Erlent

Bandarískur lögmaður dúsir í hvítrússnesku fangelsi

Árni Sæberg skrifar
Youras Ziankovich, bandarískur lögmaður sem fæddist í Hvíta-Rússlandi.
Youras Ziankovich, bandarískur lögmaður sem fæddist í Hvíta-Rússlandi. Alena Dzenisavets

Youras Ziankovich, lögmaður með bandarískan ríkisborgararétt, var handsamaður af fjórum óeinkennisklæddum mönnum úti á götu í Moskvu í apríl síðastliðnum.

Alena Dzenisavets, eiginkona Ziankovich, hefur eftir starfsmanni á hótelinu sem Ziankovich gisti á í Moskvu, að fjórir menn hafi nálgast Ziankovich er hann nálgaðist hóteli og troðið honum inn í bíl.

Dzenisavets segir, í samtali við CNN, að Ziankovich hafi verið fluttur rúmlega 700 kílómetra til Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands. Síðan þá hefur hann mátt dúsa í varðhaldi hvítrússnesku leynilögreglunnar.

Konan hans hefur ekki fengið að hafa samband við hann en einungis lögmaður hans hefur fengið að heimsækja hann. Hvít-rússnesk yfirvöld hafa meinað bandarískum erindrekum að heimsækja Dzenisavets á þeim grundvelli að hann hafi enn tvöfalt ríkisfang.

Hvítrússnesk yfirvöld bera fyrir sig tilraun til tilræðis

Sex dögum eftir að Ziankovich var handsamaður tilkynnti Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, að til stæði að ráða hann og börn hans af dögum.

„Við uppgötvuðum þáttöku erlendra leyniþjónustna, líklega CIA og FBI. Útsendar komu frá Bandaríkjunum, einhver Ziankovich,“ sagði Lúkasjenka.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna brást fljótt við og sagði allar ásakanir um að bandarísk stjórnvöld væru á bak við tilræði gegn Lúkasjenka vera algjörlega ósannar.

Tveir aðrir hafa verið handteknir í tenglsum við málið, meðal annars fyrrum starfsmaður á lögmannsstofu Ziankovich. Þeir hafa allir verið ákærðir fyrir samsæri eða aðra tilraun til landráða.

Staðfest hefur verið af bæði leyniþjónustu Hvíta-Rússlands og leyniþjónustu Rússlands að handtaka Ziankovich hafi verið samstarfsverkefni stofnanna tveggja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×