Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. júlí 2021 19:01 Systkinin Amalia Vilborg Sörensdóttir og Steinar Immanuel Sörensson eru meðal þeirra sem voru vanrækt sem ungbörn á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins árið 1974 þegar þau voru þar í fóstri. Þau segja brýnt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin var opin eða til ársins 1979. Vísir/Berghildur Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað. Borgarstjóri tilkynnti í vikunni að stefnt sé á að starfsemi vöggustofa í borginni yrði rannsökuð. Það var eftir að hópur karla lýsti afar skaðlegum áhrifum dvalar á slíkum stofnunum. Systkinin Amalía Vilborg Sörensdóttir og Steinar Immanuel Sörensson voru tveggja mánaða og eins og hálfs þegar þau voru sett í fóstur á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins árið 1974 vegna veikinda móður og bágra heimilisaðstæðna. Amelía dvaldi þar næstu sex mánuði lífsins og Steinar í um tíu mánuði. Þau segjast hafa orðið fyrir alvarlegri vanrækslu meðan þau dvöldu þar. „Ég var undir átta mánaða aldri og mér var ekki sinnt og ég upplifi það þannig. Ég upplifi mig bara sitja endalaust í hvítu rimlarúmi Mér var illt í baki og rassinum og það eina sem ég sá voru fætur sem gengu fram og til baka,“ segir Amalía. Það mátti ekki taka börnin upp Amalía fékk þetta svo staðfest frá ömmu eiginmanns síns sem var í starfsnámi á vöggustofunni á sama tíma eða árið 1974. „Henni stórlega ofbauð því það mátti aldrei taka krakkana upp úr rúmi nema til að skipta á þeim, þau skyldu bara sitja og grenja allan daginn ef það var málið,“ segir Amalía. Steinar sem var aðeins eldri segist ekki muna neitt eftir dvölinni en hafi vitneskju um hvernig komið var fram við börnin. „Starfsfólkið mátti ekki mynda tengsl við okkur og við vorum bara látin liggja í rúmunum okkar tímunum saman án þess að starfsfólkið skipti sér af okkur, “ segir Steinar. Þau segjast hafa verið afar heppin því þau komust eftir sex og átta mánuði til afar góðra fósturforeldra sem tóku þau svo alfarið að sér. Amalía segir að ástandið á sér hafi ekki verið beysið þegar hún var sótt af þeim. „Mamma sagði að ég hefði verið með slæm sár á bleyjusvæði. Henni tókst hins vegar á skömmum tíma að laga það, “ segir Amalia. Glíma við langvarandi afleiðingar vanrækslunnar Amalia sem starfar sem geðhjúkrunarfræðingur í dag segir að þessi tími hafi haft djúpstæð áhrif enda mikilvægt að börn í frumbernsku fái gott atlæti. „Ég hef alltaf glímt við kvíða og lágt sjálfsmat. Það er alveg sama hvað ég geri, ég er alltaf fljót að berja mig niður. Það er eins og vanti allan grunn sem maður þarf að hafa. Það er eins og traustið hafi skaðast þarna í frumbernskunni,“ segir Amalía. Steinar er öryrki vegna þunglyndis sem hann segir að rekja megi til þess tíma sem hann var í fóstri. „Ég hef alltaf haft þá tilfinningu að ég sé einskis virði, engin vilji neitt með mig hafa. Þetta er svo djúpstæð tilfinning sem hefur alltaf fylgt mér. Það var ekki fyrr en ég fer að vinna með sálfræðingi sem ég átta mig á að þetta kemur frá þessari dvöl og annarri fósturdvöl sem var á Hjalteyri. Þau leggja áherslu að borgin rannsaki allan þann tíma sem vöggustofan var opin. „Starfsemi þessarar vöggustofu var í gangi allt til ársins 1979 og því gríðarlega mikilvægt að fara vel yfir allan þann tíma,“ segja þau Amalia og Steinar. Bræðurnir voru lokaðir í búri á fósturheimili á Hjalteyri Steinar segist líka hafa verið vanræktur sem ungbarn á fósturheimili á Hjalteyri þar sem hann var í fóstri frá sex mánaða aldri til eins árs. Þangað fóru einnig þrjú eldri systkini hans í fóstur og voru í um átta ár. e Heimilið á Hjalteyri í Arnarneshreppi var starfrækt af hjónunum Einari og Beverly Gíslason og var fyrirmyndin sótt til Kumbaravogs.Barnaverndarnefnd Akureyrar og fleiri nefndir norðanlands ráðstöfuðu börnum þangað fyrir og um miðjan áttunda áratuginn, samkvæmt skýrslu nefndar um Breiðavíkurheimilið. Steinar segir að hjónin Einar og Beverly Gíslason sem höfðu þau í fóstri hafi kallað þau börn djölfulsins. „Eldri systir mín mátti aldrei hugga mig þegar ég grét eða koma nálægt mér. Ég var bara látinn liggja og grenja. Þetta sagði hún mér á sínum tíma en hún er nú látin. Bræður mínir voru settir í búr í kjallaranum ef þeir gerðu eitthvað sem þeir máttu ekki gera. Tennurnar voru burstaðar með sápu ef þeir blótuðu og þeir voru barðir og beittir kynferðislegu ofbeldi,“ segir Steinar. „Börnin þarna fengu hrikalegt atlæti. Öll bréf sem þau sendu frá sér voru ritskoðuð af hjónunum. Þegar systir mín var 16 fór hún frá heimilinu og lét barnaverndaryfirvöld vita af ástandinu og í framhaldinu var heimilinu lokað. Systir mín lést aðeins 35 ára gömul. Og það er skrítið að alls voru 80 börn vistuð á fósturheimilinu á Hjalteyri og af þeim eru aðeins örfá enn á lífi, segir Amalía. Þau vilja að fósturheimilið að Hjalteyri verði rannsakað eins og þau heimili sem voru rannsökuð af ríkinu á sínum tíma. Engin vill hlusta „Ég hef árum saman barist fyrir því að þetta heimili verði rannsakað. Ég hef haft samband við félagsmálayfirvöld, þingmenn og ráðherra en það er eins og engin vilji vita af því hvað þarna fór fram. Kannski þótti þetta bara svona fínt fólk sem rak þetta heimili. Þau voru alla vega einhvers konar dagforeldrar í Garðabæ eftir að þau hættu með fósturheimilið á Hjalteyri,“ segir Steinar. Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Reykjavík Akureyri Vöggustofur í Reykjavík Tengdar fréttir Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Borgarstjóri tilkynnti í vikunni að stefnt sé á að starfsemi vöggustofa í borginni yrði rannsökuð. Það var eftir að hópur karla lýsti afar skaðlegum áhrifum dvalar á slíkum stofnunum. Systkinin Amalía Vilborg Sörensdóttir og Steinar Immanuel Sörensson voru tveggja mánaða og eins og hálfs þegar þau voru sett í fóstur á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins árið 1974 vegna veikinda móður og bágra heimilisaðstæðna. Amelía dvaldi þar næstu sex mánuði lífsins og Steinar í um tíu mánuði. Þau segjast hafa orðið fyrir alvarlegri vanrækslu meðan þau dvöldu þar. „Ég var undir átta mánaða aldri og mér var ekki sinnt og ég upplifi það þannig. Ég upplifi mig bara sitja endalaust í hvítu rimlarúmi Mér var illt í baki og rassinum og það eina sem ég sá voru fætur sem gengu fram og til baka,“ segir Amalía. Það mátti ekki taka börnin upp Amalía fékk þetta svo staðfest frá ömmu eiginmanns síns sem var í starfsnámi á vöggustofunni á sama tíma eða árið 1974. „Henni stórlega ofbauð því það mátti aldrei taka krakkana upp úr rúmi nema til að skipta á þeim, þau skyldu bara sitja og grenja allan daginn ef það var málið,“ segir Amalía. Steinar sem var aðeins eldri segist ekki muna neitt eftir dvölinni en hafi vitneskju um hvernig komið var fram við börnin. „Starfsfólkið mátti ekki mynda tengsl við okkur og við vorum bara látin liggja í rúmunum okkar tímunum saman án þess að starfsfólkið skipti sér af okkur, “ segir Steinar. Þau segjast hafa verið afar heppin því þau komust eftir sex og átta mánuði til afar góðra fósturforeldra sem tóku þau svo alfarið að sér. Amalía segir að ástandið á sér hafi ekki verið beysið þegar hún var sótt af þeim. „Mamma sagði að ég hefði verið með slæm sár á bleyjusvæði. Henni tókst hins vegar á skömmum tíma að laga það, “ segir Amalia. Glíma við langvarandi afleiðingar vanrækslunnar Amalia sem starfar sem geðhjúkrunarfræðingur í dag segir að þessi tími hafi haft djúpstæð áhrif enda mikilvægt að börn í frumbernsku fái gott atlæti. „Ég hef alltaf glímt við kvíða og lágt sjálfsmat. Það er alveg sama hvað ég geri, ég er alltaf fljót að berja mig niður. Það er eins og vanti allan grunn sem maður þarf að hafa. Það er eins og traustið hafi skaðast þarna í frumbernskunni,“ segir Amalía. Steinar er öryrki vegna þunglyndis sem hann segir að rekja megi til þess tíma sem hann var í fóstri. „Ég hef alltaf haft þá tilfinningu að ég sé einskis virði, engin vilji neitt með mig hafa. Þetta er svo djúpstæð tilfinning sem hefur alltaf fylgt mér. Það var ekki fyrr en ég fer að vinna með sálfræðingi sem ég átta mig á að þetta kemur frá þessari dvöl og annarri fósturdvöl sem var á Hjalteyri. Þau leggja áherslu að borgin rannsaki allan þann tíma sem vöggustofan var opin. „Starfsemi þessarar vöggustofu var í gangi allt til ársins 1979 og því gríðarlega mikilvægt að fara vel yfir allan þann tíma,“ segja þau Amalia og Steinar. Bræðurnir voru lokaðir í búri á fósturheimili á Hjalteyri Steinar segist líka hafa verið vanræktur sem ungbarn á fósturheimili á Hjalteyri þar sem hann var í fóstri frá sex mánaða aldri til eins árs. Þangað fóru einnig þrjú eldri systkini hans í fóstur og voru í um átta ár. e Heimilið á Hjalteyri í Arnarneshreppi var starfrækt af hjónunum Einari og Beverly Gíslason og var fyrirmyndin sótt til Kumbaravogs.Barnaverndarnefnd Akureyrar og fleiri nefndir norðanlands ráðstöfuðu börnum þangað fyrir og um miðjan áttunda áratuginn, samkvæmt skýrslu nefndar um Breiðavíkurheimilið. Steinar segir að hjónin Einar og Beverly Gíslason sem höfðu þau í fóstri hafi kallað þau börn djölfulsins. „Eldri systir mín mátti aldrei hugga mig þegar ég grét eða koma nálægt mér. Ég var bara látinn liggja og grenja. Þetta sagði hún mér á sínum tíma en hún er nú látin. Bræður mínir voru settir í búr í kjallaranum ef þeir gerðu eitthvað sem þeir máttu ekki gera. Tennurnar voru burstaðar með sápu ef þeir blótuðu og þeir voru barðir og beittir kynferðislegu ofbeldi,“ segir Steinar. „Börnin þarna fengu hrikalegt atlæti. Öll bréf sem þau sendu frá sér voru ritskoðuð af hjónunum. Þegar systir mín var 16 fór hún frá heimilinu og lét barnaverndaryfirvöld vita af ástandinu og í framhaldinu var heimilinu lokað. Systir mín lést aðeins 35 ára gömul. Og það er skrítið að alls voru 80 börn vistuð á fósturheimilinu á Hjalteyri og af þeim eru aðeins örfá enn á lífi, segir Amalía. Þau vilja að fósturheimilið að Hjalteyri verði rannsakað eins og þau heimili sem voru rannsökuð af ríkinu á sínum tíma. Engin vill hlusta „Ég hef árum saman barist fyrir því að þetta heimili verði rannsakað. Ég hef haft samband við félagsmálayfirvöld, þingmenn og ráðherra en það er eins og engin vilji vita af því hvað þarna fór fram. Kannski þótti þetta bara svona fínt fólk sem rak þetta heimili. Þau voru alla vega einhvers konar dagforeldrar í Garðabæ eftir að þau hættu með fósturheimilið á Hjalteyri,“ segir Steinar.
Ofbeldi gegn börnum Félagsmál Reykjavík Akureyri Vöggustofur í Reykjavík Tengdar fréttir Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Hörmulegar afleiðingar vöggustofanna: Brotið sjálfsmat, höfnunarótti og einræna Fimm manna hópur manna sem var vistaður á vöggustofum og á fleiri opinberum uppeldisstofnunum á vegum Reykjavíkurborgar eftir miðbik síðustu aldar fundaði með borgarstjóra í dag. Þeir lýsa skaðlegum áhrifum dvalar sinnar á stofnunum í viðtali við fréttastofu eftir fundinn. 7. júlí 2021 15:25