Fótbolti

Ítalía lík­legri til að vinna EM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ítalír voru vel stemmdir fyrir leik sinn gegn Spánverjum í undanúrslitum EM. Ítalska liðið er talið mun líklegra til að vinna mótið heldur en það enska.
Ítalír voru vel stemmdir fyrir leik sinn gegn Spánverjum í undanúrslitum EM. Ítalska liðið er talið mun líklegra til að vinna mótið heldur en það enska. EPA-EFE/Facundo Arrizabalaga

Samkvæmt tölfræðilíkani Stats Perform er Ítalía töluvert líklegri til að vinna Evrópumótið í knattspyrnu heldur England. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley í Lundúnum á sunnudag.

England er komið í sinn fyrsta úrslitaleik á stórmóti síðan 1966 er liðið varð heimsmeistari, þá einnig á heimavelli. Liðið komst í undanúrslit á EM 1996, einnig á Wembley, en beið þá lægri hlut gegn Þjóðverjum.

Loksins loksins er liðið komið í úrslitaleik á nýjan leik og má reikna með að taugarnar séu þandar. Samkvæmt Stats Perform eru 39,9 prósent líkur á að Harry Kane lyfti Evrópumeistaratitlinum. 

Ekki kemur fram hvort heimavöllurinn sé tekinn með í reikninginn.

Líkurnar eru því með Ítölum í hag ef marka má þessa tölfræði. 60,1 prósent líkur eru á að þeir verði Evrópumeistarar.

Bæði lið lentu í vandræðum í undanúrslitum mótsins en England þurfti umdeilda vítaspyrnu í framlengingu gegn Danmörku til að tryggja sér farseðilinn í úrslitaleikinn. Kane brenndi reyndar af vítinu en fylgdi eftir og tryggði Englandi 2-1 sigur.

Ítalía var enn nær því að falla úr leik en leik þeirra gegn Spáni lauk 1-1 eftir venjulegan leiktíma sem og framlengingu. Því var farið í vítaspyrnukeppni þar sem Gianluigi Donnarumma reyndist hetja Ítala sem eru komnir í annan úrslitaleikinn á síðustu þremur Evrópumótum.

Ítalir vonast eftir jafnari úrslitaleik heldur en 2012 en þá tapaði Ítalíu 4-0 gegn Spáni.



Tengdar fréttir

Aldrei heyrt í Wembley svona

Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins í fótbolta, var himinlifandi eftir 2-1 sigur liðsins á Dönum í undanúrslitum EM á Wembley í kvöld. England komst í úrslit Evrópumótsins í fyrsta sinn með sigrinum.

Ítalir í úrslit á EM eftir vítaspyrnukeppni

Ítalir eru á leið í úrslitaliek EM eftir sigur gegn Spánverjum í vítaspyrnukeppni. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma og framlengingu 1-1, og 4-2 sigur Spánverja í vítaspyrnukeppni tryggði þeim sæti í úrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×