Órómantískt en nauðsynlegt að ræða fjármálin Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 16. júlí 2021 06:00 Samkvæmt könnun Makamála segja flestir fjármál valda álagi eða vandamálum í sambandinu. Samsett mynd „Það þykir ekki sérstaklega rómantískt að ræða fjármál, en séu þau órædd geta þau drepið alla rómantík,“ segir fjölskylduráðgjafinn og sáttamiðlarinn Valgerður Halldórsdóttir í viðtali við Makamál. Flestir upplifa álag eða vandamál Á dögunum voru lesendur Vísis spurðir hvort að fjármál valdi álagi eða vandamálum í ástarsambandinu. Niðurstöðurnar voru skýrar en um 70% lesenda svara því játandi að fjármál valdi, á einhvern hátt álagi eða vandamálum í sambandinu. Niðurstöður* Sjaldan eða aldrei - 31% Já, að einhverju leyti - 27% Já, að miklu leyti - 22% Einstaka sinnum - 20% Makamál spurðu Valgerði út í niðurstöðurnar og hvaða ráðleggingar hún hafi til para sem upplifa vandamál af þessum toga. Hún segir niðurstöðurnar í sjálfu sér ekki koma sér á óvart því vandamál tengd fjármálum í samböndum taki yfirleitt mikið pláss. Vandamál tengd fjármálum geta haft mikil áhrif á ástarsambandið séu þau ekki rædd.Getty Órómantískt en nauðsynlegt að ræða fjármál „Fólk finnur það oftast vel á eigin skinni hvernig staðan er og veldur það álagi í sambandinu sé parið ekki samstíga.“ Hvernig væri hægt að koma betur í veg fyrir þessi vandamál? Það þykir ekki sérstaklega rómantískt að ræða fjármál, en séu þau órædd geta þau drepið alla rómantík. „Til að koma í veg fyrir að þau taki allt súrefnið úr sambandinu er mikilvægt að skipuleggja fjármálin saman. Hvort heldur til að vinna sig út úr fjárhagsvanda eða móta sér almenna stefnu í sambandinu varðandi fjármál. Í slíkri vinnu þarf maður að vera fullkomlega heiðarlegur, bæði við sjálfan sig og makann. Það þarf að leggja öll spilin á borðið svo skapa megi það traust sem þarf að vera fyrir hendi.“ Mikilvægt að upplifa sanngirni Hvað myndir þú ráðleggja fólki, sem er jafnvel að sameina fjölskyldur, þegar kemur að fjármálum. Væri besta að fá faglega hjálp strax? „Fólk sem hefur farið í gegnum sambandsslit eða skilnað veit að ekkert er alveg öruggt í þessum heimi og sýnir stundum meiri varkárni að rugla saman fjármálum sínum en ella. Fjárhagsstaða fólks er líka stundum mjög ólík. Annar er mögulega með skuldir á bakinu og þarf að standa skil á barnsmeðlögum á meðan hinn aðilinn stendur nokkuð vel.“ Valgerður segir mikilvægt að pör eigi samráð og að allir upplifi sanngirni. Það telst líklega ekki sanngjarnt ef annar aðilinn segir alltaf já við fyrrverandi maka varðandi viðbótargreiðslur fyrir börnin og að stjúpforeldri beri hlutfallslega meiri kostnað af öllum rekstri heimilisins í staðinn og án samráðs. Valgerður segir mikilvægt að fólk hafi samráð varðandi fjármálin sama hvaða leið það kýs að fara.Getty Þrjár megin leiðir Hún segir þrjár megin leiðir til að takast á við fjármál í sambandi. Það megi hafa þau aðskilin, að hluta til sameiginleg og svo að hafa allt sameiginlegt. Hver leið um sig hafi kosti og galla sem þarf að hafa í huga. „Þegar mörk fjölskyldunnar ná út fyrir veggi heimilisins og fólk á börn á fleiri en einu heimili geta hlutirnir flækst verulega. Það sem foreldri þótti áður sjálfsagt að greiða fyrir börn sín er óvíst að stjúpforeldri sé sammála.“ Erlendar rannsóknir sýna að fráskildir feður sem fara í nýtt samband veita börnum sínum síður fjárhagslega aðstoð en fráskildir einhleypir feður. Við erum einfaldlega meira tilbúin til þess að veita fjárhagslegan stuðning þeim sem við erum tengd. Valgerður segir því sameiginleg börn og stjúpbörn, sem teljist tilheyra heimilinu, líklegri til þess að fá fjárhagslegan stuðning en önnur börn fráskilinna foreldra. Ekkert eitt er rétt Pör eru ekki alltaf sammála um hvaða börn eigi heima á heimilinu og hver koma sem gestir eða hvort verið sé að styðja börnin fjárhagslega eða hitt foreldrið. „Það getur því hentað sumum að hafa fjármálin að hluta til aðskilin svo ekki þurfi að fara í langar og flóknar samningaviðræður við makann. Á til dæmis að greiða fyrir útiföt og annað eða ekki þegar þess er óskað af hinu foreldrinu? Hins vegar þarf að vera gegnsæi og samstaða um hve stór hluti tekna eru „mínir.““ Þegar sameina á stórar fjölskyldur getur hentað sumum pörum betur að vera með aðskilin fjárhag. Getty Valgerður segir mikilvægt að fólk gerir sér grein fyrir því að ekkert eitt sé rétt í þessum málum og ef fólk finni ekki út úr þessu með maka sínum geti það verið mjög gagnlegt að leita sér aðstoðar. „Við þurfum að ræða málin og upplifa sanngirni,“ segir Valgerður að lokum. Valgerður hefur síðan árið 2004 veitt stjúpfjölskyldum, skilnaðarforeldrum, fagfólki, börnum sem fullorðnum ráðgjöf. Auk þess hefur hún haldið fjölda námskeiða, bæði fyrir fagfólk og almenning um stjúptengsl. Valgerður hefur víðtæka og mikla reynslu þegar kemur að ráðgjöf og sáttamiðlun og er meðal annars stofnandi og ritstjóri heimasíðunnar Stjúptengsl. Ertu búin að taka þátt í nýjustu Spurningu vikunnar? *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum. Spurning vikunnar Ástin og lífið Fjármál heimilisins Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Sönn íslensk makamál: Tekin! Makamál Skiptir það þig máli hvernig maki þinn klæðir sig? Makamál Það var eins og okkur væri ætlað að vera saman Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál Bone-orðin 10: Sara vill sjálfsörugga karlmenn sem græja og gera Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Flestir upplifa álag eða vandamál Á dögunum voru lesendur Vísis spurðir hvort að fjármál valdi álagi eða vandamálum í ástarsambandinu. Niðurstöðurnar voru skýrar en um 70% lesenda svara því játandi að fjármál valdi, á einhvern hátt álagi eða vandamálum í sambandinu. Niðurstöður* Sjaldan eða aldrei - 31% Já, að einhverju leyti - 27% Já, að miklu leyti - 22% Einstaka sinnum - 20% Makamál spurðu Valgerði út í niðurstöðurnar og hvaða ráðleggingar hún hafi til para sem upplifa vandamál af þessum toga. Hún segir niðurstöðurnar í sjálfu sér ekki koma sér á óvart því vandamál tengd fjármálum í samböndum taki yfirleitt mikið pláss. Vandamál tengd fjármálum geta haft mikil áhrif á ástarsambandið séu þau ekki rædd.Getty Órómantískt en nauðsynlegt að ræða fjármál „Fólk finnur það oftast vel á eigin skinni hvernig staðan er og veldur það álagi í sambandinu sé parið ekki samstíga.“ Hvernig væri hægt að koma betur í veg fyrir þessi vandamál? Það þykir ekki sérstaklega rómantískt að ræða fjármál, en séu þau órædd geta þau drepið alla rómantík. „Til að koma í veg fyrir að þau taki allt súrefnið úr sambandinu er mikilvægt að skipuleggja fjármálin saman. Hvort heldur til að vinna sig út úr fjárhagsvanda eða móta sér almenna stefnu í sambandinu varðandi fjármál. Í slíkri vinnu þarf maður að vera fullkomlega heiðarlegur, bæði við sjálfan sig og makann. Það þarf að leggja öll spilin á borðið svo skapa megi það traust sem þarf að vera fyrir hendi.“ Mikilvægt að upplifa sanngirni Hvað myndir þú ráðleggja fólki, sem er jafnvel að sameina fjölskyldur, þegar kemur að fjármálum. Væri besta að fá faglega hjálp strax? „Fólk sem hefur farið í gegnum sambandsslit eða skilnað veit að ekkert er alveg öruggt í þessum heimi og sýnir stundum meiri varkárni að rugla saman fjármálum sínum en ella. Fjárhagsstaða fólks er líka stundum mjög ólík. Annar er mögulega með skuldir á bakinu og þarf að standa skil á barnsmeðlögum á meðan hinn aðilinn stendur nokkuð vel.“ Valgerður segir mikilvægt að pör eigi samráð og að allir upplifi sanngirni. Það telst líklega ekki sanngjarnt ef annar aðilinn segir alltaf já við fyrrverandi maka varðandi viðbótargreiðslur fyrir börnin og að stjúpforeldri beri hlutfallslega meiri kostnað af öllum rekstri heimilisins í staðinn og án samráðs. Valgerður segir mikilvægt að fólk hafi samráð varðandi fjármálin sama hvaða leið það kýs að fara.Getty Þrjár megin leiðir Hún segir þrjár megin leiðir til að takast á við fjármál í sambandi. Það megi hafa þau aðskilin, að hluta til sameiginleg og svo að hafa allt sameiginlegt. Hver leið um sig hafi kosti og galla sem þarf að hafa í huga. „Þegar mörk fjölskyldunnar ná út fyrir veggi heimilisins og fólk á börn á fleiri en einu heimili geta hlutirnir flækst verulega. Það sem foreldri þótti áður sjálfsagt að greiða fyrir börn sín er óvíst að stjúpforeldri sé sammála.“ Erlendar rannsóknir sýna að fráskildir feður sem fara í nýtt samband veita börnum sínum síður fjárhagslega aðstoð en fráskildir einhleypir feður. Við erum einfaldlega meira tilbúin til þess að veita fjárhagslegan stuðning þeim sem við erum tengd. Valgerður segir því sameiginleg börn og stjúpbörn, sem teljist tilheyra heimilinu, líklegri til þess að fá fjárhagslegan stuðning en önnur börn fráskilinna foreldra. Ekkert eitt er rétt Pör eru ekki alltaf sammála um hvaða börn eigi heima á heimilinu og hver koma sem gestir eða hvort verið sé að styðja börnin fjárhagslega eða hitt foreldrið. „Það getur því hentað sumum að hafa fjármálin að hluta til aðskilin svo ekki þurfi að fara í langar og flóknar samningaviðræður við makann. Á til dæmis að greiða fyrir útiföt og annað eða ekki þegar þess er óskað af hinu foreldrinu? Hins vegar þarf að vera gegnsæi og samstaða um hve stór hluti tekna eru „mínir.““ Þegar sameina á stórar fjölskyldur getur hentað sumum pörum betur að vera með aðskilin fjárhag. Getty Valgerður segir mikilvægt að fólk gerir sér grein fyrir því að ekkert eitt sé rétt í þessum málum og ef fólk finni ekki út úr þessu með maka sínum geti það verið mjög gagnlegt að leita sér aðstoðar. „Við þurfum að ræða málin og upplifa sanngirni,“ segir Valgerður að lokum. Valgerður hefur síðan árið 2004 veitt stjúpfjölskyldum, skilnaðarforeldrum, fagfólki, börnum sem fullorðnum ráðgjöf. Auk þess hefur hún haldið fjölda námskeiða, bæði fyrir fagfólk og almenning um stjúptengsl. Valgerður hefur víðtæka og mikla reynslu þegar kemur að ráðgjöf og sáttamiðlun og er meðal annars stofnandi og ritstjóri heimasíðunnar Stjúptengsl. Ertu búin að taka þátt í nýjustu Spurningu vikunnar? *Tekið skal fram að niðurstöður byggjast eingöngu á svörum lesenda Vísis og því ekki hægt að alhæfa um niðurstöður. Kannanir Makamála eru ætlaðar til skemmtunar og til að vekja umræðu og athygli á ýmsum málefnum.
Spurning vikunnar Ástin og lífið Fjármál heimilisins Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Sönn íslensk makamál: Tekin! Makamál Skiptir það þig máli hvernig maki þinn klæðir sig? Makamál Það var eins og okkur væri ætlað að vera saman Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú stundað kynlíf í svefnástandi? Makamál Mikill áhugi á kynlífsklúbbum Makamál Bone-orðin 10: Sara vill sjálfsörugga karlmenn sem græja og gera Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira