið. Þá verða einnig tónleikar á Húsavík á hinni árlegu og vinsælu bæjarhátíð Mærudögum. Þeir hefjast klukkan 20 og engar breytingar verða á þeim. „Auðvitað þurftu sumir aðilar að taka ákvörðun um að hætta við sína viðburði, innanhússviðburði, þar sem búist var við að mikið af fólki myndi koma saman og því tekin ákvörðun um að slaufa því þetta árið. Við erum með dagskrá á hafnarsvæðinu – það er stórt svæði og nóg pláss fyrir alla,“ segir Guðrún Huld Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mærudaga. Druslugangan mun hins vegar fara fram bæði á Borgarfirði eystri og Húsavík í dag en þar er gangan með smærra sniði en í borginni. Magni segir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana á Bræðslunni. „Það er búið að versla nóg af spritti til þess að sökkva meðal skútu og við komum til með að gefa öllum gestum grímu þegar þeir koma og sækja miðana sína í dag eða armbönd á tónleikana. Þannig að það verða grímur á alla og allt starfsfólk auðvitað mjög meðvitað,“ segir Magni. Hann vill ekki endilega meina að tíðindi gærdagsins hafi verið skellur. „Það er kannski ljótt að segja það en það var frekar léttir. Við vorum farin að óttast að það yrði öllu lokað á föstudagskvöldið. Við vissum að eitthvað væri í gangi en fréttirnar bárust það seint að það væri erfitt að bakka út úr öllu.“ Þá segir Magni aðspurður að einhverjir hafi óskað eftir endurgreiðslu á miðunum, en þó afar fáir. Þeir hafi allir verið með undirliggjandi sjúkdóma og ekki treyst sér á tónleikana. Guðrún Huld segir að dagskrá Mærudaga klárist fyrir klukkan 23. „Við erum með barnadagskrá sem byrjar klukkan 15. Það er sambland af söng og sirkus. Í kvöld klukkan 20 byrja kvöldtónleikarnir okkar, Mærutónleikar, og þar verður mikið af norðlensku listafólk auk þess sem Svala Björgvins stígur á svið og Auddi Blö og Steindi verða kynnar. Þannig að við getum búist viða að eiga gleðilegan dag í dag.“ Útihátíðir um verslunarmannahelgina hafa hins vegar verið blásnar af. Þannig verður ekkert af Þjóðhátíð í Eyjum, sem átti að verða ein sú stærsta og veglegasta frá upphafi. Eyjamenn hafa þó ekki gefið upp vonina því þeir skoða hvort hægt verði að halda hátíðina seinna. Þá hefur Einni með öllu á Akureyri verið aflýst, Innipúkanum í Reykjavík og Unglingalandsmóti UMFÍ, svo dæmi séu tekin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Múlaþing Bræðslan Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
„Þetta að sjálfsögðu setur okkur í aðeins aðra stöðu en tónleikarnir okkar rúmast innan rammans,“ segir Magni Ásgeirsson Bræðslustjóri. Uppselt er á tónleikana í kvöld en þar munu meðal annars Stuðmenn, Bríet og Mugison stíga á svið. Þá verða einnig tónleikar á Húsavík á hinni árlegu og vinsælu bæjarhátíð Mærudögum. Þeir hefjast klukkan 20 og engar breytingar verða á þeim. „Auðvitað þurftu sumir aðilar að taka ákvörðun um að hætta við sína viðburði, innanhússviðburði, þar sem búist var við að mikið af fólki myndi koma saman og því tekin ákvörðun um að slaufa því þetta árið. Við erum með dagskrá á hafnarsvæðinu – það er stórt svæði og nóg pláss fyrir alla,“ segir Guðrún Huld Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mærudaga. Druslugangan mun hins vegar fara fram bæði á Borgarfirði eystri og Húsavík í dag en þar er gangan með smærra sniði en í borginni. Magni segir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana á Bræðslunni. „Það er búið að versla nóg af spritti til þess að sökkva meðal skútu og við komum til með að gefa öllum gestum grímu þegar þeir koma og sækja miðana sína í dag eða armbönd á tónleikana. Þannig að það verða grímur á alla og allt starfsfólk auðvitað mjög meðvitað,“ segir Magni. Hann vill ekki endilega meina að tíðindi gærdagsins hafi verið skellur. „Það er kannski ljótt að segja það en það var frekar léttir. Við vorum farin að óttast að það yrði öllu lokað á föstudagskvöldið. Við vissum að eitthvað væri í gangi en fréttirnar bárust það seint að það væri erfitt að bakka út úr öllu.“ Þá segir Magni aðspurður að einhverjir hafi óskað eftir endurgreiðslu á miðunum, en þó afar fáir. Þeir hafi allir verið með undirliggjandi sjúkdóma og ekki treyst sér á tónleikana. Guðrún Huld segir að dagskrá Mærudaga klárist fyrir klukkan 23. „Við erum með barnadagskrá sem byrjar klukkan 15. Það er sambland af söng og sirkus. Í kvöld klukkan 20 byrja kvöldtónleikarnir okkar, Mærutónleikar, og þar verður mikið af norðlensku listafólk auk þess sem Svala Björgvins stígur á svið og Auddi Blö og Steindi verða kynnar. Þannig að við getum búist viða að eiga gleðilegan dag í dag.“ Útihátíðir um verslunarmannahelgina hafa hins vegar verið blásnar af. Þannig verður ekkert af Þjóðhátíð í Eyjum, sem átti að verða ein sú stærsta og veglegasta frá upphafi. Eyjamenn hafa þó ekki gefið upp vonina því þeir skoða hvort hægt verði að halda hátíðina seinna. Þá hefur Einni með öllu á Akureyri verið aflýst, Innipúkanum í Reykjavík og Unglingalandsmóti UMFÍ, svo dæmi séu tekin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Múlaþing Bræðslan Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira