Erlendir ferðamenn hasla sér völl á Akureyri Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 10:46 Mikil veðurblíða hefur leikið við Akureyringa undanfarnar vikur. Sömu sögu má segja í dag. Vísir/Vilhelm Fjöldi erlendra ferðamanna á Akureyri þetta sumarið hefur aukist gífurlega miðað við síðasta sumar. Þetta segir bæði tjaldvörður á Akureyri og starfandi forstöðumaður Sundlaugarinnar á Akureyri. Stríður straumur fólks hefur verið í bæinn undanfarnar tvær vikur að sögn tjaldvarðar á tjaldsvæðinu Hamri á Akureyri. Hann segir veðurblíðuna sem leikið hefur um bæinn hafa verið til þess að tjaldsvæðið hafi verið nær alveg fullt undanfarnar tvær vikur. „Þetta er búið að vera svona í tvær vikur. Frekar fullt en alltaf eitthvað pláss ef það. Það er búið að vera svo gott veður og fólk eltir sólina,“ segir Ingunn Sigurðardóttir, tjaldvörður á Hömrum. Hún segir megn fólksins á svæðinu Íslendinga en einhverjir útlendingar séu þó snúnir aftur. „Þetta eru eiginlega allt Íslendingar, það eru kannski 5 prósent gesta sem eru útlendingar,“ segir Ingunn. Eftir einn góðan rigningardag á Akureyri í miðri þessari viku fór sólin að láta sjá sig aftur og skín hún nú skært yfir bænum. Undirrituð er sjálf stödd á Akureyri og stríður bílastraumur var á leiðinni úr Reykjavík og alla leið norður. Það vakti eftirtekt hjá blaðamanni hve margir ferðalangar voru með tjaldvagna og önnur vagnhýsi í eftirdragi og segir Ingunn það ríma ansi vel við ástandið á tjaldsvæðinu. „Ég held að það hafi allir keypt sér hjólhýsi í fyrra. Mikill meirihluti fólksins á tjaldsvæðinu er í hjólhýsum eða tjaldvögnum,“ segir Ingunn. Að sögn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur lítið verið um að vera í umferðinni þrátt fyrir þétta bílalest í bæinn. „Umferðin hefur gengið vel fyrir sig. Nóttin var róleg, fyrir utan slysið í Mývatnssveit sem er í okkar umdæmi. Það er stíft umferðareftirlit á þjóðvegunum og miðað við okkar dagbók var ekki mikið um hraðakstur. Umferðin fór bara vel fram,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki mikið hægt að segja til um hvort aðsóknin í umdæmið verði áfram svo góð. „Þetta fer bara allt eftir veðrinu, hvort fólk elti veðrið endalaust.“ Um leið og sólin skín rignir inn viðskiptavinum Sömu sögu má segja úr sundlauginni hér í bænum. Starfandi forstöðumaður sundlaugarinnar segir að um leið og sólin fór að skína í morgun hafi fólk flykkst í laugina. „Það má eiginlega segja að um leið og sólin fór að skína í morgun þá rigndi inn viðskiptavinum. Það er ekki alveg orðið þétt en það er löng röð í afgreiðslunni og margir á leiðinni í sund,“ segir Valdimar Pálsson, forstöðumaður sundlaugarinnar. „Ég er búinn að taka saman aðsóknina í þessum mánuði og við erum búin að fá einn rigningardag og meira að segja var hann ekki lélegur í fjölda komu viðskiptavina. Og maður tekur eftir mikilli aukningu frá því í fyrra,“ segir Valdimar. „Innlendi túristinn kom í fyrra, nú erum við með innlenda og erlenda. Aukningin er að erlendir ferðamenn eru farnir að láta sjá sig. Íslendingarnir hafa vinningin eins og staðan er núna,“ segir hann. Hann segir megnið af viðskiptavinunum fjölskyldufólk. „Algengasti viðskiptavinurinn er hjón með tvö börn. Það er samasemmerki: sól=full sundlaug, rigning=hálffull sundlaug. Sólin er eiginlega samasemmerki á að mikið sé að gera í vinnunni í dag.“ Akureyri Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Stríður straumur fólks hefur verið í bæinn undanfarnar tvær vikur að sögn tjaldvarðar á tjaldsvæðinu Hamri á Akureyri. Hann segir veðurblíðuna sem leikið hefur um bæinn hafa verið til þess að tjaldsvæðið hafi verið nær alveg fullt undanfarnar tvær vikur. „Þetta er búið að vera svona í tvær vikur. Frekar fullt en alltaf eitthvað pláss ef það. Það er búið að vera svo gott veður og fólk eltir sólina,“ segir Ingunn Sigurðardóttir, tjaldvörður á Hömrum. Hún segir megn fólksins á svæðinu Íslendinga en einhverjir útlendingar séu þó snúnir aftur. „Þetta eru eiginlega allt Íslendingar, það eru kannski 5 prósent gesta sem eru útlendingar,“ segir Ingunn. Eftir einn góðan rigningardag á Akureyri í miðri þessari viku fór sólin að láta sjá sig aftur og skín hún nú skært yfir bænum. Undirrituð er sjálf stödd á Akureyri og stríður bílastraumur var á leiðinni úr Reykjavík og alla leið norður. Það vakti eftirtekt hjá blaðamanni hve margir ferðalangar voru með tjaldvagna og önnur vagnhýsi í eftirdragi og segir Ingunn það ríma ansi vel við ástandið á tjaldsvæðinu. „Ég held að það hafi allir keypt sér hjólhýsi í fyrra. Mikill meirihluti fólksins á tjaldsvæðinu er í hjólhýsum eða tjaldvögnum,“ segir Ingunn. Að sögn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra hefur lítið verið um að vera í umferðinni þrátt fyrir þétta bílalest í bæinn. „Umferðin hefur gengið vel fyrir sig. Nóttin var róleg, fyrir utan slysið í Mývatnssveit sem er í okkar umdæmi. Það er stíft umferðareftirlit á þjóðvegunum og miðað við okkar dagbók var ekki mikið um hraðakstur. Umferðin fór bara vel fram,“ segir varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í samtali við fréttastofu. Hann segir ekki mikið hægt að segja til um hvort aðsóknin í umdæmið verði áfram svo góð. „Þetta fer bara allt eftir veðrinu, hvort fólk elti veðrið endalaust.“ Um leið og sólin skín rignir inn viðskiptavinum Sömu sögu má segja úr sundlauginni hér í bænum. Starfandi forstöðumaður sundlaugarinnar segir að um leið og sólin fór að skína í morgun hafi fólk flykkst í laugina. „Það má eiginlega segja að um leið og sólin fór að skína í morgun þá rigndi inn viðskiptavinum. Það er ekki alveg orðið þétt en það er löng röð í afgreiðslunni og margir á leiðinni í sund,“ segir Valdimar Pálsson, forstöðumaður sundlaugarinnar. „Ég er búinn að taka saman aðsóknina í þessum mánuði og við erum búin að fá einn rigningardag og meira að segja var hann ekki lélegur í fjölda komu viðskiptavina. Og maður tekur eftir mikilli aukningu frá því í fyrra,“ segir Valdimar. „Innlendi túristinn kom í fyrra, nú erum við með innlenda og erlenda. Aukningin er að erlendir ferðamenn eru farnir að láta sjá sig. Íslendingarnir hafa vinningin eins og staðan er núna,“ segir hann. Hann segir megnið af viðskiptavinunum fjölskyldufólk. „Algengasti viðskiptavinurinn er hjón með tvö börn. Það er samasemmerki: sól=full sundlaug, rigning=hálffull sundlaug. Sólin er eiginlega samasemmerki á að mikið sé að gera í vinnunni í dag.“
Akureyri Veður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira