Erlent

Rúss­nesk flug­vél með 28 um borð hrapaði við Kamtsjatka

Atli Ísleifsson skrifar
Vélin sem um ræðir var af gerðinni Antonov An-26 og var framleidd árið 1982. Myndin er af flugvél af sömu gerð.
Vélin sem um ræðir var af gerðinni Antonov An-26 og var framleidd árið 1982. Myndin er af flugvél af sömu gerð. Wikipedia Commons/Marko Stojkovic

Rússnesk farþegaflugvél af gerðinni Antonov An-26 hrapaði í sjóinn nærri Kamtsjatka-skaga í austurhluta Rússlands í nótt. Alls voru 22 farþegar um borð og sex í áhöfn.

Talsmaður rússneskra yfirvalda staðfestir þetta samkvæmt fréttastofu Tass. AP segir að stjórnstöð hafi misst samband við vélina skömmu áður en hún átti að lenda, en slæmt veður var á svæðinu. Brak úr vélinni hefur nú fundist í sjónum, en fjöldi skipa hafa verið sendir á vettvang.

Vélin var í eigu Kamchatka Aviation Enterprise og á leið frá borginni Petropavlovsk sunnarlega á Kamtsjatka-skaga og til borgarinnar Palana, norðvestarlega á skaganum. Vélin var framleidd árið 1982.

Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort einhver hafi komist lífs af úr slysinu, en vélin hrapaði um tíu kílómetrum frá flugvellinum í Palana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×