Fótbolti

„Það erum við sem komum aftur hingað á sunnudaginn“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Federico Chiesa var valinn maður leiksins þegar Ítalir slógu Spánverja út í undanúrslitum EM.
Federico Chiesa var valinn maður leiksins þegar Ítalir slógu Spánverja út í undanúrslitum EM. Frank Augstein - Pool/Getty Images

Federico Chiesa var valinn maður leiksins þegar Ítalir slógu Spánverja út í undanúrslitum EM í kvöld. Chiesa skoraði eina mark liðsins í venjulegum leiktíma, en það þurfti vítaspyrnukeppni til að skilja liðin að.

„Ég get ekki lýst því hvernig mér líður núna,“ sagði Chiesa að leik loknum. „Þetta var erfiður leikur og Spánverjar voru frábærir í kvöld en það erum við sem komum aftur hingað á sunnudaginn. Við sjáum til hvernig fer.“

Chiesa hrósaði Spánverjum enn frekar, en hann var einnig ánægður með baráttu sinna manna.

„Spánverjar voru frábærir, þeir eru með stjörnur í sínu liði. En við borðumst alveg til enda og við kláruðum þetta.“

Þrátt fyrir að Ítalir hafi klikkað á fyrstu spyrnunni í vítaspyrnukeppninni segir Chiesa að leikmenn liðsins hafi ekki haft áhyggjur.

„Þegar Locatelli klikkaði á fyrstu spyrnunni vorum við allir rólegir. Við töluðum um að við gætum þetta og hópurinn stóð saman.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×