Týndi tíu vikna gömlum hvolpi á djamminu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 12. júlí 2021 13:21 Hvolpurinn Karítas var aðeins tíu vikna gömul þegar eigandinn fór með hana á djammið og týndi henni. Facebook Lýst var eftir tíu vikna gamla hvolpinum Karítas um helgina. Í ljós kom að eigandinn hafði tekið hvolpinn með sér á djammið á föstudagskvöld og óttast var að eigandinn hefði gert honum mein. Eftir langa leitarhelgi er hvolpurinn kominn í öruggar hendur þökk sé Hundasveitinni svokölluðu. Leit að hvolpinum Karítas vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum um helgina. Málið kom fyrst fyrir sjónir þegar systir eigandans greindi frá því á Facebook á laugardagsmorgun að hvolpurinn væri týndur. Fyrst kom fram að hvolpurinn væri tíu mánaða gamall og hefði týnst í miðbæ Reykjavíkur. Sandra Ósk Jóhannsdóttir er sjálfboðaliði og einn af forsprökkum hópsins Hundasveitin - skipulagssíða við leit á týndum hundum. Hún ákvað að aðhafast með því fylgjast með tilkynningum á Facebook, því hundar í miðbænum finnist vanalega fljótt sökum fjölda vegfarenda þar. „Svo kemur fram leiðrétting frá dóttur hennar, að hvolpurinn væri tíu vikna gamall en ekki tíu mánaða og þá fóru neyðarbjöllurnar í gang hjá okkur, því tíu vikna hvolpur er bara algjört beibí,“ segir Sandra. Hvolpurinn Karítas hefur upplifað næturlíf Reykjavíkur, sem er meira en má segja um aðra hvolpa á hennar aldri.Vísir Hafði farið með hvolpinn á Enska barinn Í kjölfarið hófst umfangsmikil leit, leitarhópurinn Hundasveitin ásamt fleiri dýravinum keyrðu um á laugardeginum og leituðu eftir vísbendingum í miðbænum án árangurs. Sandra útbjó auglýsingar út frá upplýsingum frá systur eigandans, en var aldrei í samskiptum við eigandann sjálfan og segir hún vera ástæðu fyrir því. „Ég fæ sem sagt skilaboð frá systur eigandans að málið væri bara það slæmt að eigandinn hefði verið fullur og tekið hvolpinn niður í bæ og farið með hann á Danska barinn og Spænska. Hann var búin að eiga hann í viku.“ Þá segir hún að bæði systir og systurdóttir eigandans hefðu verið miður sín og fullvissað hana um að ef hvolpurinn myndi finnast, færi hann ekki aftur til sama eiganda. Við þessar fréttir var Söndru hætt að lítast á blikuna. „Það voru alveg miklar pælingar í gangi hvort hann hefði gert honum eitthvað og við vorum alveg byrjuð að segja aðstandendum að leita í ruslafötum.“ Fullur maður sást vera vondur við hvolp Málið vakti gríðarlega athygli bæði á Facebook og Twitter og telur Sanda að meirihluti fólks í miðbænum hafi vitað af hvolpinum Karítas og margir hafi viljað hjálpa. Leitarhópnum fór að berast hinar ýmsu vísbendingar meðal annars frá gestum Danska barsins. Vísbendingar um ferðir Karítasar bárust úr ýmsum áttum.Skjáskot „Svo fékk ég vísbendingu að einhver maður hafi séð fullan mann í miðbænum vera vondur við hvolp og einhver hefði í kjölfarið tekið hvolpinn af honum.“ Eftir þessa vísbendingu ákvað leitarhópurinn að skima eftir tilkynningum um fundinn hvolp á netinu eða hvetja þann sem hafði fundið hvolpinn að gefa sig fram, frekar en að leita áfram í miðbænum. „Ef einhver góðhjörtuð manneskja hefði tekið hundinn, þá myndi hún tilkynna það, hafa samband við lögregluna, dýraspítala eða eitthvað, en það var ekkert. Við hringdum út um allt og það voru engar tilkynningar.“ Ætlaði að eigna sér hvolpinn Það var svo á sunnudagsmorgun sem tilkynning barst frá ókunnugum manni, þess efnis að dóttir hans hefði tekið hvolpinn að sér og hafði ætlað sér að eiga hann. „Pabbi stelpunnar og bróðir hennar eiginlega neyddu hana til þess að skila honum. En það er frekar óljóst hvernig hún hafði komist yfir hvolpinn. Ég veit ekki hvort einhver manneskja hafi bjargað honum og þessi stelpa fengið hvolpinn frá þeirri manneskju, eða hvort fólk hafi bara verið að láta hvolpinn ganga á milli sín á djamminu.“ Sanda segir þó að ef unga konan hafi tekið hvolpinn með sér heim af djamminu á föstudagskvöld og verið með hann hjá sér alla helgina án þess að tilkynna, sýni það einbeittan brotavilja og það sé hreinn þjófnaður sem hægt sé að kæra. Málið leysist þannig að lokum eftir annasama helgi hjá Hundasveitinni og segist Sandra persónulega ætla að fylgjast með því að hundurinn fari aldrei aftur í umsjá fyrrverandi eiganda. Hún bendir fólki á að leita til Matvælastofnunar, óttist það um velferð dýra. Sjálf hiki hún ekki við það. Sandra Ósk lætur sig velferð dýra varða. Hún segir sjálfboðaliðastarfð innan Hundasveitarinnar virkilega gefandi en krefjandi á sama tíma.Facebook/Sandra Ósk Jóhannsdóttir Gefandi en krefjandi starf Sandra segir þetta mál vera það skrítnasta sem hún hafi nokkurn tíman unnið í. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum leitum að hinum ýmsu dýrum síðan hún gerðist sjálfboðaliði á síðasta ári. „Það kom bara að því að ég fór að taka eftir gríðarlegri aukningu á týndum hundum og ég gat ekki setið á mér og þurfti að fara út að leita. Þá kynntist ég öðrum æðislegum stelpum sem voru mjög duglegar og virkar í leit. Þannig einhvern veginn myndast bara þessi mjög svo þétti hópur sem við köllum Hundasveitina.“ Hópurinn þiggur engar greiðslur né fundarlaun af neinu tagi, en Sandra bendir á að hægt sé að styrkja félagið Dýrfinnu. „Þar erum við að þróa smáforrit til að hjálpa eigendum týndra dýra að auglýsa dýrið sitt og fá sjálfboðaliða í starfið, svo þetta verði skilvirkara en bara Facebook. Svo erum við að vinna að því að geta veitt áfallahjálp fyrir eigendur sem hafa týnt eða misst dýrið sitt, þeim að kostnaðarlausu.“ Hópurinn samanstendur af sjö stelpum sem skipuleggja leitir að týndum dýrum. Þær einskorða sig ekki við hunda, þrátt fyrir að nafnið kunni að gefa það til kynna. Sandra segir öll dýrin sem þeim hefur tekist að bjarga gera starfið einstaklega gefandi, þrátt fyrir að önnur mál sem fari ekki eins vel geti gert starfið krefjandi. Hún hvetur fólk til þess að hafa samband við minnstu tilefni. „Bara ef þú sérð eitthvað, hund, kött eða hvað sem er, þá erum við alltaf til taks, dag og nótt.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Næturlíf Reykjavík Hundar Gæludýr Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Leit að hvolpinum Karítas vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum um helgina. Málið kom fyrst fyrir sjónir þegar systir eigandans greindi frá því á Facebook á laugardagsmorgun að hvolpurinn væri týndur. Fyrst kom fram að hvolpurinn væri tíu mánaða gamall og hefði týnst í miðbæ Reykjavíkur. Sandra Ósk Jóhannsdóttir er sjálfboðaliði og einn af forsprökkum hópsins Hundasveitin - skipulagssíða við leit á týndum hundum. Hún ákvað að aðhafast með því fylgjast með tilkynningum á Facebook, því hundar í miðbænum finnist vanalega fljótt sökum fjölda vegfarenda þar. „Svo kemur fram leiðrétting frá dóttur hennar, að hvolpurinn væri tíu vikna gamall en ekki tíu mánaða og þá fóru neyðarbjöllurnar í gang hjá okkur, því tíu vikna hvolpur er bara algjört beibí,“ segir Sandra. Hvolpurinn Karítas hefur upplifað næturlíf Reykjavíkur, sem er meira en má segja um aðra hvolpa á hennar aldri.Vísir Hafði farið með hvolpinn á Enska barinn Í kjölfarið hófst umfangsmikil leit, leitarhópurinn Hundasveitin ásamt fleiri dýravinum keyrðu um á laugardeginum og leituðu eftir vísbendingum í miðbænum án árangurs. Sandra útbjó auglýsingar út frá upplýsingum frá systur eigandans, en var aldrei í samskiptum við eigandann sjálfan og segir hún vera ástæðu fyrir því. „Ég fæ sem sagt skilaboð frá systur eigandans að málið væri bara það slæmt að eigandinn hefði verið fullur og tekið hvolpinn niður í bæ og farið með hann á Danska barinn og Spænska. Hann var búin að eiga hann í viku.“ Þá segir hún að bæði systir og systurdóttir eigandans hefðu verið miður sín og fullvissað hana um að ef hvolpurinn myndi finnast, færi hann ekki aftur til sama eiganda. Við þessar fréttir var Söndru hætt að lítast á blikuna. „Það voru alveg miklar pælingar í gangi hvort hann hefði gert honum eitthvað og við vorum alveg byrjuð að segja aðstandendum að leita í ruslafötum.“ Fullur maður sást vera vondur við hvolp Málið vakti gríðarlega athygli bæði á Facebook og Twitter og telur Sanda að meirihluti fólks í miðbænum hafi vitað af hvolpinum Karítas og margir hafi viljað hjálpa. Leitarhópnum fór að berast hinar ýmsu vísbendingar meðal annars frá gestum Danska barsins. Vísbendingar um ferðir Karítasar bárust úr ýmsum áttum.Skjáskot „Svo fékk ég vísbendingu að einhver maður hafi séð fullan mann í miðbænum vera vondur við hvolp og einhver hefði í kjölfarið tekið hvolpinn af honum.“ Eftir þessa vísbendingu ákvað leitarhópurinn að skima eftir tilkynningum um fundinn hvolp á netinu eða hvetja þann sem hafði fundið hvolpinn að gefa sig fram, frekar en að leita áfram í miðbænum. „Ef einhver góðhjörtuð manneskja hefði tekið hundinn, þá myndi hún tilkynna það, hafa samband við lögregluna, dýraspítala eða eitthvað, en það var ekkert. Við hringdum út um allt og það voru engar tilkynningar.“ Ætlaði að eigna sér hvolpinn Það var svo á sunnudagsmorgun sem tilkynning barst frá ókunnugum manni, þess efnis að dóttir hans hefði tekið hvolpinn að sér og hafði ætlað sér að eiga hann. „Pabbi stelpunnar og bróðir hennar eiginlega neyddu hana til þess að skila honum. En það er frekar óljóst hvernig hún hafði komist yfir hvolpinn. Ég veit ekki hvort einhver manneskja hafi bjargað honum og þessi stelpa fengið hvolpinn frá þeirri manneskju, eða hvort fólk hafi bara verið að láta hvolpinn ganga á milli sín á djamminu.“ Sanda segir þó að ef unga konan hafi tekið hvolpinn með sér heim af djamminu á föstudagskvöld og verið með hann hjá sér alla helgina án þess að tilkynna, sýni það einbeittan brotavilja og það sé hreinn þjófnaður sem hægt sé að kæra. Málið leysist þannig að lokum eftir annasama helgi hjá Hundasveitinni og segist Sandra persónulega ætla að fylgjast með því að hundurinn fari aldrei aftur í umsjá fyrrverandi eiganda. Hún bendir fólki á að leita til Matvælastofnunar, óttist það um velferð dýra. Sjálf hiki hún ekki við það. Sandra Ósk lætur sig velferð dýra varða. Hún segir sjálfboðaliðastarfð innan Hundasveitarinnar virkilega gefandi en krefjandi á sama tíma.Facebook/Sandra Ósk Jóhannsdóttir Gefandi en krefjandi starf Sandra segir þetta mál vera það skrítnasta sem hún hafi nokkurn tíman unnið í. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum leitum að hinum ýmsu dýrum síðan hún gerðist sjálfboðaliði á síðasta ári. „Það kom bara að því að ég fór að taka eftir gríðarlegri aukningu á týndum hundum og ég gat ekki setið á mér og þurfti að fara út að leita. Þá kynntist ég öðrum æðislegum stelpum sem voru mjög duglegar og virkar í leit. Þannig einhvern veginn myndast bara þessi mjög svo þétti hópur sem við köllum Hundasveitina.“ Hópurinn þiggur engar greiðslur né fundarlaun af neinu tagi, en Sandra bendir á að hægt sé að styrkja félagið Dýrfinnu. „Þar erum við að þróa smáforrit til að hjálpa eigendum týndra dýra að auglýsa dýrið sitt og fá sjálfboðaliða í starfið, svo þetta verði skilvirkara en bara Facebook. Svo erum við að vinna að því að geta veitt áfallahjálp fyrir eigendur sem hafa týnt eða misst dýrið sitt, þeim að kostnaðarlausu.“ Hópurinn samanstendur af sjö stelpum sem skipuleggja leitir að týndum dýrum. Þær einskorða sig ekki við hunda, þrátt fyrir að nafnið kunni að gefa það til kynna. Sandra segir öll dýrin sem þeim hefur tekist að bjarga gera starfið einstaklega gefandi, þrátt fyrir að önnur mál sem fari ekki eins vel geti gert starfið krefjandi. Hún hvetur fólk til þess að hafa samband við minnstu tilefni. „Bara ef þú sérð eitthvað, hund, kött eða hvað sem er, þá erum við alltaf til taks, dag og nótt.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Næturlíf Reykjavík Hundar Gæludýr Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira