Leggur til takmarkanir innanlands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. júlí 2021 11:14 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir rannsóknir benda til að bólusettir smiti frá sér í minna mæli en aðrir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir mun senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að auknum takmörkunum hér innanlands í dag. Þetta sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna. Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða þær tillögur að sóttvarnaaðgerðum sem hann ætli að leggja til fyrr en ráðherrar hafi rætt þær. Íslendingar viti þó hvaða aðgerðir hafi virkað best hingað til og eðlilegt sé að nýta sér þá reynslu. „Persónubundnar sóttvarnir eru enn lykilinn í baráttunni við Covid-19 en þegar þær duga ekki til eins og við sjáum núna þurfa samfélagslegar aðgerðir einnig að koma ti sögunnar.“ „Ég held að það sé ljóst að eftir að slakað var á landamærum um síðustu mánaðamót hafa margir komið hingað inn með veiruna sem hefur hrundið af stað víðtækri útbreiðslu innanlands. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að fólk sé með vottorð á landamærum um bólusetningu eða vottorð um fyrri sýkingu,“ segir Þórólfur. Hann segir að þrátt fyrir mikla þátttöku í bólusetningum innanlands hafi veiran dreift mjög hratt úr sér. „Það bendir til þess að virkni bóluefnisins gegn smiti með Delta-afbrigðinu sé minni en vonast var til,“ segir Þórólfur. Sjá vísi að alvarlegri veikindum Það sem ekki sé ljóst á þessari stundu sé hvort smitin leiði til alvarlegra veikinda og að óvissan sé mest hvað varði eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Hann segir að yfirvofandi sé að þeir sjúklingar sem eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni séu að komast yfir á alvarlegra stig veikinda. „Þetta er fólk sem er heilbrigt í flestum tilfellum þannig að við vitum ekki hvað gerist þegar fólk með undirliggjandi vandamál og viðkvæmt fólk fer að fá í sig smit þrátt fyrir bólusetningu. Við erum líka að fá upplýsingar erlendis frá að spítalainnlagnir eru að aukast,“ segir Þórólfur. Það megi til dæmis sjá í Ísrael. „Þannig að við erum að fara inn í svona óvissu og það er að mínu mati skynsamlegra að grípa hart inn í og reyna að koma í veg fyrir þessi smit núna frekar en að bíða eftir að við fáum einhvern faraldur innlagna og þá er bara of seint í rassinn gripið til til að til að stoppa faraldurinn,“ segir Þórólfur. „Ég held að það sé skynsamlegri nálgun heldur en að láta þetta ganga yfir sig og ætla að grípa inn í síðar meir.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 78 greindust innanlands í gær Í gær greindust 78 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 52 fullbólusettir og fimm hálfbólusettir. 59 voru utan sóttkvíar við greiningu. 22. júlí 2021 10:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Þórólfur segist ekki tilbúinn að ræða þær tillögur að sóttvarnaaðgerðum sem hann ætli að leggja til fyrr en ráðherrar hafi rætt þær. Íslendingar viti þó hvaða aðgerðir hafi virkað best hingað til og eðlilegt sé að nýta sér þá reynslu. „Persónubundnar sóttvarnir eru enn lykilinn í baráttunni við Covid-19 en þegar þær duga ekki til eins og við sjáum núna þurfa samfélagslegar aðgerðir einnig að koma ti sögunnar.“ „Ég held að það sé ljóst að eftir að slakað var á landamærum um síðustu mánaðamót hafa margir komið hingað inn með veiruna sem hefur hrundið af stað víðtækri útbreiðslu innanlands. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að fólk sé með vottorð á landamærum um bólusetningu eða vottorð um fyrri sýkingu,“ segir Þórólfur. Hann segir að þrátt fyrir mikla þátttöku í bólusetningum innanlands hafi veiran dreift mjög hratt úr sér. „Það bendir til þess að virkni bóluefnisins gegn smiti með Delta-afbrigðinu sé minni en vonast var til,“ segir Þórólfur. Sjá vísi að alvarlegri veikindum Það sem ekki sé ljóst á þessari stundu sé hvort smitin leiði til alvarlegra veikinda og að óvissan sé mest hvað varði eldra fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Hann segir að yfirvofandi sé að þeir sjúklingar sem eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni séu að komast yfir á alvarlegra stig veikinda. „Þetta er fólk sem er heilbrigt í flestum tilfellum þannig að við vitum ekki hvað gerist þegar fólk með undirliggjandi vandamál og viðkvæmt fólk fer að fá í sig smit þrátt fyrir bólusetningu. Við erum líka að fá upplýsingar erlendis frá að spítalainnlagnir eru að aukast,“ segir Þórólfur. Það megi til dæmis sjá í Ísrael. „Þannig að við erum að fara inn í svona óvissu og það er að mínu mati skynsamlegra að grípa hart inn í og reyna að koma í veg fyrir þessi smit núna frekar en að bíða eftir að við fáum einhvern faraldur innlagna og þá er bara of seint í rassinn gripið til til að til að stoppa faraldurinn,“ segir Þórólfur. „Ég held að það sé skynsamlegri nálgun heldur en að láta þetta ganga yfir sig og ætla að grípa inn í síðar meir.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 78 greindust innanlands í gær Í gær greindust 78 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 52 fullbólusettir og fimm hálfbólusettir. 59 voru utan sóttkvíar við greiningu. 22. júlí 2021 10:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
78 greindust innanlands í gær Í gær greindust 78 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 52 fullbólusettir og fimm hálfbólusettir. 59 voru utan sóttkvíar við greiningu. 22. júlí 2021 10:41