4,5 ár í fangelsi fyrir að nauðga konum fyrir sunnan og norðan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2021 16:51 Málið var til umfjöllunar í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Joshua Ikechukwu Mogbolu hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir endurteknar nauðganir árið 2020. Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og aftur norðan heiða í júlí. Hann þarf að greiða brotaþolunum tveimur samanlagt 3,3 milljónir í miskabætur. Ekki kemur fram hve gamall hinn dæmdi er en í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að hann hafi komið hingað til lands árið 2016. Dró aftur niður í kjallara Fyrra brotið átti sér stað á dvalarstað mannsins í kjallara á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020. Joshua hafði hitt konuna úti á lífinu þar sem þau keluðu lítilega áður en þau fóru saman upp í bíl. Konan var undir töluverðum áhrifum þegar brotin áttu sér stað. Fyrir dómi lýsti hún hvernig hún hefði endurtekið sagst ekki vilja hafa kynmök við manninn en hann ekki virt þá skoðun hennar. Hún hefði á einum tímapunkti reynt að komast undan en hann dregið hana aftur niður í kjallara og haldið brotum sínum áfram. Fór svo að hún flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af, bankaði upp á í næstu húsum þar til einhver svaraði og hringdi á lögreglu. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðulegri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Braut á konunni á baðherberginu Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í lok júlí 2020. Joshua og konan höfðu átt í samskiptum á Tinder og síðar Snapchat áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með hann á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Raunar hefðu þau farið tvisvar inn á baðherbergi til að stunda kynlíf. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira
Í fyrra skiptið á höfuðborgarsvæðinu í mars og aftur norðan heiða í júlí. Hann þarf að greiða brotaþolunum tveimur samanlagt 3,3 milljónir í miskabætur. Ekki kemur fram hve gamall hinn dæmdi er en í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að hann hafi komið hingað til lands árið 2016. Dró aftur niður í kjallara Fyrra brotið átti sér stað á dvalarstað mannsins í kjallara á höfuðborgarsvæðinu í mars 2020. Joshua hafði hitt konuna úti á lífinu þar sem þau keluðu lítilega áður en þau fóru saman upp í bíl. Konan var undir töluverðum áhrifum þegar brotin áttu sér stað. Fyrir dómi lýsti hún hvernig hún hefði endurtekið sagst ekki vilja hafa kynmök við manninn en hann ekki virt þá skoðun hennar. Hún hefði á einum tímapunkti reynt að komast undan en hann dregið hana aftur niður í kjallara og haldið brotum sínum áfram. Fór svo að hún flúði íbúðina á hlaupum eftir að hann hafði lokið sér af, bankaði upp á í næstu húsum þar til einhver svaraði og hringdi á lögreglu. Fór hún á neyðarmóttöku þar sem hugað var að henni. Héraðsdómur mat framburð konunnar mun trúverðulegri en mannsins sem sagði kynmök hafa verið stunduð með vilja beggja. Braut á konunni á baðherberginu Síðara brotið átti sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra í lok júlí 2020. Joshua og konan höfðu átt í samskiptum á Tinder og síðar Snapchat áður en þau hittust og fóru í bíltúr. Ók hún með hann á heimili þar sem tveir vinir hans voru. Þar hafði hann samræði við konuna án hennar samþykkis inni á baðherbergi. Konan sagðist hafa endurtekið neitað því að vilja stunda kynlíf en ekki verið á hana hlustað. Karlmaðurinn vildi meina, líkt og í fyrra brotinu, að samfarirnar hefðu verið með vilja beggja. Raunar hefðu þau farið tvisvar inn á baðherbergi til að stunda kynlíf. Héraðsdómur Reykjaness mat framburð konunnar trúverðugan á meðan hið sama mætti ekki segja um frásögn mannsins. Var hann dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða fyrri konunni tvær milljónir í miskabætur en þeirri síðari 1,3 milljónir króna. Dómur Héraðsdóms Reykjaness.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Sjá meira