Erlent

Hafa fundið níu lík á slysstað

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá slysstað á Kamtjatkaskaga.
Frá slysstað á Kamtjatkaskaga. Vísir/AP

Björgunarsveitir á Kamtjatkaskaga hafa fundið líkamsleifar níu manns sem voru um borð í farþegaflugvél sem brotlenti á svæðinu í gærnótt.

Allir tuttugu og tveir farþegar og sex manna áhöfn fórust í slysinu. Fram kemur í frétt Reuters að á meðal farþega hafi verið Olga Mokhireva, borgarstjóri Palana, hvar flugvélin átti að lenda í gær. 

Þriggja daga sorgartímabili hefur verið lýst yfir á svæðinu og þá hefur verið greint frá því að fjölskyldur þeirra sem fórust fái bætur að andvirði sex milljóna króna vegna slyssins.

Brak úr flugvélinni, sem er af gerðinni Antonov An-26 og var framleidd 1982, fannst í sjónum og á ströndinni við slysstað. Slæmt veður var á svæðinu þegar slysið varð. Viðbragðsaðilar voru þegar sendir á vettvang en ekki var byrjað að sækja líkamsleifar hinna látnu fyrr en í morgun sökum myrkurs.


Tengdar fréttir

Enginn komst lífs af í flugslysinu á Kamtsjatka

Allir fórust þegar farþegaflugvél hrapaði á Kamtsjatkaskaga í Austur-Rússlandi, að sögn björgunarsveita þar. Um borð voru tuttugu og tveir farþegar auk sex manna áhafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×