Fótbolti

Eng­land verður í fimm manna vörn í úr­slita­leiknum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kieran Trippier er í byrjunarliði Englands í úrslitaleik EM.
Kieran Trippier er í byrjunarliði Englands í úrslitaleik EM. Shaun Botterill/Getty Images

Sky Sports hefur staðfest að England verði í fimm manna vörn í kvöld er liðið mætir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta. Byrjunarliðið má finna hér að neðan.

Kieran Trippier snýr aftur í byrjunarliðið fyrir Bukayo Saka sem fær sér sæti á bekknum. Annars er liðið svipað og það hefur verið í undanförnum leikjum.

Trippier kemur inn í liðið sem þýðir að England verður í fimm manna varnarlínu. Stillir Southgate upp í 3-4-3 leikkerfi líkt og gegn Þýskalandi. 

Hinn kyrrláti Jordan Pickford er í rammanum, Harry Maguire, John Stones og Kyle Walker eru í miðverði. Tripper og Luke Shaw eru í bakvörðunum. Þar fyrir framan eru Declan Rice og Kalvin Phillips.

Stóra spurningin er hvort Mason Mount verði úti á væng eða hvort hann verði á miðjunni með Rice og Phillips til að koma í veg fyrir að Ítalir vinni miðsvæðið. Frammi eru svo Harry Kane og Raheem Sterling.

England mætir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins klukkan 19.00. Upphitun Stöð 2 Sport hefst 50 mínútum fyrr eða 18.10. 



Tengdar fréttir

Ítalska liðið heldur í hefðirnar

Fótboltamenn og íþróttafólk almennt á það til að vera mjög vanafast og í raun hjátrúafullt. Þetta hefur ítalska landsliðið í knattspyrnu sannað það sem af er Evrópumótinu í fótbolta.

Kane klár í að mæta „tveimur stríðsmönnum“

Giorgio Chiellini, varnarmaður ítalska landsliðsins, og Harry Kane, framherji enska landsliðsins, hlakka báðir til þess að mæta hvorum öðrum í úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í kvöld.

Sagan ekki með Eng­lendingum

Það verður seint sagt að sagan sé Englendingum hliðholl fyrir úrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. England hefur skotið sögunni ref fyrir rass til þessa á mótinu og þurfa að gera það enn eina ferðina í úrslitaleiknum gegn Ítalíu í kvöld.

Bara síðasti sentímetrinn eftir

Giorgio Chiellini, varnarmaður ítalska karlalandsliðsins í fótbolta, kveðst bjartsýnn fyrir komandi leik liðsins við England í úrslitum Evrópumótsins í kvöld. Þetta kann að vera hans síðasti séns til að vinna titil á stórmóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×