Fótbolti

Eriksen fær ekki að spila á Ítalíu nema hjartastillirinn verði fjarlægður

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Christian Eriksen fær ekki leyfi til að spila í ítölsku deildinni nema hjartastillirinn sem græddur var í hann verði fjarlægður.
Christian Eriksen fær ekki leyfi til að spila í ítölsku deildinni nema hjartastillirinn sem græddur var í hann verði fjarlægður. Stuart Franklin/Pool via AP

Christian Eriksen, leikmaður Inter Mílanó og danska landsliðsins, getur ekki spilað áfram í ítölsku deildinni nema hjartastillirinn sem græddur var í hann eftir að hann varð fyrir hjartastoppi á EM verði fjarlægður.

Eriksen fékk búnaðinn græddan í sig til að koma í veg fyrir frekari vandamál. Ekki er leyfilegt að spila með slíkan búnað í ítölsku deildinni, það er að segja, ef Eriksen heldur áfram að spila fótbolta.

Francesco Braconaro, meðlimur í tækninefnd ítalska knattspyrnusambandsins greindi frá þessu í útvarpsviðtali á fimmtudag. Þar segir hann að hjartastillirinn verði að vera fjarlægður áður en Eriksen fær að spila í ítölsku deildinni aftur, þar sem að það muni sýna að vandamálið er úr sögunni.

Samningur Eriksen við Ítalíumeistara Inter gildir til ársins 2024, en ef hann snýr aftur á knattspyrnuvöllinn gæti Ítalíuævintýri þessa 29 ára Dana verið lokið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×