Búist við miklum hasar á fundi ríkisstjórnar Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2021 11:52 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun þurfa á allri sinni stjórnkænsku að halda á fundi ríkisstjórnarinnar sem haldinn verður klukkan fjögur á eftir. Sjálfstæðisflokkurinn mun af ýmsum ástæðum eiga afar erfitt með að sætta sig við að farið verði í einu og öllu að fyrirmælum Þórólfs sóttvarnarlæknis um fjöldatakmarkanir. vísir/vilhelm Verulegur þrýstingur er á ráðherra frá stjórnarþingmönnum um að gefa ekki eftir þau sjónarmið sem flokkarnir vilja standa fyrir. Komandi kosningabarátta skerpir þær línur. Vísir hefur rætt við stjórnarþingmenn í dag og tekið á þeim púlsinn vegna ríkisstjórnarfundar sem haldinn verður seinna í dag vegna fyrirliggjandi minnisblaðs Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Einn viðmælandi Vísis fullyrðir að það verði hasar á þessum fundi. Fram hefur komið að Þórólfur mælir með því að gripið verði til aðgerða hið fyrsta til að reyna að sporna við frekari smitum. Það þýðir þá bara eitt; harðari aðgerðir á landamærum, samkomu- og/eða fjöldatakmarkanir sem ferðaþjónustan og atvinnulífið metur sem afar íþyngjandi. Innan Sjálfstæðisflokks er mikil óánægja með þá stefnu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að fara í einu og öllu að tilmælum Þórólfs. Ráðherrum gerð grein fyrir óánægju Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra sem ekki hefur farið dult með þá skoðun sína að við það sé ekki búandi að Þórólfur og hans tilmæli ráði för í einu og öllu. „Eins og þetta blasir við mér er alltaf stórhættulegt að láta sérfræðinga ráða för,“ segir Brynjar í samtali við Vísi nú í morgun. Hann bendir á að þeirra hlutverk sé ekki, eðli máls samkvæmt, að horfa á stóru myndina heldur vinna að framgangi tiltekinna verkefna. Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru meðal þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem eru afar gagnrýnir á að stefna Vinstri grænna og Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis ráði í einu og öllu.vísir/vilhelm „Við höfum verið með markmið; sagt var í upphafi að þessi veira sé komin til að vera og við verðum að gera það besta úr því. Nú eru menn dottnir í það að það megi enginn veikjast.“ Brynjar telur þá stefnu ekki geta leitt til annars en lífskjör muni versna til mikilla muna sem og andleg og líkamleg heilsa í kjölfarið. „Það verður meira tjón af því en leyfa þessu að vera hér með einhverjum hætti eins og verið hefur.“ Brynjar segist hafa rætt þessi mál við ráðherra flokksins nýverið og gert þeim grein fyrir þessum sjónarmiðum. Aukin harka hlaupin í samskipti ráðherra Ekki tókst að ná tali af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra nú í morgun en hún er með málefni ferðaþjónustunnar á sinni könnu. Hún er undir miklum þrýstingi úr þeirri átt að ekki verið farið í takmarkanir á ný. Fréttastofa hafði samband við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í gærkvöldi, sem hefur verið gagnrýnin á að farið verði í einu og öllu að tilmælum Þórólfs. Hún var þá stödd í hestaferð á hálendinu og símsamband slæmt. Áslaug Arna skrifaði pistil á Facebook-síðu sína í vikunni þar sem hún vill undirstrika að eðlilegt sé að tekist sé á innan ríkisstjórnarinnar. En hún hefur ekki farið leynt með efasemdir sínar um harðar sóttvarnaraðgerðir. Samkvæmt heimildum Vísis er hlaupin harka í samskiptin innan ríkisstjórnarinnar, meiri en fram hefur komið. Meðan Svandís og Katrín Jakobsdóttir hafa boðið að farið verið að tilmælum Þórólfs er ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, svo sem Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, Áslaugu Örnu, Þórdísi og Guðlaugi Þór Þórðarsyni milli steins og sleggju. Þau hafa kallað eftir skýrari svörum frá Þórólfi sóttvarnarlækni og ekki talið þau fullnægjandi. Komandi kosningabarátta hefur áhrif Þeim er það full ljóst að ekki muni það leggjast vel í stuðningsmenn flokksins ef gripið verði til samkomutakmarkana og frekari kvaða sem mun leggjast illa í forkólfa atvinnulífsins. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs er ágætt dæmi um það hvað klukkan slær meðal forkólfa atvinnulífsins. Hann hefur verið iðinn við að tjá sig á Twitter. Mikill vona það besta, búast við því versta fílingur. Vonandi sefur ríkisstjórnin vel í nótt.— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) July 22, 2021 Annar sem talar tæpitungulaust er Úlfar Steindórsson, fráfarandi stjórnarformaður Icelandair, en það gerir hann í samtali við Viðskiptablaðið: „Ef kjörin stjórnvöld ætla ekki að stýra landinu, þá veit ég ekki til hvers við ætlum að hafa kosningar í haust. Við gætum þá allt eins beðið embættismenn um að taka við hlutverki þeirra. Ef stjórnmálamenn þora ekki að taka ákvörðun sem þeir vita að er rétt út frá heildarhagsmunum, vegna þess að einhverjir verða brjálaðir, þá eiga þeir að gera eitthvað annað en að vera í pólitík," segir Úlfar og ætti enginn að velkjast í vafa um að róðurinn innan Sjálfstæðisflokksins er það þyngjast. Innan Sjálfstæðisflokksins meta ýmsir það svo beinlínis að sérfræðingarnir séu komnir í stríð við stjórnmálamennina, þetta sé orðin einskonar barátta milli sérfræðinga og pólitíkusa hvor ræður för. Og ljóst að Katrín og Svandís munu taka þann pól í hæðina að vert sé að fara í einu og öllu að tilmælum Þórólfs. Þó það kunni að takmarka frelsi almennings og koma illa við ýmsa sem eru með rekstur. Svo sem Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem er að verða eins og kanarífuglinn í kolanámunni að þessu leyti. Ný bylgja gerbreytir hinni pólitísku stöðu Einn þeirra sem spáir í hin pólitísku spil er Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra með meiru. Þó Össur hafi gaman að því að hræra í pottum veit hann vel hvernig innyflin í flokkakerfinu eru. Hann skrifaði pistil í gærkvöldi þar sem hann telur engan vafa á leika að allt leiki á reiðiskjálfi innan ríkisstjórnarinnar. Hann telur þessa fjórðu bylgju farsóttarinnar hafa gjörbreytt pólitískri stöðu stjórnmálaflokkanna. Fyrir hana hafi verið næsta víst að flokkarnir myndu halda meirihluta í komandi kosningum. Nú er það ekki eins víst. „Viðbrögð ríkisstjórnar á allra næstu dögum við fjórðu bylgjunni geta sett þá stöðu í algert uppnám. Nú er ljóst að ríkisstjórnin er ekki samstiga gagnvart aðgerðum gegn Covid-19. Efist menn um það þurfa þeir ekki annað en skoða ummæli Þórólfs sóttvarnarlæknis síðustu daga. Hann hefur beisikally tjáð vonbrigði sín með að innan ríkisstjórnarinnar ríki ekki einhugur um að fylgja ítrustu ráðum sóttvarnaryfirvalda,“ segir Össur. Mikil óánægja er með það innan Sjálfstæðisflokksins að stefna Þórólfs sóttvarnarlæknis, sem Vinstri græn vilja og hafa framfylgt, hafi verið ofan á. Víst er að komandi kosningabarátta mun skerpa þær línur verulega og er búist við átakafundi ríkisstjórnarinnar á eftir.vísir/vilhelm Ljóst er hvaða slóð Össur vill feta en hann segir að Svandís hafi hafið formlega kosningabaráttu með því að segja þjóðinni að hún, og VG, hefðu þurft að yfirvinna andstöðu Sjálfstæðisflokksins – einkum Áslaugar Örnu – við að framfylgja ráðleggingum Þórólfs og koma böndum á Covid. „Það er reyndar athyglisvert að VG hefur gert farsælar niðurstöður í glímunni við Covid að prófsteini á ríkisstjórnina. Undirtónn kosningaauglýsinga VG er að það sé forystu Katrínar Jakobsdóttur og VG að þakka að svo virtist sem plágan væri fjötruð. Sú söguskýring VG er í uppnámi ef fjórða bylgja faraldursins nær sér á strik. Viðbrögð næstu daga gætu því ráðið úrslitum um niðurstöðu haustkosninga. Ætlar ríkisstjórnin að taka sjensinn á því að útihátíðir breytist í ofurdreifara á sóttkveikjunni? Hvor sleggjanna vinnur ef þær renna saman um hvort banna eigi þjóðhátíðina í Eyjum, Svandís eða Áslaug Arna?“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Innlent Fleiri fréttir „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Sjá meira
Vísir hefur rætt við stjórnarþingmenn í dag og tekið á þeim púlsinn vegna ríkisstjórnarfundar sem haldinn verður seinna í dag vegna fyrirliggjandi minnisblaðs Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Einn viðmælandi Vísis fullyrðir að það verði hasar á þessum fundi. Fram hefur komið að Þórólfur mælir með því að gripið verði til aðgerða hið fyrsta til að reyna að sporna við frekari smitum. Það þýðir þá bara eitt; harðari aðgerðir á landamærum, samkomu- og/eða fjöldatakmarkanir sem ferðaþjónustan og atvinnulífið metur sem afar íþyngjandi. Innan Sjálfstæðisflokks er mikil óánægja með þá stefnu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að fara í einu og öllu að tilmælum Þórólfs. Ráðherrum gerð grein fyrir óánægju Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins er einn þeirra sem ekki hefur farið dult með þá skoðun sína að við það sé ekki búandi að Þórólfur og hans tilmæli ráði för í einu og öllu. „Eins og þetta blasir við mér er alltaf stórhættulegt að láta sérfræðinga ráða för,“ segir Brynjar í samtali við Vísi nú í morgun. Hann bendir á að þeirra hlutverk sé ekki, eðli máls samkvæmt, að horfa á stóru myndina heldur vinna að framgangi tiltekinna verkefna. Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson eru meðal þeirra þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem eru afar gagnrýnir á að stefna Vinstri grænna og Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis ráði í einu og öllu.vísir/vilhelm „Við höfum verið með markmið; sagt var í upphafi að þessi veira sé komin til að vera og við verðum að gera það besta úr því. Nú eru menn dottnir í það að það megi enginn veikjast.“ Brynjar telur þá stefnu ekki geta leitt til annars en lífskjör muni versna til mikilla muna sem og andleg og líkamleg heilsa í kjölfarið. „Það verður meira tjón af því en leyfa þessu að vera hér með einhverjum hætti eins og verið hefur.“ Brynjar segist hafa rætt þessi mál við ráðherra flokksins nýverið og gert þeim grein fyrir þessum sjónarmiðum. Aukin harka hlaupin í samskipti ráðherra Ekki tókst að ná tali af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra nú í morgun en hún er með málefni ferðaþjónustunnar á sinni könnu. Hún er undir miklum þrýstingi úr þeirri átt að ekki verið farið í takmarkanir á ný. Fréttastofa hafði samband við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra í gærkvöldi, sem hefur verið gagnrýnin á að farið verði í einu og öllu að tilmælum Þórólfs. Hún var þá stödd í hestaferð á hálendinu og símsamband slæmt. Áslaug Arna skrifaði pistil á Facebook-síðu sína í vikunni þar sem hún vill undirstrika að eðlilegt sé að tekist sé á innan ríkisstjórnarinnar. En hún hefur ekki farið leynt með efasemdir sínar um harðar sóttvarnaraðgerðir. Samkvæmt heimildum Vísis er hlaupin harka í samskiptin innan ríkisstjórnarinnar, meiri en fram hefur komið. Meðan Svandís og Katrín Jakobsdóttir hafa boðið að farið verið að tilmælum Þórólfs er ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, svo sem Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, Áslaugu Örnu, Þórdísi og Guðlaugi Þór Þórðarsyni milli steins og sleggju. Þau hafa kallað eftir skýrari svörum frá Þórólfi sóttvarnarlækni og ekki talið þau fullnægjandi. Komandi kosningabarátta hefur áhrif Þeim er það full ljóst að ekki muni það leggjast vel í stuðningsmenn flokksins ef gripið verði til samkomutakmarkana og frekari kvaða sem mun leggjast illa í forkólfa atvinnulífsins. Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs er ágætt dæmi um það hvað klukkan slær meðal forkólfa atvinnulífsins. Hann hefur verið iðinn við að tjá sig á Twitter. Mikill vona það besta, búast við því versta fílingur. Vonandi sefur ríkisstjórnin vel í nótt.— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) July 22, 2021 Annar sem talar tæpitungulaust er Úlfar Steindórsson, fráfarandi stjórnarformaður Icelandair, en það gerir hann í samtali við Viðskiptablaðið: „Ef kjörin stjórnvöld ætla ekki að stýra landinu, þá veit ég ekki til hvers við ætlum að hafa kosningar í haust. Við gætum þá allt eins beðið embættismenn um að taka við hlutverki þeirra. Ef stjórnmálamenn þora ekki að taka ákvörðun sem þeir vita að er rétt út frá heildarhagsmunum, vegna þess að einhverjir verða brjálaðir, þá eiga þeir að gera eitthvað annað en að vera í pólitík," segir Úlfar og ætti enginn að velkjast í vafa um að róðurinn innan Sjálfstæðisflokksins er það þyngjast. Innan Sjálfstæðisflokksins meta ýmsir það svo beinlínis að sérfræðingarnir séu komnir í stríð við stjórnmálamennina, þetta sé orðin einskonar barátta milli sérfræðinga og pólitíkusa hvor ræður för. Og ljóst að Katrín og Svandís munu taka þann pól í hæðina að vert sé að fara í einu og öllu að tilmælum Þórólfs. Þó það kunni að takmarka frelsi almennings og koma illa við ýmsa sem eru með rekstur. Svo sem Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem er að verða eins og kanarífuglinn í kolanámunni að þessu leyti. Ný bylgja gerbreytir hinni pólitísku stöðu Einn þeirra sem spáir í hin pólitísku spil er Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra með meiru. Þó Össur hafi gaman að því að hræra í pottum veit hann vel hvernig innyflin í flokkakerfinu eru. Hann skrifaði pistil í gærkvöldi þar sem hann telur engan vafa á leika að allt leiki á reiðiskjálfi innan ríkisstjórnarinnar. Hann telur þessa fjórðu bylgju farsóttarinnar hafa gjörbreytt pólitískri stöðu stjórnmálaflokkanna. Fyrir hana hafi verið næsta víst að flokkarnir myndu halda meirihluta í komandi kosningum. Nú er það ekki eins víst. „Viðbrögð ríkisstjórnar á allra næstu dögum við fjórðu bylgjunni geta sett þá stöðu í algert uppnám. Nú er ljóst að ríkisstjórnin er ekki samstiga gagnvart aðgerðum gegn Covid-19. Efist menn um það þurfa þeir ekki annað en skoða ummæli Þórólfs sóttvarnarlæknis síðustu daga. Hann hefur beisikally tjáð vonbrigði sín með að innan ríkisstjórnarinnar ríki ekki einhugur um að fylgja ítrustu ráðum sóttvarnaryfirvalda,“ segir Össur. Mikil óánægja er með það innan Sjálfstæðisflokksins að stefna Þórólfs sóttvarnarlæknis, sem Vinstri græn vilja og hafa framfylgt, hafi verið ofan á. Víst er að komandi kosningabarátta mun skerpa þær línur verulega og er búist við átakafundi ríkisstjórnarinnar á eftir.vísir/vilhelm Ljóst er hvaða slóð Össur vill feta en hann segir að Svandís hafi hafið formlega kosningabaráttu með því að segja þjóðinni að hún, og VG, hefðu þurft að yfirvinna andstöðu Sjálfstæðisflokksins – einkum Áslaugar Örnu – við að framfylgja ráðleggingum Þórólfs og koma böndum á Covid. „Það er reyndar athyglisvert að VG hefur gert farsælar niðurstöður í glímunni við Covid að prófsteini á ríkisstjórnina. Undirtónn kosningaauglýsinga VG er að það sé forystu Katrínar Jakobsdóttur og VG að þakka að svo virtist sem plágan væri fjötruð. Sú söguskýring VG er í uppnámi ef fjórða bylgja faraldursins nær sér á strik. Viðbrögð næstu daga gætu því ráðið úrslitum um niðurstöðu haustkosninga. Ætlar ríkisstjórnin að taka sjensinn á því að útihátíðir breytist í ofurdreifara á sóttkveikjunni? Hvor sleggjanna vinnur ef þær renna saman um hvort banna eigi þjóðhátíðina í Eyjum, Svandís eða Áslaug Arna?“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Innlent Fleiri fréttir „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Sjá meira