Alls konar markmið í vinnunni en sömu góðu ráðin Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. júlí 2021 07:00 Við getum verið með alls konar markmið í vinnunni en fyrir flest þeirra eru nokkur einföld ráð sem virka til að ná þeim. Vísir/Getty Áskoranirnar í vinnunni okkar eru af öllum toga. Allt frá því að vera stórtæk og snúa að starfsframanum okkar, eða bara lítil og góð þar sem okkur langar sjálfum til að bæta okkur í einhverju. Til dæmis að brosa oftar. Eða mæta alltaf á réttum tíma. Það skiptir í rauninni engu máli við hvað við störfum. Flestum okkar langar til að bæta okkur í einhverju. Sumir glíma til dæmis við feimni og hafa sett sér það markmið að þora oftar að tala á fundum. Aðrir hafa sett sér það markmið að komast í stjórnendastöðu eða jafnvel forstjórastólinn. Enn aðrir ætla sér að verða ríkir. Hvað svo sem okkur langar til að geta gert eða gera betur er aðalmálið að vera með skýra sýn á það hver markmiðin okkar eru. Því ef að markmiðin eru ljós, er alltaf hægt að finna leiðir til að ná markmiðunum. Hér eru nokkur einföld og góð ráð, sem hreinlega virka fyrir öll markmið. 1. Byrjum smátt Ímyndum okkur að markmiðið sé að spara aðeins í kaupum á hádegismat. Koma oftar með nesti eða jafnvel afganga að heiman. Við höfum margoft hugsað þetta en aldrei staðið við. Hér gildir einföld regla: Byrjum smátt. Í stað þess að skera niður í kostnaði um helming strax eða ætla sér að koma með nesti alla daga vikunnar, er hægt að byrja í smærri skrefum. Spara smá upphæð við hver kaup (vatn í staðinn fyrir gos eða sleppa kaffinu eftir matinn?) eða að setja markmiðið á að koma með nesti tvo daga í viku. Byrja smátt og bæta síðan við hægt og rólega þar til markmiðinu er náð. 2. Gefum okkur tíma fyrir markmiðið Til viðbótar við að byrja smátt er gott að fara yfir markmiðalistann og umbætur vikulega. Hvernig gekk okkur í síðustu viku? Hvaða árangri náðum við? Hvar erum við stödd? Hver eru næstu skref? Ákveða síðan hver markmiðin eru, hvernig við getum bætt um betur og hvað við getum gert strax í dag til að ná næsta áfanga. Markmiðið okkar gæti til dæmis verið að flokka tölvupóstana okkar betur. Eyða því sem má eyða en setja í möppur því sem við viljum geta sóst í. Hvert svo sem markmiðið er, þurfum við alltaf að gera ráð fyrir því að markmiðið okkar fái tíma og svigrúm til að verða að veruleika. Við þurfum líka að gefa okkur tíma til að geta skoðað hvernig okkur gengur. Til þess að búa til þennan tíma er oft gott að byrja á því að minnka tíma sem við teljum óþarfan. Hjá mörgum gæti það til dæmis hjálpað að minnka daglega aðeins notkun í símanum og á samfélagsmiðlum og búa þannig til tíma fyrir okkur sjálf og okkar markmið. 3. Betur sjá augu en auga Markmiðin okkar í vinnunni geta verið vinnutengd en þau geta líka verið af persónulegum toga. Hver svo sem þau eru, er mælt með því að þú ræðir markmiðið þitt við einhvern. Þú getur til dæmis sagt góðum samstarfsfélaga að þú ætlir að bæta þig í einhverju. Til dæmis í hraða við afgreiðslu eða úrlausn einhverja mála, án þess að gæði skerðist. Samstarfsfélaginn getur verið liðsmaðurinn þinn í að meta frammistöðuna þína og sýnt þér stuðning því það eitt og sér að geta rætt málin við einhvern, getur hjálpað. Fyrir persónuleg markmið er gott að ræða málin við traustan vin. Það gæti verið makinn eða einhver utan vinnu. Að fá traustan vin til að ræða málin reglulega, spyrja hvernig gengur og koma með endurgjöf er eitthvað sem hjálpar okkur við að ná markmiðum okkar og halda fókus. Góðu ráðin Tengdar fréttir „Ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð“ Vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku, ekkert ólíkt þeirri upplifun að ganga á fjöll eða sinna öðrum áhugamálum. Vinnustaðir þurfa að hanna sveigjanlegri kerfi sem hver og einn starfmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Og íslensk fyrirtæki eru nú þegar að sjá vísbendingar um að fólk hugi að flutningum á milli landshluta eða jafnvel til annarra landa, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika til framtíðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum mannauðstjóra sem teknir voru tali í dag, í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins sem er í dag. 20. maí 2021 07:01 Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 „Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“ „Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum. 16. apríl 2021 07:02 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Það skiptir í rauninni engu máli við hvað við störfum. Flestum okkar langar til að bæta okkur í einhverju. Sumir glíma til dæmis við feimni og hafa sett sér það markmið að þora oftar að tala á fundum. Aðrir hafa sett sér það markmið að komast í stjórnendastöðu eða jafnvel forstjórastólinn. Enn aðrir ætla sér að verða ríkir. Hvað svo sem okkur langar til að geta gert eða gera betur er aðalmálið að vera með skýra sýn á það hver markmiðin okkar eru. Því ef að markmiðin eru ljós, er alltaf hægt að finna leiðir til að ná markmiðunum. Hér eru nokkur einföld og góð ráð, sem hreinlega virka fyrir öll markmið. 1. Byrjum smátt Ímyndum okkur að markmiðið sé að spara aðeins í kaupum á hádegismat. Koma oftar með nesti eða jafnvel afganga að heiman. Við höfum margoft hugsað þetta en aldrei staðið við. Hér gildir einföld regla: Byrjum smátt. Í stað þess að skera niður í kostnaði um helming strax eða ætla sér að koma með nesti alla daga vikunnar, er hægt að byrja í smærri skrefum. Spara smá upphæð við hver kaup (vatn í staðinn fyrir gos eða sleppa kaffinu eftir matinn?) eða að setja markmiðið á að koma með nesti tvo daga í viku. Byrja smátt og bæta síðan við hægt og rólega þar til markmiðinu er náð. 2. Gefum okkur tíma fyrir markmiðið Til viðbótar við að byrja smátt er gott að fara yfir markmiðalistann og umbætur vikulega. Hvernig gekk okkur í síðustu viku? Hvaða árangri náðum við? Hvar erum við stödd? Hver eru næstu skref? Ákveða síðan hver markmiðin eru, hvernig við getum bætt um betur og hvað við getum gert strax í dag til að ná næsta áfanga. Markmiðið okkar gæti til dæmis verið að flokka tölvupóstana okkar betur. Eyða því sem má eyða en setja í möppur því sem við viljum geta sóst í. Hvert svo sem markmiðið er, þurfum við alltaf að gera ráð fyrir því að markmiðið okkar fái tíma og svigrúm til að verða að veruleika. Við þurfum líka að gefa okkur tíma til að geta skoðað hvernig okkur gengur. Til þess að búa til þennan tíma er oft gott að byrja á því að minnka tíma sem við teljum óþarfan. Hjá mörgum gæti það til dæmis hjálpað að minnka daglega aðeins notkun í símanum og á samfélagsmiðlum og búa þannig til tíma fyrir okkur sjálf og okkar markmið. 3. Betur sjá augu en auga Markmiðin okkar í vinnunni geta verið vinnutengd en þau geta líka verið af persónulegum toga. Hver svo sem þau eru, er mælt með því að þú ræðir markmiðið þitt við einhvern. Þú getur til dæmis sagt góðum samstarfsfélaga að þú ætlir að bæta þig í einhverju. Til dæmis í hraða við afgreiðslu eða úrlausn einhverja mála, án þess að gæði skerðist. Samstarfsfélaginn getur verið liðsmaðurinn þinn í að meta frammistöðuna þína og sýnt þér stuðning því það eitt og sér að geta rætt málin við einhvern, getur hjálpað. Fyrir persónuleg markmið er gott að ræða málin við traustan vin. Það gæti verið makinn eða einhver utan vinnu. Að fá traustan vin til að ræða málin reglulega, spyrja hvernig gengur og koma með endurgjöf er eitthvað sem hjálpar okkur við að ná markmiðum okkar og halda fókus.
Góðu ráðin Tengdar fréttir „Ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð“ Vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku, ekkert ólíkt þeirri upplifun að ganga á fjöll eða sinna öðrum áhugamálum. Vinnustaðir þurfa að hanna sveigjanlegri kerfi sem hver og einn starfmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Og íslensk fyrirtæki eru nú þegar að sjá vísbendingar um að fólk hugi að flutningum á milli landshluta eða jafnvel til annarra landa, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika til framtíðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum mannauðstjóra sem teknir voru tali í dag, í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins sem er í dag. 20. maí 2021 07:01 Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00 „Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“ „Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum. 16. apríl 2021 07:02 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
„Ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð“ Vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku, ekkert ólíkt þeirri upplifun að ganga á fjöll eða sinna öðrum áhugamálum. Vinnustaðir þurfa að hanna sveigjanlegri kerfi sem hver og einn starfmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Og íslensk fyrirtæki eru nú þegar að sjá vísbendingar um að fólk hugi að flutningum á milli landshluta eða jafnvel til annarra landa, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika til framtíðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum mannauðstjóra sem teknir voru tali í dag, í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins sem er í dag. 20. maí 2021 07:01
Jafnræði heima fyrir en ekki vitlaust að setja sér reglur og mörk Við tölum oft um jafnvægi heimilis og vinnu, veltum fyrir okkur hvort vinnustaðir teljist fjölskylduvænir, hvort jafnræði ríki á milli kvenna og karla í uppeldis- og heimilisverkum og mikilvægi styttingu vinnuvikunnar. En hvað segja ungu foreldrarnir sjálfir sem stunda fulla vinnu, samhliða því að ala upp ung börn, byggja upp heimili, láta sig umhverfismálin varða og lifa á tímum samfélagsmiðla? 12. maí 2021 07:00
„Verum óhrædd og þorin og prófum okkur áfram“ „Mitt ráð til þeirra sem eru að stíga þau skref að stytta vinnuvikuna er að horfa á verkefnið sem umbótatækifæri og nota þau verkfæri sem hönnunarhugsun færir okkur,“ segir Sara Lind Guðbergsdóttir sérfræðingur hjá Ríkiskaupum og þýðandi bókarinnar „Styttri“ eftir dr. Alex S. Pang framtíðarfræðings í Kísildal í Bandaríkjunum. 16. apríl 2021 07:02