Smituðum gæti fjölgað töluvert eftir daginn í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júlí 2021 19:42 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, býst jafn vel við töluverðri fjölgun á smituðum einstaklingum eftir daginn í dag. Hann segir að ef ákveðið verði að grípa til hertra aðgerða innanlands til að stemma í stigu við þeirri bylgju sem nú er farin af stað sé betra að gera það sem fyrst. 56 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru 43 fullbólusettir og 38 utan sóttkvíar. 223 eru nú í einangrun á landinu og 538 í sóttkví. Mikið hefur verið að gera í sýnatöku hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni, að um 3.500 sýni hafi verið tekin í dag, þar af um 2.500 einkennasýni. Víðir segir ljóst að þróunin sem verið hefur síðustu daga í aukningu á fjölda smitaðra muni halda áfram. „Það er töluvert mikið af smitum að koma inn í dag. Það hefur verið mjög mikið að gera í smitrakningunni og við sjáum það síðustu daga að við höfum fengið mjög mikið inn seinnipartinn og á kvöldin og það virðist ætla að halda áfram þannig,“ sagði Víðir í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Aðspurður um hvort að aukning yrði á fjölda smitaðra sagði Víðir það vera ljóst nú þegar. Hversu mikið stökkið yrði myndi koma í ljós þegar búið væri að greina öll sýni, sem gæti tekið dágóða stund. Þannig hafi sum af þeim smitum sem greint var frá í dag verið að detta inn fram á nótt. Aðspurður um hvort aukningin gæti orðið töluverð var svarið stutt og laggott: „Já, gæti verið það.“ Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítala og yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, kallaði eftir því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að aðgerðir yrðu hertar innanlands. Lagði hann til grímuskyldu og að skemmtanahald yrði takmarkað. Sagði hann róðurinn á Landspítalanum vera að þyngjast. Aðspurður um hvort ekki þyrfti að herða aðgerðir innanlands sagði Víðir að nú væri ekki endilega verið að einblína á fjölda smita heldur alvarleikann. Það tæki þó sinn tíma til að sjá hvernig þróunin verður hjá þeim sem hafa smitast. „Menn geta veikst illa en ef að smitum fjölgar svona hratt eins og er að gerast þá stækkar hópurinn sem getur orðið veikur. Við sjáum það líka úr fyrri bylgjunum að það tekur viku, jafnvel tíu daga fyrir þá að fá alvarleg einkenni sem smitast,“ sagði Víðir. Skynsamlegt væri að bregðast hratt væri ætlunin að gera eitthvað en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir liggur nú undir feldi til að meta hvort þörf sé á hertari aðgerðum. „Ef við ætlum að gera eitthvað, því fyrr sem eitthvað er gert því fyrr náum við að koma böndum á þetta. Við vitum alveg hvað þarf að gera. Það kunna þetta allir,“ sagði Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fullbólusettir, lítið útsettir en smita allt að sex manns Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala segir það koma sér mjög á óvart hversu margir smitist nú af kórónuveirunni. Hann telur að herða þurfi innanlandsaðgerðir fljótt. Varúðarráðstafanir voru hertar enn frekar á Landspítala í dag og starfsmenn beðnir að halda sér innan svokallaðrar sumarkúlu. 21. júlí 2021 18:31 Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu. 21. júlí 2021 17:36 „Væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð“ Formaður Hinsegin daga segir óþægilegt að vera kominn í sömu stöðu og í fyrra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Óvíst er hvort gripið verði til aðgerða innanlands til að stemma stigu við faraldurinn 21. júlí 2021 16:01 Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. 21. júlí 2021 12:07 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira
56 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af voru 43 fullbólusettir og 38 utan sóttkvíar. 223 eru nú í einangrun á landinu og 538 í sóttkví. Mikið hefur verið að gera í sýnatöku hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni, að um 3.500 sýni hafi verið tekin í dag, þar af um 2.500 einkennasýni. Víðir segir ljóst að þróunin sem verið hefur síðustu daga í aukningu á fjölda smitaðra muni halda áfram. „Það er töluvert mikið af smitum að koma inn í dag. Það hefur verið mjög mikið að gera í smitrakningunni og við sjáum það síðustu daga að við höfum fengið mjög mikið inn seinnipartinn og á kvöldin og það virðist ætla að halda áfram þannig,“ sagði Víðir í beinni útsendingu í kvöldfréttum RÚV í kvöld. Aðspurður um hvort að aukning yrði á fjölda smitaðra sagði Víðir það vera ljóst nú þegar. Hversu mikið stökkið yrði myndi koma í ljós þegar búið væri að greina öll sýni, sem gæti tekið dágóða stund. Þannig hafi sum af þeim smitum sem greint var frá í dag verið að detta inn fram á nótt. Aðspurður um hvort aukningin gæti orðið töluverð var svarið stutt og laggott: „Já, gæti verið það.“ Már Kristjánsson, formaður farsóttanefndar Landspítala og yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, kallaði eftir því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að aðgerðir yrðu hertar innanlands. Lagði hann til grímuskyldu og að skemmtanahald yrði takmarkað. Sagði hann róðurinn á Landspítalanum vera að þyngjast. Aðspurður um hvort ekki þyrfti að herða aðgerðir innanlands sagði Víðir að nú væri ekki endilega verið að einblína á fjölda smita heldur alvarleikann. Það tæki þó sinn tíma til að sjá hvernig þróunin verður hjá þeim sem hafa smitast. „Menn geta veikst illa en ef að smitum fjölgar svona hratt eins og er að gerast þá stækkar hópurinn sem getur orðið veikur. Við sjáum það líka úr fyrri bylgjunum að það tekur viku, jafnvel tíu daga fyrir þá að fá alvarleg einkenni sem smitast,“ sagði Víðir. Skynsamlegt væri að bregðast hratt væri ætlunin að gera eitthvað en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir liggur nú undir feldi til að meta hvort þörf sé á hertari aðgerðum. „Ef við ætlum að gera eitthvað, því fyrr sem eitthvað er gert því fyrr náum við að koma böndum á þetta. Við vitum alveg hvað þarf að gera. Það kunna þetta allir,“ sagði Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fullbólusettir, lítið útsettir en smita allt að sex manns Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala segir það koma sér mjög á óvart hversu margir smitist nú af kórónuveirunni. Hann telur að herða þurfi innanlandsaðgerðir fljótt. Varúðarráðstafanir voru hertar enn frekar á Landspítala í dag og starfsmenn beðnir að halda sér innan svokallaðrar sumarkúlu. 21. júlí 2021 18:31 Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu. 21. júlí 2021 17:36 „Væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð“ Formaður Hinsegin daga segir óþægilegt að vera kominn í sömu stöðu og í fyrra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Óvíst er hvort gripið verði til aðgerða innanlands til að stemma stigu við faraldurinn 21. júlí 2021 16:01 Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. 21. júlí 2021 12:07 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira
Fullbólusettir, lítið útsettir en smita allt að sex manns Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala segir það koma sér mjög á óvart hversu margir smitist nú af kórónuveirunni. Hann telur að herða þurfi innanlandsaðgerðir fljótt. Varúðarráðstafanir voru hertar enn frekar á Landspítala í dag og starfsmenn beðnir að halda sér innan svokallaðrar sumarkúlu. 21. júlí 2021 18:31
Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu. 21. júlí 2021 17:36
„Væri voða sárt að þurfa að aflýsa gleðigöngunni tvö ár í röð“ Formaður Hinsegin daga segir óþægilegt að vera kominn í sömu stöðu og í fyrra vegna faraldurs kórónuveirunnar. Óvíst er hvort gripið verði til aðgerða innanlands til að stemma stigu við faraldurinn 21. júlí 2021 16:01
Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. 21. júlí 2021 12:07