Körfubolti

Sanja Or­ozo­vic og Ciani Cryor til liðs við Fjölni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sanja Orozovic mun áfram leika í gulu á næstu leiktíð en að þessu sinni með Fjölni.
Sanja Orozovic mun áfram leika í gulu á næstu leiktíð en að þessu sinni með Fjölni. Vísir/Vilhelm

Fjölnir hefur samið við tvo leikmenn fyrir komandi tímabil í efstu deild kvenna í körfubolta. Um er að ræða Sönju Orozovic sem hefur leikið hér á landi undanfarin þrjú ár og svo Ciani Cryor sem kemur frá Bandaríkjunum.

Fjölnir verður fjórða liðið sem Sanja Orozovic leikur með hér á landi. Hún hefur nú þegar spilað fyrir Breiðablik, KR og Skallagrím. Fór hún með KR í bikarúrslit 2020 þar sem liðið beið lægri hlut gegn Skallagrím ásamt því að enda í 2. sæti deildarinnar eftir tap gegn Val í úrslitum.

Sanja hefur spilað 67 leiki hér á landi og skorað að meðaltali 17,2 stig í þeim ásamt því að taka 8,2 fráköst og gefa 3,3 stoðsendingar.

Ciani Cryor kemur frá Bandaríkjunum og á að fylla skarð Arieal Hearn hefur sem hefur spilað með Fjölni undanfarin tvö tímabil. Cryor lék síðast með Texas-háskólanum og skilaði 18,1 stigi að meðaltali í leik ásamt því að gefa 6,4 stoðsendingar og taka 4,9 fráköst á lokaári sínu í skólanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×