Aron mættur með Barein til Tókýó Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2021 09:01 Aron á hliðarlínunni. TF-Images/Getty Images Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í handknattleikslandsliði Barein eru komnir til Tókýó í Japan þar sem liðið mun taka þátt á Ólympíuleikum í fyrsta sinn. Barein vann Argentínu í síðasta vináttulandsleik þjóðanna fyrir leikana í Tókýó á mánudag, lokatölur 32-27. Handknattleikskeppni Ólympíuleikanna fer svo af stað á laugardaginn kemur, 24. júlí, þar sem Barein mætir Svíþjóð í fyrsta leik. Svíar enduðu í öðru sæti á HM fyrr á þessu ári. Barein mætir Portúgal, Japan, Danmörku og Egyptaland sömuleiðis í riðlakeppni leikanna. Leikið er annan hvern dag frá því keppni fer af stað 24. júlí. Í viðtali við handbolti.is segir Aron að liðið hafi komið til Tókýó á laugardag og farið beint inn í Ólympíuþorpið. Þar gilda strangar reglur vegna kórónuveirunnar. Fékk liðið ekki heimild til þess að fara út fyrir þorpið og æfa en leikurinn gegn Argentínu hafi þó mátt fara fram. „Það vantar einn línumann í liðið sem er meiddur á öxl. Hann náði ekki að verða klár áður en við fórum af stað. Einnig vantar ungan markvörð,“ sagði Aron um ástandið á leikmannahópi sínum fyrir leikana í viðtalinu við handbolti.is. Aron er einn fjögurra íslenskra handknattleiksþjálfara á Ólympíuleikunum. Dagur Sigurðsson stýrir Japan, Alfreð Gíslason stýrir Þýskalandi og Þórir Hergeirsson stýrir Noregi. Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Barein vann Argentínu í síðasta vináttulandsleik þjóðanna fyrir leikana í Tókýó á mánudag, lokatölur 32-27. Handknattleikskeppni Ólympíuleikanna fer svo af stað á laugardaginn kemur, 24. júlí, þar sem Barein mætir Svíþjóð í fyrsta leik. Svíar enduðu í öðru sæti á HM fyrr á þessu ári. Barein mætir Portúgal, Japan, Danmörku og Egyptaland sömuleiðis í riðlakeppni leikanna. Leikið er annan hvern dag frá því keppni fer af stað 24. júlí. Í viðtali við handbolti.is segir Aron að liðið hafi komið til Tókýó á laugardag og farið beint inn í Ólympíuþorpið. Þar gilda strangar reglur vegna kórónuveirunnar. Fékk liðið ekki heimild til þess að fara út fyrir þorpið og æfa en leikurinn gegn Argentínu hafi þó mátt fara fram. „Það vantar einn línumann í liðið sem er meiddur á öxl. Hann náði ekki að verða klár áður en við fórum af stað. Einnig vantar ungan markvörð,“ sagði Aron um ástandið á leikmannahópi sínum fyrir leikana í viðtalinu við handbolti.is. Aron er einn fjögurra íslenskra handknattleiksþjálfara á Ólympíuleikunum. Dagur Sigurðsson stýrir Japan, Alfreð Gíslason stýrir Þýskalandi og Þórir Hergeirsson stýrir Noregi.
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira