Yfirgáfu stærstu herstöðina í skjóli nætur Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2021 09:20 Um þrjú þúsund afganskir hermenn vernda Bagram en búast fastlega við því að Talbianar geri árás á herstöðina. AP/Rahmat Gul Síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu Bagram herstöðina, þá stærstu í Afganistan, um miðja nótt og án þess að segja nýjum afgönskum yfirmanni herstöðvarinnar frá því. Afganskir hermenn uppgötvuðu ekki að þeir væru einir fyrr en nokkrum klukkustundum síðar. Hermennirnir bandarísku fóru á brott aðfaranótt síðastliðins föstudags en Bagram var í um tuttugu ár helsta herstöð Bandaríkjanna í Afganistan. AP fréttaveitan segir að íbúar hafi farið ránshendi um tóman hluta herstöðvarinnar áður en afganskir hermenn ráku þá á brott. Í Bagram má meðal annars finna stærsta flugvöll landsins og fangelsi sem inniheldur um fimm þúsund Talibana. Forsvarsmenn afganska hersins segjast búast fastlega við því að Talibanar muni ráðast á herstöðina. Þó Talibanar hafi unnið fjölda sigra í átökum við stjórnarherinn að undanförnu segjast forsvarsmenn hersins geta haldið Bagram. Sjá einnig: Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan BBC hefur eftir herforingjanum Asadullah Kohistani, sem ræddi við blaðamenn í Bagram í gær, að stjórnarherinn væri alls ekki jafn öflugur og herafli Bandaríkjanna. Þeir gerðu þó sitt besta og ætluðu sér að tryggja öryggi íbúa Afganistans. Herforinginn Asadullah Kohistani hefur tekið við stjórn Bagram.AP/Rahmat Gul Kohistani leiðir um þrjú þúsund hermenn en tugir þúsunda hermanna hafa haldið til í Bagram. Sjá einnig: Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Herstöðin var byggð af bandarískum verktökum á sjötta áratug síðustu aldar og fyrir yfirvöld í Afganistan. Sovétríkin tóku þó herstöðina yfir í innrás þeirra árið 1979. Í kjölfar þess tók ríkisstjórn landsins, sem var studd af Sovétríkjunum við rekstri herstöðvarinnar og svo Talibanar þegar þeir tóku völd í kjölfar þess að Sovétríkin fóru frá landinu. Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05 Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Hermennirnir bandarísku fóru á brott aðfaranótt síðastliðins föstudags en Bagram var í um tuttugu ár helsta herstöð Bandaríkjanna í Afganistan. AP fréttaveitan segir að íbúar hafi farið ránshendi um tóman hluta herstöðvarinnar áður en afganskir hermenn ráku þá á brott. Í Bagram má meðal annars finna stærsta flugvöll landsins og fangelsi sem inniheldur um fimm þúsund Talibana. Forsvarsmenn afganska hersins segjast búast fastlega við því að Talibanar muni ráðast á herstöðina. Þó Talibanar hafi unnið fjölda sigra í átökum við stjórnarherinn að undanförnu segjast forsvarsmenn hersins geta haldið Bagram. Sjá einnig: Þúsund hermenn flúðu Talibana og enduðu í Tadsíkistan BBC hefur eftir herforingjanum Asadullah Kohistani, sem ræddi við blaðamenn í Bagram í gær, að stjórnarherinn væri alls ekki jafn öflugur og herafli Bandaríkjanna. Þeir gerðu þó sitt besta og ætluðu sér að tryggja öryggi íbúa Afganistans. Herforinginn Asadullah Kohistani hefur tekið við stjórn Bagram.AP/Rahmat Gul Kohistani leiðir um þrjú þúsund hermenn en tugir þúsunda hermanna hafa haldið til í Bagram. Sjá einnig: Afganski herinn sagður í slæmu ástandi og óundirbúinn fyrir væntanleg átök Herstöðin var byggð af bandarískum verktökum á sjötta áratug síðustu aldar og fyrir yfirvöld í Afganistan. Sovétríkin tóku þó herstöðina yfir í innrás þeirra árið 1979. Í kjölfar þess tók ríkisstjórn landsins, sem var studd af Sovétríkjunum við rekstri herstöðvarinnar og svo Talibanar þegar þeir tóku völd í kjölfar þess að Sovétríkin fóru frá landinu.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43 Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05 Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Síðustu hermenn NATO yfirgefa Bagram-herstöðina Síðustu hermennirnir úr röðum Bandaríkjahers og annarra NATO ríkja hafa nú yfirgefið Bagram herflugvöllinn í Afganistan. Völlurinn hefur verið aðalbækistöð herliðsins allar götur síðan stríðið gegn Talíbönum og al-Kaída hófst fyrir um tuttugu árum síðan. 2. júlí 2021 08:43
Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. 29. júní 2021 23:05
Um 650 bandarískir hermenn verða eftir í Afganistan Áætlað er um 650 bandarískir hermenn verði eftir í Afganistan þegar búið verður að kalla herlið Bandaríkjahers heim. Hermönnunum sem eftir verða, verður ætlað að tryggja öryggi bandarískra emættismanna í Afganistan. 25. júní 2021 07:56