Leikmenn unglingaliðs Portsmouth til rannsóknar vegna rasisma eftir úrslitaleikinn á EM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. júlí 2021 08:30 Portsmouth leikur í ensku C-deildinni. getty/Phil Cole Leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru til rannsóknar vegna rasískra ummæla sem sumir þeirra létu falla eftir úrslitaleik EM. England tapaði fyrir Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleiknum þar sem Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka klikkuðu á sínum spyrnum. Í kjölfarið urðu þeir fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum. Nokkrir leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru grunaðir um að hafa látið rasísk ummæli falla í hópspjalli liðsins. Skjáskot af spjallinu rötuðu á samfélagsmiðla og það vakti athygli lögreglunnar í Hampshire. Hún hefur tekið málið til rannsóknar og vinnur með Portsmouth að rannsókn þess. „Það er ekkert pláss fyrir hatur eða fordóma af neinu tagi hjá Portsmouth eða öðrum samtökum sem ég tengist. Við látum þetta ekki viðgangast og það verða viðeigandi afleiðingar fyrir hvern þann sem gerist sekur um rasisma á samfélagsmiðlum eða öðrum stöðum,“ skrifaði Michael Eisner, eigandi Portsmouth, á Twitter. There is no place for hatred or bigotry of any kind at Portsmouth FC or any other organization with which I m affiliated. We won t tolerate it, and there will be appropriate consequences for anyone who engages in racist behavior in social media or elsewhere.— Michael Eisner (@Michael_Eisner) July 14, 2021 Kynþáttafordómarnir sem Rashford, Sancho og Saka urðu fyrir hafa víða verið fordæmdir, meðal annars á breska þinginu. Skemmdarverk voru unnin á veggmynd af Rashford í Manchester en hún var löguð með jákvæðum skilaboðum til framherjans. Um sjö hundruð manns söfnuðust svo saman við veggmyndina á þriðjudaginn til að sýna Rashford stuðning. Þá lét Sportbible gera risastóra veggmynd af þeim Rashford, Sancho og Saka í Manchester. EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
England tapaði fyrir Ítalíu í vítakeppni í úrslitaleiknum þar sem Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka klikkuðu á sínum spyrnum. Í kjölfarið urðu þeir fyrir kynþáttafordómum á samfélagsmiðlum. Nokkrir leikmenn unglingaliðs Portsmouth eru grunaðir um að hafa látið rasísk ummæli falla í hópspjalli liðsins. Skjáskot af spjallinu rötuðu á samfélagsmiðla og það vakti athygli lögreglunnar í Hampshire. Hún hefur tekið málið til rannsóknar og vinnur með Portsmouth að rannsókn þess. „Það er ekkert pláss fyrir hatur eða fordóma af neinu tagi hjá Portsmouth eða öðrum samtökum sem ég tengist. Við látum þetta ekki viðgangast og það verða viðeigandi afleiðingar fyrir hvern þann sem gerist sekur um rasisma á samfélagsmiðlum eða öðrum stöðum,“ skrifaði Michael Eisner, eigandi Portsmouth, á Twitter. There is no place for hatred or bigotry of any kind at Portsmouth FC or any other organization with which I m affiliated. We won t tolerate it, and there will be appropriate consequences for anyone who engages in racist behavior in social media or elsewhere.— Michael Eisner (@Michael_Eisner) July 14, 2021 Kynþáttafordómarnir sem Rashford, Sancho og Saka urðu fyrir hafa víða verið fordæmdir, meðal annars á breska þinginu. Skemmdarverk voru unnin á veggmynd af Rashford í Manchester en hún var löguð með jákvæðum skilaboðum til framherjans. Um sjö hundruð manns söfnuðust svo saman við veggmyndina á þriðjudaginn til að sýna Rashford stuðning. Þá lét Sportbible gera risastóra veggmynd af þeim Rashford, Sancho og Saka í Manchester.
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira