Naomi Osaka Barbie dúkka seldist upp á augabragði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2021 15:01 Naomi Osaka Barbie dúkkan í öllu sínu veldi. mattel Barbie dúkka byggð á tennisstjörnunni Naomi Osaka seldist upp aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hún fór í sölu. Osaka-dúkkan er hluti af dúkkulínunni „Barbie Role Models Doll Line“ frá Mattel þar sem þekktum kvenfyrirmyndum eru gerð skil. Meðal annarra þekktra íþróttakvenna sem eiga dúkkur af sér má nefna Aly Raisman, Amadine Henry og Dinu Asher Smith. Osaka-dúkkan, sem Carlyle Nuera hannaði, er í búningnum sem tennisstjarnan klæddist á Opna ástralska meistaramótinu í fyrra. Hún vann það mót reyndar ekki en hún hrósaði sigri á því 2019 og 2021. Alls á Osaka fjóra risatitla á ferilskránni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barbie dúkka af Osaka er framleidd. Það var einnig gert fyrir tveimur árum en sú dúkka fór ekki í almenna sölu eins og þessi. Nýjan dúkkan sló samstundis í gegn og seldist upp aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hún fór í sölu á mánudaginn. I first teamed up with @Barbie in 2019 and today we re introducing the Barbie Role Model Naomi Osaka doll. I hope every child is reminded that they can be and do anything: https://t.co/GrPuW1WkMnFun fact : (the doll is wearing my outfit from the 2020 Australian Open lol) pic.twitter.com/DlL98lNfQj— NaomiOsaka (@naomiosaka) July 12, 2021 Mikla athygli vakti þegar Osaka hætti keppni á Opna franska meistaramótinu í maí. Hún mætti ekki á blaðamannafund eftir sigur á Patriciu Mariu Tig í 1. umferð mótsins þar sem hún vildi vernda andlega heilsu sína. Osaka var sektuð fyrir að mæta ekki á blaðamannafundinn og skipuleggjendur mótsins hótuðu að henda henni úr leik. Osaka hætti hins vegar sjálf og sagðist ætla að taka sér frí frá tennis um óákveðinn tíma. Hin japanska Osaka tók ekki þátt á Wimbledon mótinu en ætlar að keppa á Ólympíuleikunum á heimavelli sem hefjast seinna í þessum mánuði. Tennis Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Sjá meira
Osaka-dúkkan er hluti af dúkkulínunni „Barbie Role Models Doll Line“ frá Mattel þar sem þekktum kvenfyrirmyndum eru gerð skil. Meðal annarra þekktra íþróttakvenna sem eiga dúkkur af sér má nefna Aly Raisman, Amadine Henry og Dinu Asher Smith. Osaka-dúkkan, sem Carlyle Nuera hannaði, er í búningnum sem tennisstjarnan klæddist á Opna ástralska meistaramótinu í fyrra. Hún vann það mót reyndar ekki en hún hrósaði sigri á því 2019 og 2021. Alls á Osaka fjóra risatitla á ferilskránni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Barbie dúkka af Osaka er framleidd. Það var einnig gert fyrir tveimur árum en sú dúkka fór ekki í almenna sölu eins og þessi. Nýjan dúkkan sló samstundis í gegn og seldist upp aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hún fór í sölu á mánudaginn. I first teamed up with @Barbie in 2019 and today we re introducing the Barbie Role Model Naomi Osaka doll. I hope every child is reminded that they can be and do anything: https://t.co/GrPuW1WkMnFun fact : (the doll is wearing my outfit from the 2020 Australian Open lol) pic.twitter.com/DlL98lNfQj— NaomiOsaka (@naomiosaka) July 12, 2021 Mikla athygli vakti þegar Osaka hætti keppni á Opna franska meistaramótinu í maí. Hún mætti ekki á blaðamannafund eftir sigur á Patriciu Mariu Tig í 1. umferð mótsins þar sem hún vildi vernda andlega heilsu sína. Osaka var sektuð fyrir að mæta ekki á blaðamannafundinn og skipuleggjendur mótsins hótuðu að henda henni úr leik. Osaka hætti hins vegar sjálf og sagðist ætla að taka sér frí frá tennis um óákveðinn tíma. Hin japanska Osaka tók ekki þátt á Wimbledon mótinu en ætlar að keppa á Ólympíuleikunum á heimavelli sem hefjast seinna í þessum mánuði.
Tennis Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri HM gæti farið úr Ally Pally Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Ekki haft tíma til að spá í EM Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Sjá meira