Starfsmannaskortur í ferðaþjónustu geti hægt á endurreisn greinarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. júlí 2021 20:00 Ferðamenn í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Fyrirtæki í ferðaþjónustu eiga í vandræðum með að fá fólk til vinnu. Hótelrekandi segir skort á starfskröftum valda því að opnun ferðaþjónustunnar gangi hægar en hún gæti annars gert. Formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að rekja megi aukna eftirspurn eftir starfsfólki í geiranum beint til þess hversu vel hefur gengið í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Ferðamenn líti á Ísland sem góðan valkost, og því aukist álag á þær greinar sem þjónusti þá. „Við erum búin að ráða mjög mikið af fólki, en þetta eru nú svolítið óvenjulegar aðstæður. Við þurfum að manna alla atvinnugreinina einn, tveir og þrír. Það hefur ekki gengið nógu hratt, því miður,“ segir Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu. Hann segir bókanir ferðamanna nú í júlí og á næstu mánuðum vera að aukast umtalsvert, sé miðað við vorið og fyrri hluta sumars, og ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar til þess að bregðast við skorti á starfskröftum, til að mynda erlendar starfsmannaleigur. „Það hefur slæm áhrif á tekjur í geiranum og hjá okkur öllum, því það skilar sér ekki í kassann hjá ríkinu ef okkur tekst ekki að opna. Þetta hefur þessi hefðbundnu keðjuverkandi áhrif, eins og þegar við þurftum að loka öllu fyrir rúmu ári síðan.“ Kristófer segir að hraðar mætti ganga að „opna“ ferðaþjónustuna.Vísir/Sigurjón Víðar en í hótel og gistiþjónustu hefur reynst erfitt að finna starfsfólk. Emil Helgi Lárusson, varaformaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist finna fyrir því að orðið sé þyngra að manna stöður í greininni. Ýmislegt geti búið að baki, til að mynda aukin aðsókn í nám eða fólk hafi snúið sér að öðrum störfum, auk þess sem aðrar greinar á sviði ferðaþjónustu séu nú farnar að sækja í sig veðrið. „Eitthvað af fólki hefur ekki skilað sér aftur til okkar, af þessu erlenda starfsfólki. Það hafði líklega lítið að gera hérna á Íslandi á síðasta ári. Í staðinn fyrir að hanga yfir engu þá var bara alveg eins gott að fara heim. En við skulum nú vona að þau fari að koma til baka,“ segir Lárus Helgi. Emil Helgi Lárusson er varaformaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.Vísir/Arnar Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að rekja megi aukna eftirspurn eftir starfsfólki í geiranum beint til þess hversu vel hefur gengið í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn hér á landi. Ferðamenn líti á Ísland sem góðan valkost, og því aukist álag á þær greinar sem þjónusti þá. „Við erum búin að ráða mjög mikið af fólki, en þetta eru nú svolítið óvenjulegar aðstæður. Við þurfum að manna alla atvinnugreinina einn, tveir og þrír. Það hefur ekki gengið nógu hratt, því miður,“ segir Kristófer Oliversson, formaður félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu. Hann segir bókanir ferðamanna nú í júlí og á næstu mánuðum vera að aukast umtalsvert, sé miðað við vorið og fyrri hluta sumars, og ýmsar leiðir hafa verið skoðaðar til þess að bregðast við skorti á starfskröftum, til að mynda erlendar starfsmannaleigur. „Það hefur slæm áhrif á tekjur í geiranum og hjá okkur öllum, því það skilar sér ekki í kassann hjá ríkinu ef okkur tekst ekki að opna. Þetta hefur þessi hefðbundnu keðjuverkandi áhrif, eins og þegar við þurftum að loka öllu fyrir rúmu ári síðan.“ Kristófer segir að hraðar mætti ganga að „opna“ ferðaþjónustuna.Vísir/Sigurjón Víðar en í hótel og gistiþjónustu hefur reynst erfitt að finna starfsfólk. Emil Helgi Lárusson, varaformaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði segist finna fyrir því að orðið sé þyngra að manna stöður í greininni. Ýmislegt geti búið að baki, til að mynda aukin aðsókn í nám eða fólk hafi snúið sér að öðrum störfum, auk þess sem aðrar greinar á sviði ferðaþjónustu séu nú farnar að sækja í sig veðrið. „Eitthvað af fólki hefur ekki skilað sér aftur til okkar, af þessu erlenda starfsfólki. Það hafði líklega lítið að gera hérna á Íslandi á síðasta ári. Í staðinn fyrir að hanga yfir engu þá var bara alveg eins gott að fara heim. En við skulum nú vona að þau fari að koma til baka,“ segir Lárus Helgi. Emil Helgi Lárusson er varaformaður samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði.Vísir/Arnar
Ferðamennska á Íslandi Veitingastaðir Vinnumarkaður Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Hafna ásökunum um smánarlaun Viðskipti innlent Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Samstarf Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira