„Hollywood-morðinginn“ dæmdur til dauða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2021 07:53 Michael Gargiulo var sakfelldur eftir að Ashton Kutcher bar vitni fyrir dómi. Getty/Frederick M. Brown Maður sem myrti tvær konur, og fékk viðurnefnið Hollywood Ripper, í byrjun aldarinnar hefur verið dæmdur til dauða. Hann var sakfelldur fyrir morðin, og tilraun til morðs, árið 2019 en vegna faraldursins var uppkvaðningu refsingar frestað þar til nú. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma, sérstaklega vegna þess að fyrsta fórnarlamb Michaels Gargiulo, eða Hollywood Ripper, hún Ashley Ellerin hafði ætlað á stefnumóti með leikaranum Ashton Kutcher sama kvöld og hún var myrt. Kutcher bar síðar vitni fyrir dómi. Fréttastofa CNN greinir frá. Gargiulo heldur enn fram sakleysi sínu. Saksóknarar í málinu lýstu honum fyrir dómi sem sjarmerandi manni sem hafði lokkað konur í Los Angeles og þóst vera vinalegur nágranni eða einstaklega handlaginn, áður en hann braust inn á heimili þeirra og stakk þær til dauða með hníf. Larry Paul Fidler, hæstaréttardómari í Los Angeles, kvað upp dóminn í gær og neitaði beiðni Gargiulo um að hann fengi ný réttarhöld. Gargiulo var sakfelldur fyrir morðin á Ashley Ellerin, 22 ára, Mariu Bruno, 32 ára, og fyrir að hafa reynt að myrða hina 26 ára gömlu Michelle Murphy árið 2008. Málið vakti eins og áður segir mikla athygli vegna tengingar eins fórnarlambanna við leikarann Ashton Kutcher. Kutcher bar eftirminnilega vitni fyrir dómi og lýsti því þegar hann fór heim til Ellerin, kvöldið sem hún var myrt, til að athuga með hana en hún hafði ekki hitt hann á stefnumótinu, eins og planað var. Hann lýsti því að hann hafi hringt á lögregluna þegar hann áttaði sig á hvað hafði gerst. „Herra Kutcher leit inn um gluggann og sá það sem hann hélt að væri rauðvínsblettur á gólfinu,“ sagði Dan Akemon, saksóknari í réttarsal. „Nú teljum við hins vegar, og sönnunargögnin sýna það, að þetta var blóð og Ashley hafði þegar verið myrt.“ Gargiulo er talinn lengi hafa haft hugann við morð en hann hefur verið ákærður í Illinois fyrir morðið á 18 ára gamalli stúlku árið 1993. Hann er talinn hafa stungið hana ítrekað með eggvopni fyrir utan útidyrnar heima hjá henni. Gargiulo bíður þess nú að málið verði tekið fyrir dóm. Bandaríkin Tengdar fréttir „Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið "Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum 15. ágúst 2019 23:47 Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Málið vakti mikla athygli á sínum tíma, sérstaklega vegna þess að fyrsta fórnarlamb Michaels Gargiulo, eða Hollywood Ripper, hún Ashley Ellerin hafði ætlað á stefnumóti með leikaranum Ashton Kutcher sama kvöld og hún var myrt. Kutcher bar síðar vitni fyrir dómi. Fréttastofa CNN greinir frá. Gargiulo heldur enn fram sakleysi sínu. Saksóknarar í málinu lýstu honum fyrir dómi sem sjarmerandi manni sem hafði lokkað konur í Los Angeles og þóst vera vinalegur nágranni eða einstaklega handlaginn, áður en hann braust inn á heimili þeirra og stakk þær til dauða með hníf. Larry Paul Fidler, hæstaréttardómari í Los Angeles, kvað upp dóminn í gær og neitaði beiðni Gargiulo um að hann fengi ný réttarhöld. Gargiulo var sakfelldur fyrir morðin á Ashley Ellerin, 22 ára, Mariu Bruno, 32 ára, og fyrir að hafa reynt að myrða hina 26 ára gömlu Michelle Murphy árið 2008. Málið vakti eins og áður segir mikla athygli vegna tengingar eins fórnarlambanna við leikarann Ashton Kutcher. Kutcher bar eftirminnilega vitni fyrir dómi og lýsti því þegar hann fór heim til Ellerin, kvöldið sem hún var myrt, til að athuga með hana en hún hafði ekki hitt hann á stefnumótinu, eins og planað var. Hann lýsti því að hann hafi hringt á lögregluna þegar hann áttaði sig á hvað hafði gerst. „Herra Kutcher leit inn um gluggann og sá það sem hann hélt að væri rauðvínsblettur á gólfinu,“ sagði Dan Akemon, saksóknari í réttarsal. „Nú teljum við hins vegar, og sönnunargögnin sýna það, að þetta var blóð og Ashley hafði þegar verið myrt.“ Gargiulo er talinn lengi hafa haft hugann við morð en hann hefur verið ákærður í Illinois fyrir morðið á 18 ára gamalli stúlku árið 1993. Hann er talinn hafa stungið hana ítrekað með eggvopni fyrir utan útidyrnar heima hjá henni. Gargiulo bíður þess nú að málið verði tekið fyrir dóm.
Bandaríkin Tengdar fréttir „Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið "Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum 15. ágúst 2019 23:47 Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32 Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Innlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
„Hollywood-morðinginn“ sakfelldur fyrir morðin eftir að Kutcher bar vitni Michael Gargiulo, sem kallaður hefur verið "Hollywood-morðinginn“ í fjölmiðlum vestanhafs, var í dag fundinn sekur um morð á tveimur konum 15. ágúst 2019 23:47
Kutcher var við það að tapa sér þegar hann komst að því að stúlkan sem hann hafði boðið út hafði verið myrt Bar vitni gegn í réttarhaldinu yfir manninum sem er kallaður The Hollywood Ripper 29. maí 2019 23:32