Fótbolti

Spinazzola fór í aðgerð í Finnlandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leonardo Spinazzola grét þegar hann áttaði sig á því að hann yrði ekki meira með á EM.
Leonardo Spinazzola grét þegar hann áttaði sig á því að hann yrði ekki meira með á EM. AP/Philipp Guelland

Ítalski landsliðsmaðurinn Leonardo Spinazzola verður ekki með liði sínu á móti Spáni í undanúrslitaleik EM á Wembley í kvöld. Hann gekkst undir aðgerð í gær.

Spinazzola hefur átt frábært Evrópumót en meiddist illa á hásin undir lok leiksins á móti Portúgal í átta liða úrslitum EM.

Fljótlega mátti sjá á viðbrögðum Spinazzola að meiðslin voru alvarlega þvi hann var borinn grátandi af velli.

Spinazzola gekkst undir hásinaraðgerðina í Finnlandi og verður í kjölfarið frá í sex mánuði.

Þessi 28 ára gamli leikmaður Roma var kominn á innkaupalistann hjá liðum eins og Tottenham en þessi meiðsli skelltu aftur glugganum sem hann hafði opnað með góðri spilamennsku á mótinu.

„Aðgerðin gekk fullkomalega upp. Ég vil þakka öllum sem hafa stutt við bakið á mér. Niðurtalningin er hafin,“ skrifaði Leonardo Spinazzola við mynd af sér brosandi í rúmi sínu á sjúkrahúsinu.

Jose Mourinho, nýr knattspyrnustjóri Roma, sagði meiðslin vera skelfilegar fréttir fyrir liðið og ítalski landsliðsmaðurinn Leonardo Bonucci sagði að ítalska liðið ætli að tileinka Spinazzola sigurinn á Spáni í kvöld.

Undanúrslitaleikur Ítalíu og Spánar hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður sýndur beint á EM-stöðinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×