Erlent

Rússnesk kosning í Sýrlandi

Árni Sæberg skrifar
Bashar as-Assad tók við embætti forseta Sýrlands árið 2000. Hann tók við embættinu af Hafez al-Assad, föður sínum, sem stýrði landinu frá 1971 til 2000.
Bashar as-Assad tók við embætti forseta Sýrlands árið 2000. Hann tók við embættinu af Hafez al-Assad, föður sínum, sem stýrði landinu frá 1971 til 2000. AP/Hassan Ammar

Bashar al-Assad sór embættiseið sem forseti Sýrlands í fjórða sinn í dag. Hann hlaut 95 prósent atkvæða. Erlend stjórnvöld efast um gildi kosninganna. 

Kosningarnar voru aðrar kosningarnar í landinu eftir að mannskæð borgarastyrjöld hófst í Sýrlandi árið 2011. Hartnær hálf milljón manns hefur látist í stríðinu.

Skömmu áður en Assad sór embættiseið við hátíðlega athöfn létust sex, þar af þrjú börn, í loftárás stjórnvalda á Idlib, síðasta vígi stjórnarandstæðinga í landinu. Þetta segir í tilkynningu frá Syrian Observatory for Human Rights, breskri upplýsingaveitu um mannréttindi í Sýrlandi.

Assad sagði við athöfnina að kosningarnar sönnuðu að sýrlenska þjóðin styðji stjórnvöld. „Þær hafa afsannað fullyrðingar vestrænna embættismanna um lögmæti ríkisins,“ sagði hann um kosningarnar.

Kvöldið fyrir kosningarnar, sem haldnar voru 26. maí síðastliðinn, tilkynnntu bandarísk, bresk, frönsk, þýsk og ítölsk að kosningarnar væru „hvorki frjálsar né sanngjarnar.“ Andstæðingar sýrlenskra stjórnvalda kölluðu kosningarnar farsa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×