Fótbolti

Segir að Roy Kea­ne sé súr og svekktur út í Greal­ish eftir lands­liðs­skiptin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Grealish sár og svekktur eftir úrslitaleikinn.
Grealish sár og svekktur eftir úrslitaleikinn. Nick Potts/PA Images

Trevor Sinclair segir að Roy Keane sé súr út í Jack Grealish vegna þess að hann valdi frekar að spila fyrir hönd Englands en Írlands.

Keane lá ekki á skoðunum sínum, enda ekki vanur því, eftir úrslitaleik Englands og Ítalíu á Evrópumeistaramótinu.

Sakaði hann eldri og reyndari leikmenn Englands, líkt og Grealish, um að láta ungu mennina um ábyrgðina en síðar meir svaraði Grealish Keane fullum hálsi.

Sinclair ræddi þennan kýting í samtali við talkSPORT.

„Allir vita að Roy Keane hefur skoðun en þú getur ekki bara sagt að það sé rétt hjá honum,“ sagði Sinclair.

„Roy Keane er ekki svo heppinn, við á talkSPORT erum ekki svo heppin að vita hvað hefur farið fram á þessum fundum varðandi vítaspyrnurnar.“

„Ég trúi Jack. Ég held að hann hafi ekki falið sig. Hann er leikmaður sem stígur upp. Þegar þú vilt búa þér til nafn, þá stígurðu upp.“

Grealish lék með yngri liðum írska landsliðsins en ákvað að neita A-landsliðskalli þeirra árið 2015 og ákvað að spila fyrir hönd Englands.

„Ég held að með Roy Keane þá sé hann súr út af því Grealish yfrgaf Írland fyrir England og Keane sé persónulega súr yfir því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×